Síðsumarlestur
Ábendingar um nokkra ágæta pistla um margvísleg málefni.
Samstillt átak gegn gagnrýni fjölmiðla
Síðasti leiðari Björns Þorlákssonar fyrir Akureyri vikublað var um Ríkisútvarpið. Þetta er einn af þessum afar gagnrýnu leiðurum Björns sem hljóta að hafa gert hann mjög óvinsælan á æðstu stöðum, og áttu án efa þátt í því að þaggað var niður í gagnrýninni með því að kaupa blaðaútgáfuna og reka óviðráðanlega ritstjóra á borð við Björn.
Hér talar hann um Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem hafi
Björn Valur Gíslason skrifaði sinn pistil eftir uppsögn Björns (og Ingimars Karls Helgasonar) og ræddi þar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í samhengi við kaupin á útgáfunni sem gaf út Akureyri vikublað (og fleiri bæjarblöð), og sagði:
Beikonhátíðarpælingar
Guðný Nielsen skrifar um svínakjötsneyslu (80.000 svínum er slátrað hér á landi árlega), og baráttu fyrir velferð svína.
Mótsagnakennt dýradálæti
Stígur Helgason skrifar um „brosandi menn [sem] saga hausa af ljónum og horn af lifandi nashyrningum sér til skemmtunar og/eða í gróðavon“, og mótsagnirnar í því að vera dýravinur, fara í dýragarða, og vera kjötæta.
Pistill Stígs er ágætt mótvægi við alla þá sem hneyksluðust á barnaskap þeirra sem sárnaði þegar krúttlegur selkópur var drepinn í kjölfar flóttatilraunar, og ásökuðu þá um hræsni sem brugðust illa við þegar ljón á verndarsvæði varð fyrir barðinu á sadískum tannlækni með risvandamál.
Einlægt hundadálæti
Margrét Tryggvadóttir skrifar skynsamlega og fallega um samband manns og hunds.
Fæðingarorlofsstarfsmaðurinn
Geir Gunnar Markússon skrifar um lífsreynslu sína sem faðir í fæðingarorlofi og hvetur aðra feður til að taka fæðingarorlof.
Líkamsvirðingarpistill
Bryndís Eva Ásmundsdóttir skrifar um reynslu sína sem ofvaxið barn.
Strætóbíllinn Feðraveldi
Enn einn frábær pistill eftir Elísabetu Ýr Atladóttur sem skrifar í tilefni af afglæpavæðingarákvörðun Amnesty.
Virkjanir, álver og „eitthvað annað“, eða hvernig Landsvirkjun bjargaði ekki Austurlandi
Andri Snær Magnason skrifar pistil sem er að uppistöðu gömul óbirt grein frá 1998 um Landsvirkjun, skrifuð þegar fórna átti Eyjabökkum í þágu fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði.
Meira um þetta
Úr því gamlir pistlar sem tengjast virkjanaumræðu eru dregnir fram þá er þessi frá 2005 stórgóður eftir Helga Seljan sem eitt sinn var hlynntur hverju því sem talið var að kæmi Reyðfirðingum vel, líka því að Eyjabökkum yrði sökkt.
Enn af virkjunum og álverum, nú á norðvesturlandi
Guðríður B. Helgadóttir skrifar pistil um upprennandi héraðsdeilur vegna fyrirhugaðs álvers á Hafursstöðum á Skagaströnd.
Hvalveiðihagfræði og fleira áhugavert
ber á góma í pistli sem Hrafn Jónsson skrifar um að geta loksins tekið þátt í góðæri, kaupmáttarvorboða, góðgerðarstóriðju, alþýðuhetju, misskilinn eilífðarungling, og síðast en ekki síst
Samstillt átak gegn gagnrýni fjölmiðla
Síðasti leiðari Björns Þorlákssonar fyrir Akureyri vikublað var um Ríkisútvarpið. Þetta er einn af þessum afar gagnrýnu leiðurum Björns sem hljóta að hafa gert hann mjög óvinsælan á æðstu stöðum, og áttu án efa þátt í því að þaggað var niður í gagnrýninni með því að kaupa blaðaútgáfuna og reka óviðráðanlega ritstjóra á borð við Björn.
