miðvikudagur, mars 18, 2015

Stjórnarráðið 10. mars

Verður þriðjudagurinn 10. mars síðar meir talinn marka upphaf mesta átakatíma þessa kjörtímabils? Þann dag var samþykkt í ríkisstjórn að sækja fram með illskiljanlegum bréfasendingum og ekki er ólíklegt að þá hafi einnig verið lagt á ráðin um að sprengja rammann um virkjanaáform. Kannski er þetta liður í stærri áætlun, halda stjórnarandstöðunni og fjölmiðlum uppteknum við að tala um ESB, Þjórsá og Skrokköldu og hvað það nú allt heitir, meðan eitthvað annað er á seyði sem ekki má koma fram í dagsljósið fyrr en of seint verður að bregðast við því. Er verið að útfæra TISA samninginn eða hvernig selja skuli ríkisfyrirtæki til góðvina á spottprís?

En svo getur verið að stjórnarliðum finnist þetta allt saman gott og gilt, og þeim finnist í raun að þetta séu eðlileg vinnubrögð, svona rétt eins og útdeilingar lífsins gæða til náinna ættingja fjármálaráðherrans.

Ætla ekki annars allir að kjósa Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn aftur næst?

Efnisorð: , , ,