Útsvarsáróður
Útsvar, spurningakeppni sveitarfélaga, hefur farið framhjá mér árum saman en þegar ný þáttaröð var að hefja göngu sína fyrir rúmri viku ákvað ég að vera með frá byrjun. Settist því niður að horfa á Útsvarið og þótti skemmtunin ágæt. Eitt vakti þó furðu mína í fyrsta þættinum, en það var liðurinn ‘orðaruglið’. Niðurstaða orðaruglsins hjá liði Árborgar var sú að ein línan samanstóð af fjórum vodkategundum. Lið Hafnarfjarðar fékk fjórar sígarettutegundir.
Í þættinum í gær fékk svo Reykjanesbær að leysa úr orðarugli sem innihélt nöfn á íslenskum bjórum.
Semsagt: í fjölskylduþætti í sjónvarpi allra landsmanna voru óbeinar auglýsingar fyrir vodka, sígarettur og bjór (eða flokkast þetta kannski undir beinar auglýsingar?). Ég hefði haldið slíkt væri kolólöglegt, fyrir utan smekkleysuna að hafa þetta fyrir börnum, því ekki nóg með að Útsvarið þyki sjónvarpsefni fyrir alla fjölskylduna heldur eru ávallt börn í sjónvarpssal þegar þátturinn er sýndur.
Ekki veit ég hvort spurningahöfundarnir eru svo forstokkaðir frjálshyggjumenn að þetta er þeirra framlag til aukins frjálsræðis í sölu áfengis- og fíkniefna, eða hvort þau fá borgað sérstaklega fyrir að auglýsa þessar áfengis- og tóbakstegundir. Hver sem ástæðan er þá þykir mér stórfurðulegt ef haldið verður áfram í þessum dúr.
Í þættinum í gær fékk svo Reykjanesbær að leysa úr orðarugli sem innihélt nöfn á íslenskum bjórum.
Semsagt: í fjölskylduþætti í sjónvarpi allra landsmanna voru óbeinar auglýsingar fyrir vodka, sígarettur og bjór (eða flokkast þetta kannski undir beinar auglýsingar?). Ég hefði haldið slíkt væri kolólöglegt, fyrir utan smekkleysuna að hafa þetta fyrir börnum, því ekki nóg með að Útsvarið þyki sjónvarpsefni fyrir alla fjölskylduna heldur eru ávallt börn í sjónvarpssal þegar þátturinn er sýndur.
Ekki veit ég hvort spurningahöfundarnir eru svo forstokkaðir frjálshyggjumenn að þetta er þeirra framlag til aukins frjálsræðis í sölu áfengis- og fíkniefna, eða hvort þau fá borgað sérstaklega fyrir að auglýsa þessar áfengis- og tóbakstegundir. Hver sem ástæðan er þá þykir mér stórfurðulegt ef haldið verður áfram í þessum dúr.
Efnisorð: heilbrigðismál, Sjónvarpsþættir
<< Home