Fávitar í trúarumræðu
Um daginn þegar Jón Gnarr skrifaði um þá skoðun sína að guð væri ekki til uppskar hann miklar skammir. Fyrir utan logandi athugasemdakerfi skrifuðu prestar í vígamóð gegn honum og virtust aðallega hafa flækt lesskilninginn rækilega í lokaorðum Jóns (þessum sem mér þóttu skemmtileg) því þar hafði hann notað orðið typpi. Slíkt orð er auðvitað að mati prestanna ótækt að nota í pistli um trú og guð en þeir brugðust við með því að einblína á orðnotkunina og nota orðið margfalt oftar en Jón hafði gert. Hvort sem það nú var til að stríða þeim enn fremur eða raunverulega til að lægja öldurnar skrifaði Jón Gnarr annan pistil og þegar þetta er talið eru komnar 264 athugasemdir við hana á Vísi en fyrri pistillinn með typpissamlíkingunni uppskar 262 athugasemdir.
Mig grunar að Jón Gnarr hafi haft fleira í hyggju en ræða trúboð skólabarna eða benda fólki almennt á að vera ekki fávitar í fyrri pistli sínum. Ef það er rétt að hann sé að íhuga forsetaframboð þá getur verið að hann hafi annarsvegar verið að þreifa fyrir sér með því að láta verulega reyna á vinsældir sínar með því að kasta smá sprengju og láta síðan gera könnun um hve margir kjósendur myndu kjósa hann, en hinsvegar viljað gera hreint fyrir sínum dyrum.
Núverandi forseti fór þá leið þegar hann bauð sig fyrst fram til forseta að þykjast alltíeinu vera kristinn en framað því hafði almenningur allur vitað að hann var trúlaus eða púkkaði ekki uppá þjóðkirkjuna. Á þeim tíma var ekki eins mikil umræða um trú og trúleysi og hann hefur talið öruggara að fá atkvæði trúfólks til að komast í forsetaembættið. Og hefur síðan setið heiðríkjulegur undir allskyns guðshjali við opinberar athafnir. Jón Gnarr afturámóti hefur ekki bara verið trúlaus, leitað að guði og komist að þeirri niðurstöðu að hann er ekki til (semsagt aftur orðið trúlaus) heldur ætlar hann að vera með þá afstöðu sína uppi á borði. Hafi kjósendur haldið að hann væri trúaður, eða fylgst nógu vel með á einhverjum tímapunkti til að hafa tekið eftir því að hann varð kaþólskur um tíma, þá tók fyrri grein Jóns af allan vafa um að hann telst ekki til guðstrúarmanna. Þá vita kjósendur það og geta kosið samkvæmt því (ef það skiptir máli fyrir þá) en jafnframt hefur Jón Gnarr komið sjálfum sér í þá stöðu að geta ekki hræsnað sig í embætti einsog núverandi forseti gerði. Þrátt fyrir allt mitt álit á Jóni Gnarr þá finnst mér þetta heiðarleg og góð afstaða, að því gefnu að ég hafi yfirleitt rétt fyrir mér um að hann sé að þreifa fyrir sér með forsetaframboð.
Greinaskrif Jóns Gnarr hristu ekki bara uppí prestum og öðrum kristlingum heldur virðist Vantrú hafa stokkið á umræðuvagninn með sérlega vel heppnuðu skemmtiatriði. Vantrú gaf út þá tilkynningu að félagið hygðist skrá alla Íslendinga í félagið frá og með næstu mánaðamótum. Í ályktun félagsins segir:
Ég hélt reyndar lengi vel meðan ég flissaði mig gegnum athugasemdakerfið að megnið af athugasemdunum (242 við síðustu mælingu) væru frá Vantrúarfélögum sjálfum, minnug sérlega vel heppnaðs aprílgabbs Knúzzins hér um árið þar sem hver feministinn á fætur öðrum steig fram og trompaðist í athugasemdakerfinu (sem nú er týnt og tröllum gefið) í þeim augljósa tilgangi að stigmagna skemmtunina. Orðalag og fyrri kynni mín af sumum þeirra sem þar tóku til máls færði mér þó heim sanninn um að mörgum var fúlasta alvara. En Vantrúarskemmtunin stóð ekki lengi því nú undir kvöld birti Vísir frétt þar sem sagt er frá því að Vantrú hafi borist tilkynning um lögsókn frá lögmanni auk fjölda úrsagna úr þessari meintu skráningu í félagið. Semsagt, fólk trúði þessu í hrönnum en áttaði sig ekkert á að um háðsádeilu að ræða (jafnvel þótt það hafi verið tekið fram í upphaflegu fréttinni) hvað þá að ádeilan hafi snúið að þeirra heittelskuðu (en lítt sóttu) þjóðkirkju.
Þetta segir auðvitað mikið um lélegan lesskilning ginningarfíflanna og enn meira um algjöran skort þeirra á skilningi á því hvernig trúfélagaskráning þjóðkirkjunnar blasir við þeim sem vilja ekki vera þar skráðir meðlimir.
„Trú getur verið ágæt til persónulegra nota. Soldið eins og typpi. Það er gott að vera ánægður með það og finnast það flottasta og besta typpi í heimi. Það má bæði hafa gagn og gaman af því. En ekki tala mikið um það við ókunnuga eða troða því uppá fólk. Ekki skrifa lög með því. Og mikilvægast af öllu: ekki hugsa með því.“Jón Gnarr þýðir þarna tilvitnun úr ensku sem er vel þekkt. Mér sýnist að þarna noti Jón tilvitnunina til að vísa í heiftúðugar umræður um hvort Reykjavíkurborg megi koma í veg fyrir trúarinnrætingu skólabarna. Hann sé jafnvel að tæpa á kynferðisbrotum innan kirkjunnar. En samt held ég að hann meini aðallega að fólk eigi ekki að vera fávitar í trúarumræðu, sbr. enski frasinn „don't be a dick“.
