þriðjudagur, september 29, 2015

Lifandi verur flokkuð sem matvæli

Sérkennilegt er að Matvælastofnun hafi á hendi eftirlit með dýraheilbrigði og dýravelferð. Það er augljóslega fáránlegt þegar um gæludýr er að ræða: hunda, ketti, páfagauka og hamstra, en það er einfaldlega ömurlegt að flokka lifandi dýr sem matvæli, líka þau sem enda á að verða étin.

Ef stofnanir sem sinna fólki hétu bara eftir gagnsemi þeirra sem þangað sækja héti Landspítalinn líklega Lappað uppá skattgreiðendur.

Það hlýtur að vera hægt að flytja dýravelferðarmál undir annan hatt eða kalla þessa stofnun eitthvað annað.

Efnisorð: