Smáræði um ríkisstjórnina, svona rétt til hátíðabrigða
Ríkisstjórnin, þessi sem lækkaði gjöld á útgerðina og eys fé í þjóðkirkjuna (sem fær 400 milljónir aukalega nú þegar ríkisstjórnin þykist vera svo ráðdeildarsöm) stóð staffírug gegn öllum breytingartillögum stjórnarandstöðunnar sem snerust um aukinn jöfnuð og sterkara velferðarkerfi.
Þingmenn stjórnarflokkanna létu sig hafa það, nýbúnir að fá afturvirka launahækkun sjálfir, að greiða atkvæði gegn afturvirkri smáaurahækkun til lífeyrisþega. Þar að auki mega aldraðir og öryrkjar bíða framyfir áramót eftir sinni ‘hækkun’ en þingmenn og ráðherrar fengu sína strax. En eitthvað sviðu þeim skammaryrðin sem dundu á stjórnvöldum vegna þeirrar ömurlegu aðgerðar að reka úr landi fjölskyldur með veik börn, og úr varð að þingnefnd veitti í snatri brottreknu albönsku fjölskyldunum ríkisborgararétt.
Að sama skapi virðist ríkisstjórnin ekki hafa höndlað almenna og víðtæka andstöðu við áframhaldandi fjársvelti Landspítalans, og kannski urðu hótanir Kára Stefánssonar um að safna undirskriftum þar sem landsmenn væru hvattir til að kjósa aldrei ríkisstjórnarflokkana framar ef Landspítalinn fengi ekki mun meira, og undir þinglok var skyndilega ákveðið að gauka fé að spítalanum (þó ekki nóg, það gæti hægt á einkavæðingaráformunum). Svo er auðvitað látið eins og það hafi ekki verið gert vegna þrýstings, og allsekki viðurkennt að stjórnarandstaðan hafði barist eins og ljón fyrir málinu (kallað málþóf af stjórnarflokkunum) og að víðtækur stuðningur væri við verulega hækkað framlag til spítalans.
Kannski þyrfti að hóta ríkisstjórninni oftar og fínt væri ef Kári nennir að taka það að sér að kreista fram alvöru kjarabót fyrir aldraða og öryrkja (sem öfugt við láglaunafólk hækka aldrei um launaflokk, eins og Marinó Gunnar Njálsson hefur bent á, heldur eru fastir á „lægri en lægstu laun“ taxtanum), og ekki væri verra ef hann legðist í vörn fyrir Ríkisútvarpið líka. Skást væri nú samt ef ríkisstjórnin sæi að sér og hætti við frjálshyggjuáformin alveg og setti fólk en ekki fégræðgi flokksgæðinga í forgang.
Öllu líklegra er þó að ríkisstjórnin taki sem fyrr við ábendingum Viðskiptaráðs sem virðist nú stefna aftur að því að koma 95% af stefnumálum sínum í framkvæmd. Eitt af því sem Viðskiptaráð vill núna er að leggja niður 118 ríkisstofnanir; það fellur vel að stefnu ríkisstjórnarinnar sem vill helst losna við bæði Ríkisútvarpið og ÁTVR. Í samræmi við það ályktaði landsfundur Sjálfstæðisflokksins að leggja bæri Ríkisútvarpið niður. Og ekki verður Þjóðhagsstofnun endurreist í tíð þessarar ríkisstjórnar, þrátt fyrir einróma samþykkt Alþingis fyrir fimm árum. Eða eins og þar segir: Nú þarf að horfa fram á veginn.
Þessari ríkisstjórn verður best lýst með einu orði: Úff.
Þingmenn stjórnarflokkanna létu sig hafa það, nýbúnir að fá afturvirka launahækkun sjálfir, að greiða atkvæði gegn afturvirkri smáaurahækkun til lífeyrisþega. Þar að auki mega aldraðir og öryrkjar bíða framyfir áramót eftir sinni ‘hækkun’ en þingmenn og ráðherrar fengu sína strax. En eitthvað sviðu þeim skammaryrðin sem dundu á stjórnvöldum vegna þeirrar ömurlegu aðgerðar að reka úr landi fjölskyldur með veik börn, og úr varð að þingnefnd veitti í snatri brottreknu albönsku fjölskyldunum ríkisborgararétt.
Að sama skapi virðist ríkisstjórnin ekki hafa höndlað almenna og víðtæka andstöðu við áframhaldandi fjársvelti Landspítalans, og kannski urðu hótanir Kára Stefánssonar um að safna undirskriftum þar sem landsmenn væru hvattir til að kjósa aldrei ríkisstjórnarflokkana framar ef Landspítalinn fengi ekki mun meira, og undir þinglok var skyndilega ákveðið að gauka fé að spítalanum (þó ekki nóg, það gæti hægt á einkavæðingaráformunum). Svo er auðvitað látið eins og það hafi ekki verið gert vegna þrýstings, og allsekki viðurkennt að stjórnarandstaðan hafði barist eins og ljón fyrir málinu (kallað málþóf af stjórnarflokkunum) og að víðtækur stuðningur væri við verulega hækkað framlag til spítalans.
Kannski þyrfti að hóta ríkisstjórninni oftar og fínt væri ef Kári nennir að taka það að sér að kreista fram alvöru kjarabót fyrir aldraða og öryrkja (sem öfugt við láglaunafólk hækka aldrei um launaflokk, eins og Marinó Gunnar Njálsson hefur bent á, heldur eru fastir á „lægri en lægstu laun“ taxtanum), og ekki væri verra ef hann legðist í vörn fyrir Ríkisútvarpið líka. Skást væri nú samt ef ríkisstjórnin sæi að sér og hætti við frjálshyggjuáformin alveg og setti fólk en ekki fégræðgi flokksgæðinga í forgang.
Öllu líklegra er þó að ríkisstjórnin taki sem fyrr við ábendingum Viðskiptaráðs sem virðist nú stefna aftur að því að koma 95% af stefnumálum sínum í framkvæmd. Eitt af því sem Viðskiptaráð vill núna er að leggja niður 118 ríkisstofnanir; það fellur vel að stefnu ríkisstjórnarinnar sem vill helst losna við bæði Ríkisútvarpið og ÁTVR. Í samræmi við það ályktaði landsfundur Sjálfstæðisflokksins að leggja bæri Ríkisútvarpið niður. Og ekki verður Þjóðhagsstofnun endurreist í tíð þessarar ríkisstjórnar, þrátt fyrir einróma samþykkt Alþingis fyrir fimm árum. Eða eins og þar segir: Nú þarf að horfa fram á veginn.
Þessari ríkisstjórn verður best lýst með einu orði: Úff.
Efnisorð: frjálshyggja, heilbrigðismál, málefni aldraðra, málefni fatlaðra
<< Home