Mig grunar að Jón Gnarr hafi haft fleira í hyggju en ræða trúboð skólabarna eða benda fólki almennt á að vera ekki fávitar í fyrri pistli sínum. Ef það er rétt að hann sé að íhuga forsetaframboð þá getur verið að hann hafi annarsvegar verið að þreifa fyrir sér með því að láta verulega reyna á vinsældir sínar með því að kasta smá sprengju og láta síðan gera könnun um hve margir kjósendur myndu kjósa hann, en hinsvegar viljað gera hreint fyrir sínum dyrum.
Núverandi forseti fór þá leið þegar hann bauð sig fyrst fram til forseta að þykjast alltíeinu vera kristinn en framað því hafði almenningur allur vitað að hann var trúlaus eða púkkaði ekki uppá þjóðkirkjuna. Á þeim tíma var ekki eins mikil umræða um trú og trúleysi og hann hefur talið öruggara að fá atkvæði trúfólks til að komast í forsetaembættið. Og hefur síðan setið heiðríkjulegur undir allskyns guðshjali við opinberar athafnir. Jón Gnarr afturámóti hefur ekki bara verið trúlaus, leitað að guði og komist að þeirri niðurstöðu að hann er ekki til (semsagt aftur orðið trúlaus) heldur ætlar hann að vera með þá afstöðu sína uppi á borði. Hafi kjósendur haldið að hann væri trúaður, eða fylgst nógu vel með á einhverjum tímapunkti til að hafa tekið eftir því að hann varð kaþólskur um tíma, þá tók fyrri grein Jóns af allan vafa um að hann telst ekki til guðstrúarmanna. Þá vita kjósendur það og geta kosið samkvæmt því (ef það skiptir máli fyrir þá) en jafnframt hefur Jón Gnarr komið sjálfum sér í þá stöðu að geta ekki hræsnað sig í embætti einsog núverandi forseti gerði. Þrátt fyrir allt mitt álit á Jóni Gnarr þá finnst mér þetta heiðarleg og góð afstaða, að því gefnu að ég hafi yfirleitt rétt fyrir mér um að hann sé að þreifa fyrir sér með forsetaframboð.
Greinaskrif Jóns Gnarr hristu ekki bara uppí prestum og öðrum kristlingum heldur virðist Vantrú hafa stokkið á umræðuvagninn með sérlega vel heppnuðu skemmtiatriði. Vantrú gaf út þá tilkynningu að félagið hygðist skrá alla Íslendinga í félagið frá og með næstu mánaðamótum. Í ályktun félagsins segir:
„Þú, kæri lesandi, verður því meðlimur í Vantrú, fjölmennasta félagi landsins, nema þú skráir þig sérstaklega úr félaginu. Fólk sem eignast börn eftir mánaðarmótin 1. mars þarf ekki að hafa áhyggjur af því að börnin þeirra missi af því að verða hluti af þessu lifandi samfélagi, þar sem að við munum skrá börn sjálfkrafa í Vantrú, óháð skráningu foreldra og án vitundar eða samþykkis þeirra. Sem er að sjálfsögðu langbesta leiðin. Og sanngjörn.“Eins augljós háðsádeila og þetta er á trúfélagaskráningu þá sem hér tíðkast, að börn séu við fæðingu skráð í trúfélag móður sinnar (sem var skráð í trúfélag móður sinnar) og fólk þurfi að hafa fyrir því að skrá sig úr trúfélaginu — aðferð sem hefur gert það að verkum að langstærstur hluti Íslendinga er skráður í þjóðkirkjuna, án þess þó að hafa endilega viljað vera þar meðlimur — þá fór grínið framhjá mörgum. Samt var tekið fram í upphafi fréttarinnar á Vísi að ályktunina megi túlka „sem háðsádeilu á trúskráningum á Íslandi“. En það stoppaði ekki virka í athugasemdum.
Ég hélt reyndar lengi vel meðan ég flissaði mig gegnum athugasemdakerfið að megnið af athugasemdunum (242 við síðustu mælingu) væru frá Vantrúarfélögum sjálfum, minnug sérlega vel heppnaðs aprílgabbs Knúzzins hér um árið þar sem hver feministinn á fætur öðrum steig fram og trompaðist í athugasemdakerfinu (sem nú er týnt og tröllum gefið) í þeim augljósa tilgangi að stigmagna skemmtunina. Orðalag og fyrri kynni mín af sumum þeirra sem þar tóku til máls færði mér þó heim sanninn um að mörgum var fúlasta alvara. En Vantrúarskemmtunin stóð ekki lengi því nú undir kvöld birti Vísir frétt þar sem sagt er frá því að Vantrú hafi borist tilkynning um lögsókn frá lögmanni auk fjölda úrsagna úr þessari meintu skráningu í félagið. Semsagt, fólk trúði þessu í hrönnum en áttaði sig ekkert á að um háðsádeilu að ræða (jafnvel þótt það hafi verið tekið fram í upphaflegu fréttinni) hvað þá að ádeilan hafi snúið að þeirra heittelskuðu (en lítt sóttu) þjóðkirkju.
Þetta segir auðvitað mikið um lélegan lesskilning ginningarfíflanna og enn meira um algjöran skort þeirra á skilningi á því hvernig trúfélagaskráning þjóðkirkjunnar blasir við þeim sem vilja ekki vera þar skráðir meðlimir.
Efnisorð: trú
<< Home