Meðal jafningja
Hvað ætli meðaláhorfandi sjái um ævina margar bandarískar bíómyndir sem snúast að miklu eða öllu leyti um réttarhöld? Þær eru allmargar enda sívinsælt efni. Í gömlu bíómyndunum voru allir kviðdómendurnir hvítir karlar en í nýrri myndum og sjónvarpsþáttum eru konur og svart fólk einnig í kviðdómi. Dómarinn jafnvel svartur. Þessi breyting gerðist þó ekki af sjálfu sér í raunveruleikanum, hvítir karlar viku ekki si svona sæti, heldur hefur það tekið heilmikið lagaþvarg og mannréttindabaráttu að fylgja þeirri lagareglu að allir eigi rétt á að vera dæmdir af jafningjum sínum (eins og það heitir í bandarískum lögum). Enn ku það gerast að kviðdómur sem eingöngu hvítt fólk situr í dæmi blökkumenn - og þá þykir flestum að ekki sé mikillar sanngirni gætt.
En þetta er í henni Ameríku. Hér á landi þykir áhrifamiklum körlum fullkomlega eðlilegt að karlar séu í næstum öllum sætum dómara við Hæstarétt. Þegar velja á nýjan dómara þykir þeim eðlilegt að það séu eingöngu karlar í dómnefnd — og þeir komast að þeirri niðurstöðu að karlmaður sé best til þess fallinn að bætast í hóp allra hinna. Þá verður kynjahlutfallið í Hæstarétti 9:1 körlum í hag. Hvernig ætli það rími við amerísku lagaregluna um að allir eigi rétt á að vera dæmdir af jafningjum sínum? Hún hefur auðvitað ekkert lagalegt gildi hér (ekki veit ég hvort sambærileg regla er í íslenskum lögum) en er ágætis viðmið samt sem áður. Kannski var það hún sem Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði í huga þegar hún benti á nauðsyn þess að auka þekkingu og skilning innan íslenska dómskerfisins á málefnum kynjanna.
Meira segja konur í Sjálfstæðisflokknum eru ósáttar við þetta karlveldi í Hæstarétti, og karlanefndina sem valdi karl í embættið. Sú þeirra sem valdamest gæti skipað kvenumsækjandann um dómarastarfið (sem er fyllilega hæf til starfsins) í stöðu dómara Hæstarétt, en þá gerir hún sig um leið afar óvinsæla meðal karlanna. Ekki bara karlanna í nefndinni eða Hæstarétti heldur hjá Lögmannafélagi Íslands — og svo auðvitað öllum karlrembunum í eigin flokki. Ekki myndi ég vilja veðja á hvað Ólöf Nordal gerir í þessari stöðu en vona sannarlega að hún gefi körlunum langt nef.
Hvernig er það annars — ef karlarnir sem eru eða hafa verið hæstaréttardómarar telja sig ofar lögum sem eiga að rétta hlut kvenna — eru þá konur, sem koma fyrir Hæstarétt ekki í talsverðri hættu á að vera álitnar réttlausari en karlmenn í sömu sporum?
En þetta er í henni Ameríku. Hér á landi þykir áhrifamiklum körlum fullkomlega eðlilegt að karlar séu í næstum öllum sætum dómara við Hæstarétt. Þegar velja á nýjan dómara þykir þeim eðlilegt að það séu eingöngu karlar í dómnefnd — og þeir komast að þeirri niðurstöðu að karlmaður sé best til þess fallinn að bætast í hóp allra hinna. Þá verður kynjahlutfallið í Hæstarétti 9:1 körlum í hag. Hvernig ætli það rími við amerísku lagaregluna um að allir eigi rétt á að vera dæmdir af jafningjum sínum? Hún hefur auðvitað ekkert lagalegt gildi hér (ekki veit ég hvort sambærileg regla er í íslenskum lögum) en er ágætis viðmið samt sem áður. Kannski var það hún sem Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði í huga þegar hún benti á nauðsyn þess að auka þekkingu og skilning innan íslenska dómskerfisins á málefnum kynjanna.
„Sú ábending var gerð í tengslum við alvarlegar athugasemdir sem gerðar voru við meðferð kynferðisbrota og kynbundins ofbeldis í íslenska dómskerfinu. Í sömu skýrslu voru athugasemdir gerðar við fæð kvenna í íslenska dómskerfinu. Þegar skýrslan var skrifuð voru konur 2 af 12 dómurum Hæstaréttar. Núna er ein kona dómari af 9 dómurum Hæstaréttar.“(Úr ályktun tíu kvennasamtaka vegna skipan dómnefndarinnar.)
Meira segja konur í Sjálfstæðisflokknum eru ósáttar við þetta karlveldi í Hæstarétti, og karlanefndina sem valdi karl í embættið. Sú þeirra sem valdamest gæti skipað kvenumsækjandann um dómarastarfið (sem er fyllilega hæf til starfsins) í stöðu dómara Hæstarétt, en þá gerir hún sig um leið afar óvinsæla meðal karlanna. Ekki bara karlanna í nefndinni eða Hæstarétti heldur hjá Lögmannafélagi Íslands — og svo auðvitað öllum karlrembunum í eigin flokki. Ekki myndi ég vilja veðja á hvað Ólöf Nordal gerir í þessari stöðu en vona sannarlega að hún gefi körlunum langt nef.
Hvernig er það annars — ef karlarnir sem eru eða hafa verið hæstaréttardómarar telja sig ofar lögum sem eiga að rétta hlut kvenna — eru þá konur, sem koma fyrir Hæstarétt ekki í talsverðri hættu á að vera álitnar réttlausari en karlmenn í sömu sporum?
<< Home