Jólamáltíðin
Forsjálar eldabuskur hafa fyrir löngu ákveðið hvað á að verða í jólamatinn. Á næstu dögum verður hann keyptur. Að því tilefni langar mig að minna á að fyrir ekki svo löngu síðan (í september) urðu svínabændur uppvísir að því að þrautpína gyltur (þessar sem ala af sér grísina sem verða að jólaskinku og hamborgarhrygg) og reyndust þær upp til hópa vera með legusár eftir að liggja á hörðu undirlagi án þess að geta snúið sér meðan grísirnir sjúga spena. Þegar grísirnir eru teknir frá gyltunum, sem er iðulega á fimmtudögum eins og sagði í einni fréttinni, þá líður ekki á löngu þar til þær eru aftur komnar með grísahóp til að ala, því næsta mánudag eru þær sæddar aftur. Þannig líður líf gyltanna; ganga með, mjólka, ganga með, mjólka. Alltaf á þröngum básum (sumum hræðilega og augljóslega skaðlegum), megnið af tímanum skorðuð af á hliðinni svo grísirnir verði ekki fyrir hnjaski og hún geti ekki neitað þeim um spenann. Á meðan nuddast húðin næstum af þeim á álagsstöðum.
Muniði hvað við urðum hneyksluð þegar við komumst að þessu?
Einhverra hluta vegna þá hefur kauphegðunin samt ekki endurspeglað hneykslunina. Því að svínakjötssala jókst.
Kannski má kenna túristum um átið, þeir hafa áhrif á ýmiskonar hagtölur og eru í engum tengslum við hneykslismál og deiluefni á Íslandi. Það væri því gott að geta kennt auknum fjölda ferðamanna um svínakjötssölutölur. En Íslendingar hafa þó eflaust keypt eitthvað af svínakjöti þótt það sé skrítið að hugsa til þess að fólk sem stóð ekki á sama um aðbúnað gyltna hafi pantað sér pizzu með pepperoni eða skinku eftir þessa umfjöllun fjölmiðla eða fengið sér helgarmorgunmat með beikoni. Enn skrítnara er ef fólk jók þessa neyslu þrátt fyrir að vita hvernig farið er með svínin.
Bændablaðið sló aukinni svínakjötssölu upp á forsíðu með því að segja að það hafi orðið „Sprenging í sölu þrátt fyrir illt umtal“. Sem er svolítið villandi fyrirsögn því það var ill meðferð sem var umtalsefnið. En Bændablaðið segir sigri hrósandi að þarna „sannast hið fornkveðna að illt umtal er örugglega betra en ekkert“. Og blessaðir neytendurnir sem virðast hafa tekið allt þetta umtal um svín sem auglýsingu fyrir svínakjöt, juku átið. Hvaða skilaboð sendir það til svínabænda? Varla finnst þeim taka því að bæta aðbúnað gyltnanna nema að því marki sem þeir neyðast til vegna dýraverndarlaga; allt umfram það (hér er átt við breiðari stíur) er algjör óþarfi þegar þeir vita að neytendur kaupa kjötið sama hvað.
Til þeirra sem enn eiga eftir að kaupa í jólamatinn: látið siðferðiskenndina stýra för og sendið svínabændum skilaboð.
Og nei, þessi pistill var ekki auglýsing fyrir svínakjöt.
Muniði hvað við urðum hneyksluð þegar við komumst að þessu?
Einhverra hluta vegna þá hefur kauphegðunin samt ekki endurspeglað hneykslunina. Því að svínakjötssala jókst.
Kannski má kenna túristum um átið, þeir hafa áhrif á ýmiskonar hagtölur og eru í engum tengslum við hneykslismál og deiluefni á Íslandi. Það væri því gott að geta kennt auknum fjölda ferðamanna um svínakjötssölutölur. En Íslendingar hafa þó eflaust keypt eitthvað af svínakjöti þótt það sé skrítið að hugsa til þess að fólk sem stóð ekki á sama um aðbúnað gyltna hafi pantað sér pizzu með pepperoni eða skinku eftir þessa umfjöllun fjölmiðla eða fengið sér helgarmorgunmat með beikoni. Enn skrítnara er ef fólk jók þessa neyslu þrátt fyrir að vita hvernig farið er með svínin.
Bændablaðið sló aukinni svínakjötssölu upp á forsíðu með því að segja að það hafi orðið „Sprenging í sölu þrátt fyrir illt umtal“. Sem er svolítið villandi fyrirsögn því það var ill meðferð sem var umtalsefnið. En Bændablaðið segir sigri hrósandi að þarna „sannast hið fornkveðna að illt umtal er örugglega betra en ekkert“. Og blessaðir neytendurnir sem virðast hafa tekið allt þetta umtal um svín sem auglýsingu fyrir svínakjöt, juku átið. Hvaða skilaboð sendir það til svínabænda? Varla finnst þeim taka því að bæta aðbúnað gyltnanna nema að því marki sem þeir neyðast til vegna dýraverndarlaga; allt umfram það (hér er átt við breiðari stíur) er algjör óþarfi þegar þeir vita að neytendur kaupa kjötið sama hvað.
Til þeirra sem enn eiga eftir að kaupa í jólamatinn: látið siðferðiskenndina stýra för og sendið svínabændum skilaboð.
Og nei, þessi pistill var ekki auglýsing fyrir svínakjöt.
Efnisorð: dýravernd, sniðganga (boycott)
<< Home