Febrúar er stystur mánaða
Þótt febrúar sé stystur mánaða þá er ekki þar með sagt að það hafi verið tíðindalítið í mánuðinum eða fólk hafi almennt verið sammála um alla hluti, nema þá kannski veðrið. Hér er mörgu misjöfnu hrúgað saman á einn stað og lesendur hvattir til að lesa pistlana sem vísað er á, þeir eru þess virði þótt hér séu bara birt brot. Byrjum á Eiríki og mönnunum á myndunum.
Eiríkur Guðmundsson flutti fyrirtaks pistil í Víðsjá og lagði út af tveimur þekktum ljósmyndum;
Í framhaldi af því er vert að minnast á að í mánuðinum var enn og aftur rætt um hið fræga símtal Geirs og Davíðs um lánið til Kaupþings kortéri fyrir hrun, lánið uppá 500 milljóna evra sem gufaði upp í money heaven. Davíð hefur nú sagt sína (pottþétt sönnu) hlið á símtalinu, vitandi að Geir leggst þversum fyrir aðgang að upptökunni sem gæti frætt almenning um ekki bara hver stakk uppá hverju við hvern og hver sagði alltíkei, heldur hvernig í ósköpunum þeir komust að því að þetta væri skynsamlegur leikur í stöðunni. Af öllum þeim sem ræddu símtalið kom Bergþóra Gísladóttir með bestu samlíkinguna.
Alveg þessu ótengt, þá skrifaði Egill Helgason ágæta sögu um þegar Blair varð ritstjóri Guardian og „brátt fór að bera á því í ritstjórnargreinum að hann hafði hugsað ritstjórastöðuna sem pall til að verja sjálfan sig“.
Ennfremur skrifaði Jón Sigurður Eyjólfsson, eins og margir aðrir í febrúar, um kaup á bankagögnum til að komast að stórtækum skattsvikum. Fjölluðu bakþankar hans um kaup eða ekki kaup, en þó aðallega afstöðu Heimdellinga sem leggjast gegn kaupunum. Vert að lesa, þó ekki væri nema til að sjá Heimdellingum líkt við íranska klerka.
ISIS bætti á lista sinn yfir illvirki sem þeir fremja. Þeir taka Talibanana sér til fyrirmyndar en þeir eyðilögðu fornar höggmyndir í Afganistan í aldarbyrjun, ISIS réðst í mánuðinum á árþúsunda gamlar höggmyndir í Írak. Óafturkræf skemmdarverk þeirra sem eru of heimskir til að skilja hugtakið menningarsaga.
Álíka gleði mína vakti frétt um afmælisveislu Roberts Mugabe forseta Simbabve sem ku vera haldin í dag. Veislan kostar stórfé og er gríðarlega íburðarmikil sem eitt og sér er nógu fáránlegt í þessu öðru fátækasta ríki heims, en að auki á að slátra og éta antílópur, tvo fíla, vísunda og ljón. Þetta er yfirgengilegt hneyksli.
Og meðan ég er á dýraverndunarnótunum ber að geta þess að með nýju dýraverndarlögunum verða ýmsar jákvæðar breytingar á aðbúnaði dýra sem nú er verið að hnykkja á með reglugerðum. Goggstýfing alifugla verður úr sögunni, færri kjúklingar verða á hvern fermetra og og notkun hefðbundinna búra fyrir varphænur verður bönnuð að sjö árum liðnum. Þetta mætti auðvitað allt gerast hraðar en þetta er allt í rétta átt.
Upp komst að 12% barna eru ekki bólusett því foreldrar þeirra eru of heimskir til að skilja mikilvægi bólusetninga en trúa þess í stað gamalli lygasögu um að bólusetning valdi einhverfu. Um langa hríð hefur fólk með þessa heimskulegu skoðun vaðið uppi í athugasemdakerfum en fengu nú loksins að finna til tevatnsins úr öllum áttum og ætti þá líklega að vera búið að uppræta þvæluna. Til öryggis verður þó líklega að setja með einhverjum hætti í lög að skylda sé að bólusetja öll börn. Þangað til að ágætt mótefni að lesa fínan pistil Sifjar Sigmarsdóttur (sem reyndar minnist á hvíta nashyrninga sem eru við það að útrýmast vegna þeirrar hjátrúar að nashyrningshorn séu nothæf til lækninga). Sif segir:
Talandi um lækningar, eða öllu heldur óskylt mál. Alveg burtséð frá því hvaða skoðun fólk hefur á skipulagstillögu um breytingar á ásýnd Landmannalauga með því að færa tjöld og bíla úr augsýn þeirra sem lauga sig, þá er fáránlega sterkur leikur hjá Ferðafélagi Íslands að gera Tómas Guðbjörnsson að talsmanni sínum gegn þessum tillögum. Það er vonlaust að ætla að vera ósammála læknatómasi um eitt eða neitt. Hann ætlar að bjarga þessum Landmannalaugum.
