Þrestir, viðvörun
Kvikmyndin Þrestir hefur verið sópað að sér verðlaunum á kvikmyndahátíðum og ég hef lesið talsvert af fréttum, viðtölum auk gagnrýni um hana. Samt kom myndin mér gríðarlega á óvart, ég hafði haldið að hún væri á mun léttari nótum. Það var þó ekki allt.
Mér finnst eiginlega að einhverstaðar hefði mátt vara við því að atriði í Þröstum gætu valdið váhrifum, hrundið af stað óþægilegum hugrenningum, vakið upp óþægilegar tilfinningar, ýft upp áfallastreituröskun. Semsagt, gefa áhorfendum kost á að halda sig fjarri með einhverskonar trigger warning.
Ágætis mynd þrátt fyrir þetta, en það gæti verið gott fyrir fólk sem á annað borð vill sjá myndina að geta brynjað sig áður en sum atriðin hefjast.
Mér finnst eiginlega að einhverstaðar hefði mátt vara við því að atriði í Þröstum gætu valdið váhrifum, hrundið af stað óþægilegum hugrenningum, vakið upp óþægilegar tilfinningar, ýft upp áfallastreituröskun. Semsagt, gefa áhorfendum kost á að halda sig fjarri með einhverskonar trigger warning.
Ágætis mynd þrátt fyrir þetta, en það gæti verið gott fyrir fólk sem á annað borð vill sjá myndina að geta brynjað sig áður en sum atriðin hefjast.
Efnisorð: kvikmyndir
<< Home