fimmtudagur, ágúst 20, 2015

Snemma byrjaði það

Skömmu fyrir innrásina í Normandí 1944 kom ótiltekinn fjöldi karla saman í Bretlandi og ræddi aðsteðjandi ógnir. Þeir voru reyndar ekki með innrásina í huga heldur það sem þeir óttuðust og hötuðu jafn mikið og Hitler: feminista.


Úr ástralska dagblaðinu The Barrier Miner 1. júní 1944:

Karlar hyggjast berjast gegn feminisma

Lundúnum, 30. maí.
„Þjóðernisflokkur karla“ hefur verið stofnaður í Bretlandi til að berjast gegn feminisma, sem hann álítur „alveg jafn mikla ógn og Hitlerisma“.

Talsmaður flokksins sagði í kvöld: „Um leið og Hitlerisminn hefur verið sigraður munu ýmis karlasamtök leggja saman krafta sína til að berjast gegn því sem ógnar Bretlandi alveg jafn mikið: feminismi.“

Bæklingur sem gefinn er út af leiðtogum flokksins samanstendur af átta bréfum þar sem fyrirhugaðri herferð er fagnað. Konur skrifa öll bréfin.

Og ég sem hélt að það væri ný uppfinning hatursmanna kvenfrelsis að líkja feministum við nasista.


Efnisorð: ,