fimmtudagur, júlí 30, 2015

Þjóðhátíð 2015: ekkert að frétta

Árum saman hefur verið rætt og rifist um Þjóðhátíð í Eyjum og þær fjölmörgu nauðganir sem hafa verið framdar þar.* Til þess að ráða bót á því hefur Þjóðhátíð ráðið almannatengill sem hefur mottóið: engar fréttir eru góðar fréttir!

Það er samt einsog þetta sé ekki alveg að falla í kramið, eitthvað tuðað um þöggun og svoleiðis. Þessvegna hafa Aktivismi gegn nauðgunarmenningu og Knúzið mótmælt, og sömuleiðis Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna.

Fjöldi annarra hefur lagt orð í belg, í athugasemdakerfum, viðtölum og með pistlaskrifum. Þar á meðal er Agnar Kr. Þorsteinsson sem rekur söguna og ræðir ástand og horfur í beittum pistli.

Svo er líka hægt að segja þetta í mun færri orðum.




* Dæmi um fyrri skrif á þessari síðu frá árunum 2011 og 2012:
1, 2, 3, 4.

Efnisorð: ,