Nú skyldi ég segja mig úr Amnesty ef ég væri ekki löngu búin að því.
Það gerði ég eftir að þáverandi formaður Íslandsdeildarinnar sagði að feminismi hafi verið notaður „til að réttlæta mannréttindabrot, misrétti og kúgun“.
Í dag varð svo ljóst að heimsþing Amnesty International hefur ákveðið að styðja við mannréttindabrot og kúgun gegn konum. Sú fregn er hræðilegt reiðarslag fyrir alla kvenréttindabaráttu í heiminum.
Ef ekki væri fyrir augljós dæmi þess að menn með annarlegar skoðanir á mannréttindum, t.d. hatast útí baráttumál feminisma, eiga greiða leið í forystu samtakanna, myndi ég halda því fram að kynlífsiðnaðurinn hafi með langvarandi lobbýisma og hreinum mútum komið þessari tillögu í gegn. Hver sem orsökin er þá er ljóst að Amnesty International eru rúin trausti.
Af orðum formanns Íslandsdeildarinnar í kvöldfréttum má dæma að héreftir vinni deildin eftir forskrift heimsþingsins, sem þýðir að unnið verður að því að fá íslensk stjórnvöld til að breyta lögum vændiskaupendum og vændismiðlurum í hag.
Svei þessum fyrrverandi virtu samtökum.
Það gerði ég eftir að þáverandi formaður Íslandsdeildarinnar sagði að feminismi hafi verið notaður „til að réttlæta mannréttindabrot, misrétti og kúgun“.
Í dag varð svo ljóst að heimsþing Amnesty International hefur ákveðið að styðja við mannréttindabrot og kúgun gegn konum. Sú fregn er hræðilegt reiðarslag fyrir alla kvenréttindabaráttu í heiminum.
Ef ekki væri fyrir augljós dæmi þess að menn með annarlegar skoðanir á mannréttindum, t.d. hatast útí baráttumál feminisma, eiga greiða leið í forystu samtakanna, myndi ég halda því fram að kynlífsiðnaðurinn hafi með langvarandi lobbýisma og hreinum mútum komið þessari tillögu í gegn. Hver sem orsökin er þá er ljóst að Amnesty International eru rúin trausti.
Af orðum formanns Íslandsdeildarinnar í kvöldfréttum má dæma að héreftir vinni deildin eftir forskrift heimsþingsins, sem þýðir að unnið verður að því að fá íslensk stjórnvöld til að breyta lögum vændiskaupendum og vændismiðlurum í hag.
Svei þessum fyrrverandi virtu samtökum.
Efnisorð: alþjóðamál, feminismi, mannréttindi, vændi
<< Home