Stjórnlaust lið þarna uppá fastalandinu
Það er ægilegt til þess að hugsa að í allri þessari umræðu um heilbrigðisstarfsfólk og fjárhagslega og landfræðilega stöðu Landspítalans skuli enginn hafa haft rænu á að skikka spítalann til að hafa starfsfólk frá Eyjum í vinnu. Það hefur nefnilega komið í ljós að neyðarmóttaka vegna nauðgana er algjörlega stjórnlaust fyrirbæri sem hlýðir ekki fréttabanni sem sett var í Eyjum.
Páley og Elliði hljóta að heimta byggðakvóta á Landspítalanum með sérstakri áherslu á að planta hlýðnum Vestmannaeyingum í vinnu á neyðarmóttökunni.
Páley og Elliði hljóta að heimta byggðakvóta á Landspítalanum með sérstakri áherslu á að planta hlýðnum Vestmannaeyingum í vinnu á neyðarmóttökunni.
Efnisorð: kynferðisbrot, löggan, Nauðganir
<< Home