Þetta er að breytast í læknaróman svei mér þá, en aðeins meira um lækningar, og þó. Rétt eins og búið er að afhjúpa heimsku bólusetningafrelsisfólksins hafa rammskakkir talsmenn kannabisneyslu verið upplýstir um gagnsleysi kannabisolíu sem þeir hafa reynt að trúa í gegnum bláa móðu að lækni krabbamein (jæja þeir eru allavega ekki ábyrgir fyrir nashyrningadrápi á meðan). Það er reyndar mikill áróður rekinn fyrir því að leyfa kannabis í öllum myndum (sem er efni í sérpistil) og ein röksemdin á semsagt að vera að það sé alveg bráðhollt. En svar lækna við læknamætti kannabisolíunnar var alveg kýrskýrt:
Mér fannst margt yfirgengilegt í febrúar (reyni þó að stilla mig um að ræða veðrið) og þar á meðal blaðagrein sem virðulegur háskólakennari sá ástæðu til að skrifa um misskilning á skemmtistað til að vekja athygli á hvað konur séu trylltar í að saka saklausa menn um glæpi. Hann er ekki ókunnugur málaflokknum. Fyrir einu og hálfu ári hafði sami kennari gagnrýnt feminista fyrir að hlutast til um ráðningu Jóns Baldvins Hannibalssonar hjá Háskóla Íslands. Háskólakennarinn sagði feministana haldna kvalalosta, gægjufíkn og yfirdrifnum hefndarþorsta. Nú finnur háskólakennarinn aftur hjá sér þörf til að taka afstöðu gegn konum sem kvarta. Hann skrifaði þó pistilinn eflaust bara af frásagnarþörf því varla er hann rekinn áfram af hefndarþorsta.
Svo lauk eldgosinu.
Eiríkur Guðmundsson flutti fyrirtaks pistil í Víðsjá og lagði út af tveimur þekktum ljósmyndum;
„önnur tekin þegar nýbúið var að einkavæða bankana, og sýnir Finn Ingólfsson undir stýri, við hlið hans situr athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson, þarna eru menn búnir að gera góðan díl árið 2001. Hin myndin var tekin á örlagastund í íslenska bankahruninu haustið 2008, og sýnir Davíð Oddson þáverandi seðlabankastjóra undir stýri, við hlið hans í framsætinu situr Geir Haarde þáverandi forsætisráðherra. Í fljótu bragði og af þessari lýsingu gæti maður ætlað að þetta væru í sjálfu sér ekki merkilegar myndir, fjórir karlar í jakkafötum í tveimur bílum á leiðinni guð má vita hvert, þetta er hvunndagslegt, en myndirnar eru athyglisverðar eigi að síður“.
Í framhaldi af því er vert að minnast á að í mánuðinum var enn og aftur rætt um hið fræga símtal Geirs og Davíðs um lánið til Kaupþings kortéri fyrir hrun, lánið uppá 500 milljóna evra sem gufaði upp í money heaven. Davíð hefur nú sagt sína (pottþétt sönnu) hlið á símtalinu, vitandi að Geir leggst þversum fyrir aðgang að upptökunni sem gæti frætt almenning um ekki bara hver stakk uppá hverju við hvern og hver sagði alltíkei, heldur hvernig í ósköpunum þeir komust að því að þetta væri skynsamlegur leikur í stöðunni. Af öllum þeim sem ræddu símtalið kom Bergþóra Gísladóttir með bestu samlíkinguna.
Alveg þessu ótengt, þá skrifaði Egill Helgason ágæta sögu um þegar Blair varð ritstjóri Guardian og „brátt fór að bera á því í ritstjórnargreinum að hann hafði hugsað ritstjórastöðuna sem pall til að verja sjálfan sig“.
Ennfremur skrifaði Jón Sigurður Eyjólfsson, eins og margir aðrir í febrúar, um kaup á bankagögnum til að komast að stórtækum skattsvikum. Fjölluðu bakþankar hans um kaup eða ekki kaup, en þó aðallega afstöðu Heimdellinga sem leggjast gegn kaupunum. Vert að lesa, þó ekki væri nema til að sjá Heimdellingum líkt við íranska klerka.
ISIS bætti á lista sinn yfir illvirki sem þeir fremja. Þeir taka Talibanana sér til fyrirmyndar en þeir eyðilögðu fornar höggmyndir í Afganistan í aldarbyrjun, ISIS réðst í mánuðinum á árþúsunda gamlar höggmyndir í Írak. Óafturkræf skemmdarverk þeirra sem eru of heimskir til að skilja hugtakið menningarsaga.
