Já-en-skanni
Kári Stefánsson hefur tilkynnt að Íslensk erfðagreining ætli að gefa þjóðinni jáeindaskanna sem kostar tilbúinn til notkunar næstum milljarð króna. Þetta er auðvitað afar rausnarlegt og verður vel þegið — ef satt reynist. Yfirleitt er beðið með að gefa gjafir þar til þær eru tilbúnar til afhendingar en eitthvað liggur Kára á (vonandi er hann ekki að undirbúa forsetaframboð).
Þar til skanninn jáeindast innanhúss í Landspítalanum (hvar sem honum verður nú holað niður, þá á ég bæði við skannann og spítalann) þá ætla ég að taka þessu með hæfilegum fyrirvara, minnug þess að Róbert Wessmann sagðist ætla að gauka milljarði að Háskóla Reykjavíkur, en sú upphæð ku aldrei hafa skilað sér. Um má kenna hruni í hans tilfelli, en er öllum málaferlum Kára við verktaka lokið? Gera þeir lögtak í þeim jákvæða? Það hlýtur allavega að mega bíða með húrrahrópin.
Þar til skanninn jáeindast innanhúss í Landspítalanum (hvar sem honum verður nú holað niður, þá á ég bæði við skannann og spítalann) þá ætla ég að taka þessu með hæfilegum fyrirvara, minnug þess að Róbert Wessmann sagðist ætla að gauka milljarði að Háskóla Reykjavíkur, en sú upphæð ku aldrei hafa skilað sér. Um má kenna hruni í hans tilfelli, en er öllum málaferlum Kára við verktaka lokið? Gera þeir lögtak í þeim jákvæða? Það hlýtur allavega að mega bíða með húrrahrópin.
Efnisorð: heilbrigðismál, hrunið, karlmenn
<< Home