Þar sem mannslífið er ódýrt
Sænska sjónvarpið sýndi mynd í dag um flóttamenn. Dagskrár sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum og líklega víðar í Evrópu eru uppfullar af slíku efni: heimildamyndir, viðtöl, fréttaskýringar. Einstaklingum er fylgt eftir eða fjallað um aðstæður í flóttamannabúðum. Fréttir allra fjölmiðla segja frá fólki sem kafnar í flutningabílum og mannfjölda sem drukknar í Miðjarðarhafi á leið til Evrópu. Hætturnar bíða við hvert fótmál á leiðinni frá stríðsógn og ofríki til Evrópu, því margir eru tilbúnir að féfletta fólk og beita það harðræði undir því yfirskini að koma þeim örugglega á áfangastað þar vesalings fólkið trúir að allt verði betra en í heimalandinu.
Myndin sem sænska sjónvarpið sýndi segir frá fólki sem hefur þegar siglt yfir Miðjarðarhafið, og ferðast með misjöfnum farkosti til einskonar flóttamannabúða þar sem beðið er færis að komast til þess staðar þaðan sem það kemst loks til fyrirheitna landsins. Meðal flóttamannanna er misjafn sauður í mörgu fé, en allir eiga það sameiginlegt að þurfa að leggja allt í sölurnar á flóttanum, fé og sjálfsvirðing meðtalin, og jafnvel lífið sjálft. Ófyrirleitnir menn reyna að græða á öllu saman án nokkurrar samúðar með flóttafólkinu en notfæra sér örvæntingu þess; konum er gert ljóst að þær þurfi að greiða með líkama sínum til þess að komast á áfangastað. Sumir komast aldrei, heldur bíða út í það óendanlega.
Þetta er samt engin heimildarmynd og hún fókuserar í raun minnst á fólkið sem verður verst úti heldur snýst sagan um nokkra einstaklinga, ást þeirra og fórnir, eins og í Hollywoodmynd. Enda er þetta ein frægasta bíómynd allra tíma: Casablanca með Humprey Bogart og Ingrid Bergman.
Ég hef séð Casablanca margoft og hingað til hefur mér fundist hún bundin við sögusvið sitt og heimsstyrjöldina síðari. En nú sá ég hana í nýju ljósi: í beinu samhengi við straum flóttafólks yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Nema í myndinni byrjar flóttinn Evrópumegin við Miðjarðarhafið, einsog sögumaður skýrir frá í upphafi myndarinnar:
Mér finnst einsog sænska sjónvarpið hafi ekki óvart sýnt Casablanca núna.
Myndin sem sænska sjónvarpið sýndi segir frá fólki sem hefur þegar siglt yfir Miðjarðarhafið, og ferðast með misjöfnum farkosti til einskonar flóttamannabúða þar sem beðið er færis að komast til þess staðar þaðan sem það kemst loks til fyrirheitna landsins. Meðal flóttamannanna er misjafn sauður í mörgu fé, en allir eiga það sameiginlegt að þurfa að leggja allt í sölurnar á flóttanum, fé og sjálfsvirðing meðtalin, og jafnvel lífið sjálft. Ófyrirleitnir menn reyna að græða á öllu saman án nokkurrar samúðar með flóttafólkinu en notfæra sér örvæntingu þess; konum er gert ljóst að þær þurfi að greiða með líkama sínum til þess að komast á áfangastað. Sumir komast aldrei, heldur bíða út í það óendanlega.
Þetta er samt engin heimildarmynd og hún fókuserar í raun minnst á fólkið sem verður verst úti heldur snýst sagan um nokkra einstaklinga, ást þeirra og fórnir, eins og í Hollywoodmynd. Enda er þetta ein frægasta bíómynd allra tíma: Casablanca með Humprey Bogart og Ingrid Bergman.
Ég hef séð Casablanca margoft og hingað til hefur mér fundist hún bundin við sögusvið sitt og heimsstyrjöldina síðari. En nú sá ég hana í nýju ljósi: í beinu samhengi við straum flóttafólks yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Nema í myndinni byrjar flóttinn Evrópumegin við Miðjarðarhafið, einsog sögumaður skýrir frá í upphafi myndarinnar:
„Í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar litu margir sem voru innilokaðir í Evrópu til Vesturheims í örvæntingarfullri von um frelsi. Lissabon í Portúgal varð upphafstaður skipaferðarinnar yfir hafið. En ekki komust allir stystu leið til Lissabon og ferð flóttamanna þangað var löng og erfið. Frá París til Marseille, yfir Miðjarðarhafið til Oranborgar í Alsír, þaðan með lest eða bíl eða fótgangandi meðfram strönd Afríku til borgarinnar Casablanca í Frönsku Marokkó. Hér var hægt með heppni, peningum eða með því að beita áhrifum að fá vegabréfsáritun og drífa sig þá til Lissabon, og þaðan til Nýja heimsins. En hinir bíða í Casablanca, og bíða, og bíða, og bíða.“Enda þótt flóttamenn frá Evrópu hafi líklega ekki farið þessa leið í raunveruleikanum og bíómyndin sýni fallegt fólk í snyrtilegum fatnaði sem drepur tímann á ginbúllum, þá á lýsing bíómyndarinnar margt sameiginlegt með flóknum ferðaleiðum flóttamanna samtímans. Munurinn er sá helstur að nú vitum við að það bíður ekki endilega mannsæmandi líf þeirra sem þó komast sæmilega klakklaust á leiðarenda.
Mér finnst einsog sænska sjónvarpið hafi ekki óvart sýnt Casablanca núna.
Efnisorð: alþjóðamál, kvikmyndir
<< Home