Álíka gleði mína vakti frétt um afmælisveislu Roberts Mugabe forseta Simbabve sem ku vera haldin í dag. Veislan kostar stórfé og er gríðarlega íburðarmikil sem eitt og sér er nógu fáránlegt í þessu öðru fátækasta ríki heims, en að auki á að slátra og éta antílópur, tvo fíla, vísunda og ljón. Þetta er yfirgengilegt hneyksli.
Og meðan ég er á dýraverndunarnótunum ber að geta þess að með nýju dýraverndarlögunum verða ýmsar jákvæðar breytingar á aðbúnaði dýra sem nú er verið að hnykkja á með reglugerðum. Goggstýfing alifugla verður úr sögunni, færri kjúklingar verða á hvern fermetra og og notkun hefðbundinna búra fyrir varphænur verður bönnuð að sjö árum liðnum. Þetta mætti auðvitað allt gerast hraðar en þetta er allt í rétta átt.
Upp komst að 12% barna eru ekki bólusett því foreldrar þeirra eru of heimskir til að skilja mikilvægi bólusetninga en trúa þess í stað gamalli lygasögu um að bólusetning valdi einhverfu. Um langa hríð hefur fólk með þessa heimskulegu skoðun vaðið uppi í athugasemdakerfum en fengu nú loksins að finna til tevatnsins úr öllum áttum og ætti þá líklega að vera búið að uppræta þvæluna. Til öryggis verður þó líklega að setja með einhverjum hætti í lög að skylda sé að bólusetja öll börn. Þangað til að ágætt mótefni að lesa fínan pistil Sifjar Sigmarsdóttur (sem reyndar minnist á hvíta nashyrninga sem eru við það að útrýmast vegna þeirrar hjátrúar að nashyrningshorn séu nothæf til lækninga). Sif segir:
„Hópar foreldra virðast telja bólusetningar barna sinna vettvang til einhvers konar sjálfstjáningar. Að bólusetja eða ekki bólusetja er allt í einu orðin einhver spurning um frjóa og sjálfstæða hugsun, tækifæri til að synda á móti straumnum, ekki vera hjarðdýr. Fólk með tíu Iittala-kertastjaka í gluggakistunni sinni í sama lit og nágranninn grípur skyndilega tækifærið til að vera öðruvísi …“
Talandi um lækningar, eða öllu heldur óskylt mál. Alveg burtséð frá því hvaða skoðun fólk hefur á skipulagstillögu um breytingar á ásýnd Landmannalauga með því að færa tjöld og bíla úr augsýn þeirra sem lauga sig, þá er fáránlega sterkur leikur hjá Ferðafélagi Íslands að gera Tómas Guðbjörnsson að talsmanni sínum gegn þessum tillögum. Það er vonlaust að ætla að vera ósammála læknatómasi um eitt eða neitt. Hann ætlar að bjarga þessum Landmannalaugum.
Þetta er að breytast í læknaróman svei mér þá, en aðeins meira um lækningar, og þó. Rétt eins og búið er að afhjúpa heimsku bólusetningafrelsisfólksins hafa rammskakkir talsmenn kannabisneyslu verið upplýstir um gagnsleysi kannabisolíu sem þeir hafa reynt að trúa í gegnum bláa móðu að lækni krabbamein (jæja þeir eru allavega ekki ábyrgir fyrir nashyrningadrápi á meðan). Það er reyndar mikill áróður rekinn fyrir því að leyfa kannabis í öllum myndum (sem er efni í sérpistil) og ein röksemdin á semsagt að vera að það sé alveg bráðhollt. En svar lækna við læknamætti kannabisolíunnar var alveg kýrskýrt:
„Þetta er í raun gríðarlega alvarlegt þegar maður kemur fram og segir að olía sem hann framleiðir lækni ekki bara öll krabbamein heldur einnig bara fjölmarga sjúkdóma, það er svo yfirgengilegt að maður á í raun ekki orð.“
Mér fannst margt yfirgengilegt í febrúar (reyni þó að stilla mig um að ræða veðrið) og þar á meðal blaðagrein sem virðulegur háskólakennari sá ástæðu til að skrifa um misskilning á skemmtistað til að vekja athygli á hvað konur séu trylltar í að saka saklausa menn um glæpi. Hann er ekki ókunnugur málaflokknum. Fyrir einu og hálfu ári hafði sami kennari gagnrýnt feminista fyrir að hlutast til um ráðningu Jóns Baldvins Hannibalssonar hjá Háskóla Íslands. Háskólakennarinn sagði feministana haldna kvalalosta, gægjufíkn og yfirdrifnum hefndarþorsta. Nú finnur háskólakennarinn aftur hjá sér þörf til að taka afstöðu gegn konum sem kvarta. Hann skrifaði þó pistilinn eflaust bara af frásagnarþörf því varla er hann rekinn áfram af hefndarþorsta.
Svo lauk eldgosinu.
Efnisorð: dýravernd, fíkniefni, frjálshyggja, heilbrigðismál, hrunið, karlmenn, kynferðisbrot, menning
<< Home