Kærleiksríki jólamánuðurinn
10.desember er Alþjóða mannréttindadagurinn.
Þema dagsins í dag „Mannréttindi 365“ (#rights365) er áminning um grundvallarsjónarmið Mannréttindayfirlýsingarinnar. Mannréttindi tilheyra okkur öllum ekki aðeins öllum jafnt heldur binda þau okkur saman sem heimssamfélag.
„Mannréttindayfirlýsingin er jafn öflug og raun ber vitni vegna þess að hún er holdgerfing þess að hugmyndir geta breytt heiminum. Hún felur í sér að mannréttindi eru óskiptanleg kjölfesta, alla 365 daga ársins. Allir dagar eru mannréttindagar, dagar sem við verjum í því skyni að tryggja að allar manneskjur geti öðlast jafnrétti, reisn og frelsi,“ segir Zeid Ra’ad Al Hussein, Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Það er einhvernveginn extra vont að lesa um myrkraverk Útlendingastofnunar sem flutti hælisleitendur úr landi í nótt á degi sem Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað mannréttindum. Í skjóli nætur var meðal hælisleitenda, sem ekki fengu lengur landvist hér, fjölskylda með þriggja ára hjartveikt barn.* Myndband sýnir þau kjaga yfir snjóruðninga með litlar ferðatöskur að rútu sem flytja átti þau ásamt hinu óæskilega fólkinu úr landi.
Kannski er ekki rétt að ræða mannréttindi í þessu sambandi, því þær röksemdir hrína ekki á Útlendingastofnun og innanríkisráðherra. Ef til vill ættum við frekar að ræða mannúð. En helgi Sameinuðu þjóðirnar einn dag á ári mannúð (eða 365 daga) finnur Útlendingastofnun sér eflaust samt átyllu til að verða þjóðinni til minnkunar.
___
* Um tvö langveik börn mun vera að ræða og tilheyra sitt hvorri fjölskyldunni. Drengurinn í myndbandinu frá í nótt og á myndinni sem þá var tekin er með slímseigjusjúkdóm, hinn er aðeins á fyrsta ári og hjartveikur.
Þema dagsins í dag „Mannréttindi 365“ (#rights365) er áminning um grundvallarsjónarmið Mannréttindayfirlýsingarinnar. Mannréttindi tilheyra okkur öllum ekki aðeins öllum jafnt heldur binda þau okkur saman sem heimssamfélag.
„Mannréttindayfirlýsingin er jafn öflug og raun ber vitni vegna þess að hún er holdgerfing þess að hugmyndir geta breytt heiminum. Hún felur í sér að mannréttindi eru óskiptanleg kjölfesta, alla 365 daga ársins. Allir dagar eru mannréttindagar, dagar sem við verjum í því skyni að tryggja að allar manneskjur geti öðlast jafnrétti, reisn og frelsi,“ segir Zeid Ra’ad Al Hussein, Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Það er einhvernveginn extra vont að lesa um myrkraverk Útlendingastofnunar sem flutti hælisleitendur úr landi í nótt á degi sem Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað mannréttindum. Í skjóli nætur var meðal hælisleitenda, sem ekki fengu lengur landvist hér, fjölskylda með þriggja ára hjartveikt barn.* Myndband sýnir þau kjaga yfir snjóruðninga með litlar ferðatöskur að rútu sem flytja átti þau ásamt hinu óæskilega fólkinu úr landi.
Kannski er ekki rétt að ræða mannréttindi í þessu sambandi, því þær röksemdir hrína ekki á Útlendingastofnun og innanríkisráðherra. Ef til vill ættum við frekar að ræða mannúð. En helgi Sameinuðu þjóðirnar einn dag á ári mannúð (eða 365 daga) finnur Útlendingastofnun sér eflaust samt átyllu til að verða þjóðinni til minnkunar.
___
* Um tvö langveik börn mun vera að ræða og tilheyra sitt hvorri fjölskyldunni. Drengurinn í myndbandinu frá í nótt og á myndinni sem þá var tekin er með slímseigjusjúkdóm, hinn er aðeins á fyrsta ári og hjartveikur.
Efnisorð: Innflytjendamál
<< Home