Rio Tinto, var það ekki svo gott fyrirtæki?
Enn hefur ekki verið samið í kjaradeilu ríkisins og SFR, sjúkraliða og lögreglumanna. En kjarabaráttan er víðar.
Námu- og álrisinn Rio Tinto, móðurfélag Rio Tinto Alcan í Straumsvík, sér ofsjónum yfir verkalýðsfélögum og kjarasamningum og hefur stundað það í verksmiðjum sínum um allan heim að skipta út föstum starfsmönnum en fá verktaka í þeirra stað. Það er hægur vandinn að bjóða verktökum laun sem standast ekki kjarasamninga. Þá eiga verktakar ekki rétt á veikindadögum, sumarfríi eða uppsagnarfresti, svo nokkuð sé nefnt af því sem verkalýðsfélög hafa barist fyrir.
Kjarasamningur starfsfólks álversins í Straumsvík rann út fyrir tíu mánuðum, eins og segir í umfjöllun Kjarnans. Rannveig Rist forstjóri álversins hefur tilkynnt að hvergi verði hvikað frá kröfum fyrirtækisins um að bjóða út verkefni í verktöku í auknum mæli.
Viku áður en Kjarninn fjallaði um málið var alþjóðlegur aðgerðadagur verkalýðsfélaga gegn Rio Tinto. Það fyrirtæki sem fær slíkan dag sér til höfuðs er ansi mikið skítafyrirtæki.
Hér á landi er gamall siður að skríða fyrir álfyrirtækjum og nánast gefa þeim raforkuna. Og nú þetta. Það er því von að Rafiðnaðarsambandið spyrji:
Námu- og álrisinn Rio Tinto, móðurfélag Rio Tinto Alcan í Straumsvík, sér ofsjónum yfir verkalýðsfélögum og kjarasamningum og hefur stundað það í verksmiðjum sínum um allan heim að skipta út föstum starfsmönnum en fá verktaka í þeirra stað. Það er hægur vandinn að bjóða verktökum laun sem standast ekki kjarasamninga. Þá eiga verktakar ekki rétt á veikindadögum, sumarfríi eða uppsagnarfresti, svo nokkuð sé nefnt af því sem verkalýðsfélög hafa barist fyrir.
Kjarasamningur starfsfólks álversins í Straumsvík rann út fyrir tíu mánuðum, eins og segir í umfjöllun Kjarnans. Rannveig Rist forstjóri álversins hefur tilkynnt að hvergi verði hvikað frá kröfum fyrirtækisins um að bjóða út verkefni í verktöku í auknum mæli.
„Í þeim efnum býr ISAL við mestu fjötra allra fyrirtækja á Íslandi. Eins og fram hefur komið erum við tilbúin að ræða hvernig koma megi til móts við starfsmenn sem þetta hefði áhrif á“ sagði hún.Íslensk verkalýðsfélög standa með starfsmönnum álversins, og skora á Rio Tinto að ljúka gerð kjarasamninga sem allra fyrst án þess að störf almennra starfsmanna verði verktakastörf.
Viku áður en Kjarninn fjallaði um málið var alþjóðlegur aðgerðadagur verkalýðsfélaga gegn Rio Tinto. Það fyrirtæki sem fær slíkan dag sér til höfuðs er ansi mikið skítafyrirtæki.
Hér á landi er gamall siður að skríða fyrir álfyrirtækjum og nánast gefa þeim raforkuna. Og nú þetta. Það er því von að Rafiðnaðarsambandið spyrji:
„Ætlar íslenskt samfélag að leyfa námu risanum að mjólka íslenskt samfélag með því að nýta mannauð og náttúru án sanngjarns endurgjalds?“Þegar Rio Tinto tók við álverinu í Straumsvík á því herrans ári 2007 báru starfsmenn sig vel. „Starfsmenn í álverinu í Straumsvík óttast ekki nýja húsbændur frá Rio Tinto sem Andri Snær Magnason rithöfundur kallar versta fyrirtæki í heimi.“ En aðaltrúnaðarmaður álversins sagði að „starfsfólk í álverinu sé sterkara en Rio Tinto“. Vonandi hafði trúnaðarmaðurinn rétt fyrir sér.
Efnisorð: stóriðja, Verkalýður
<< Home