Hér talar hann um Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem hafi
„handvalið vini og kunningja í stjórnunarstöður sem sumir hafa síðan gengið með blóðugan hníf á lofti, einkum útvarpsmegin, ógnað hagsmunum hlustenda. Hvort sem um ræðir síðasta lag fyrir fréttir, uppsagnir reyndra dagskrárgerðarkvenna, fyrirhugaða léttvæðingu Kastljóssins frá og með næsta hausti, áætlanir um að leggja niður beittasta útvarpsþáttinn Víðsjá, styttingu Spegilsins eða þar fram eftir götunum, lýtur allt að einu. Margreynd áform valdaflokkanna gömlu, að ná loksins að þagga niður í sjálfstæðum gagnrýnisröddum Ríkisútvarpsins virðist að óbreyttu vera nálægt því að rætast.“Svo víkur Björn talinu að Illuga Jökulssyni menningarmálaráðherra (og vandar honum ekki kveðjurnar) og nefnir einnig þá hina sömu Vigdísi Haukdsóttur formann fjárlaganefndar sem síðast í dag umturnaðist yfir gagnrýni í sinn garð frá velunnara Ríkisútvarpsins.
Björn Valur Gíslason skrifaði sinn pistil eftir uppsögn Björns (og Ingimars Karls Helgasonar) og ræddi þar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í samhengi við kaupin á útgáfunni sem gaf út Akureyri vikublað (og fleiri bæjarblöð), og sagði:
„RÚV verður nánast daglega fyrir pólitískum árásum þingmanna hægriflokkanna. Leynt og ljóst er grafið undan starfseminni, ekki síst því sem snýr að fréttaflutningi“ og að veita almenningi "góðar upplýsingar um samfélagið" eins og segir í skýrslu RNA og að veita almenningi "góðar upplýsingar um samfélagið" eins og segir í skýrslu RNA. […] „Í stórum dráttum er fjölmiðlun á Íslandi verr á sig komin en hún var fyrir Hrun og áratugina þar á undan. Þannig þurfti það ekki að fara og kemur verst niður á almenningi.
Það er eins og peningamenn hafi læst höndum saman í samstilltu átaki gegn gagnrýni.“
Beikonhátíðarpælingar
Guðný Nielsen skrifar um svínakjötsneyslu (80.000 svínum er slátrað hér á landi árlega), og baráttu fyrir velferð svína.
„Hugsjónir og peningar eru andstæðingar sem standa ekki jafnfætis í þessum slag. Barátta samtaka eins og Velbú má síns lítils á meðan framleiðendur neita að bæta úr brýnum velferðarmálum í svínahaldi og Íslendingar halda samt sem áður áfram að kaupa svínakjöt.“
Mótsagnakennt dýradálæti
Stígur Helgason skrifar um „brosandi menn [sem] saga hausa af ljónum og horn af lifandi nashyrningum sér til skemmtunar og/eða í gróðavon“, og mótsagnirnar í því að vera dýravinur, fara í dýragarða, og vera kjötæta.
Pistill Stígs er ágætt mótvægi við alla þá sem hneyksluðust á barnaskap þeirra sem sárnaði þegar krúttlegur selkópur var drepinn í kjölfar flóttatilraunar, og ásökuðu þá um hræsni sem brugðust illa við þegar ljón á verndarsvæði varð fyrir barðinu á sadískum tannlækni með risvandamál.
Einlægt hundadálæti
Margrét Tryggvadóttir skrifar skynsamlega og fallega um samband manns og hunds.
Fæðingarorlofsstarfsmaðurinn
Geir Gunnar Markússon skrifar um lífsreynslu sína sem faðir í fæðingarorlofi og hvetur aðra feður til að taka fæðingarorlof.
„Ég mundi ekki skipta á einum milljarði króna og öllum þeim skemmtilegu stundum sem ég hef átt með dóttur minni í fæðingarvinnunni okkar. Þessar stundir styrkja okkar samband og fylla mig þakklæti. Dóttir mín er yfirmaður minn í þessari vinnu og markmið mitt er að verða starfsmaður mánaðarins.“
Líkamsvirðingarpistill
Bryndís Eva Ásmundsdóttir skrifar um reynslu sína sem ofvaxið barn.
„Við sem samfélag reynum í sífellu að minnka konur. Við hrósum stúlkubörnum fyrir að vera prúðar og stilltar, hvetjum þær til að tala lágt og leika sér rólega á meðan strákarnir okkar læra að taka pláss og athygli. Við hvetjum þessi sömu stúlkubörn þó til íþróttaiðkunar en sú iðkun rúmast ekki í íþróttafréttatímum. Það er rými stráka. Líkamsrækt kvenna miðast í flestum tilfellum að því að minnka þær“.
Strætóbíllinn Feðraveldi
Enn einn frábær pistill eftir Elísabetu Ýr Atladóttur sem skrifar í tilefni af afglæpavæðingarákvörðun Amnesty.
„Hvað heldur fólk eiginlega að kúnninn sé að gera þarna? Það er fáránleg hugmynd að með afglæpavæðingu eða lögleiðingu fái konur meiri stjórn yfir líkama sínum. Þessi viðskipti snúast um að afsala þeirri stjórn til ókunnugs karlmanns svo hann geti svalað vilja sínum á líkama hennar eftir hans hentugleika. Hún getur sett reglur, sem hann mun svo reyna að brjóta, eins og margar konur úr vændi hafa sagt endalausar sögur af, og sem þeir monta sig af.“Þetta er hressandi:
„Kæra karlréttindafólk, já líka þið sem kallið ykkur femínista á meðan þið hendið konum í vændi undir strætóbílinn Feðraveldi í þágu sjálfselsku ykkar og einstaklingshyggju, þið eruð ógeðsleg og ég óska ykkur öllum að stíga á legó á hverjum degi. Og að WiFi-ið ykkar sé alltaf slitrótt.“
Virkjanir, álver og „eitthvað annað“, eða hvernig Landsvirkjun bjargaði ekki Austurlandi
Andri Snær Magnason skrifar pistil sem er að uppistöðu gömul óbirt grein frá 1998 um Landsvirkjun, skrifuð þegar fórna átti Eyjabökkum í þágu fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði.
„Þetta var áður en allt ruglið byrjaði, já ég segi næstum hreinlega áður en menn byrjuðu að eyðileggja Ísland og þetta brjálaða „ástand“ sem nú ríkir var orðið til, áður en náttúruverndarfólk var flæmt úr Sjálfstæðis og Framsóknarflokki, áður en póleríseringin sem við upplifum í dag varð til. Þetta var áður en ég varð öfgamaður og þetta var áður en 101 Reykjavík varð níðyrði og fjallagrös urðu skammaryrði um nýsköpun. Þetta var áður en 95% af störfum á Íslandi sem tengjast að engu leyti stóriðjunni voru kölluð „eitthvað annað“ með ákveðnum hæðnistón.
[…]
Ég ímynda mér hvað hefði gerst ef örfáir milljarðar hefðu verið settir í að láta þetta allt verða að veruleika, auðvitað ekki 100% bókstaflega – en eitthvað í þessum anda. Ef menn hefðu lagt áherslu á markaðsstarf, flugvöll, menntun, nýsköpun, ferðamennsku, menningu og betri nýtingu á fyrirliggjandi auðlindum í landbúnaði og sjávarútvegi – ef Landsvirkjun hefði bjargað Austurlandi á forsendum Austurlands – en ekki á forsendum Alcoa.
[…]
Þjóðin lagði allt undir og tvöfaldaði orkuframleiðsluna og eyðilagði þjóðmálaumræðuna og vinabönd trosnuðu og í nokkur ár héldu menn að Landsvirkjun hafi bjargað Austurlandi. Að draumar verkfræðinganna hafi alveg óvart farið nákvæmlega saman við þann kraft sem skapar lífvænlegt og gott samfélag.”
Meira um þetta
Úr því gamlir pistlar sem tengjast virkjanaumræðu eru dregnir fram þá er þessi frá 2005 stórgóður eftir Helga Seljan sem eitt sinn var hlynntur hverju því sem talið var að kæmi Reyðfirðingum vel, líka því að Eyjabökkum yrði sökkt.
Enn af virkjunum og álverum, nú á norðvesturlandi
Guðríður B. Helgadóttir skrifar pistil um upprennandi héraðsdeilur vegna fyrirhugaðs álvers á Hafursstöðum á Skagaströnd.
„En það fyrsta sem mér kom í hug, þegar ég heyrði fréttina um að nú væru Blönduósingar komnir af stað með hugmynd um ÁLVER Á SKAGASTRÖND, þetta getur ekki verið satt. En svo fylltist hugur minn sorg og ég hugsaði, „Gjör eigi þann óvinafagnað.“ Hafandi upplifað deilurnar og mannorðs morðin í þeirri orrahríð, sem stóð hér um sveitir í aðdraganda að Blönduvirkjun. Væntingarnar, svikin loforð, glópagullið, sokkið land og svívirta heimabyggð.“
Hvalveiðihagfræði og fleira áhugavert
ber á góma í pistli sem Hrafn Jónsson skrifar um að geta loksins tekið þátt í góðæri, kaupmáttarvorboða, góðgerðarstóriðju, alþýðuhetju, misskilinn eilífðarungling, og síðast en ekki síst
„hvalveiðihagfræði Kristjáns Loftssonar: Ef þú ert að tapa peningum á einhverju þýðir það líklega að þú sért bara ekki að gera nóg af því.“
Efnisorð: dýravernd, feminismi, Fjölmiðlar, hrunið, karlmenn, líkamsvirðing, menning, pólitík, stóriðja, sveitastjórnarmál, umhverfismál, vændi
<< Home