Örfá skilyrði
Frétt sem birtist snemma morguns í fyrradag virðist ekki hafa vakið neina athygli, líklega grófst hún undir jólagjafaflóðinu eða sökk til botns í möndlugrautnum. En hún var semsagt um að karlmaður hafi verið dæmdur í gæsluvarðhald til 19. janúar fyrir tvær nauðgunartilraunir.
Nú hefur nýlega verið gagnrýnt að ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum, þótt þeir hefðu verið kærðir fyrir tvær fullframdar nauðganir.
En hver er þá munurinn á þessum eina sem rauk strax í gæsluvarðhald og þessum tveimur sem voru frjálsir að því að skreppa til útlanda þegar fór að hitna undir þeim á Íslandi?
Jú. Þessi staki réðist á konur á almannafæri. Konurnar höfðu engin samskipti við hann heldur elti hann þær (eina í einu, eftir fyrri misheppnuðu árásina elti hann uppi aðra og réðst á hana*) og það sást til hans.
A) Ókunnugur maður /engin tengsl milli árásarmanns og kvennanna
B) Vitni
Lögregla fékk tilkynningu um fyrri árásina og strax 5 mínútum síðar um þá seinni. Öryggismyndavél tók upp seinni árásina.
C) Lögregla strax kölluð til
D) Upptaka til af árás
Þegar lýst var eftir manninum gaf hann sig fram. Fötin hans staðfesta einnig að hann réðist á stúlkurnar.
E) Maðurinn meðkennir (a.m.k. að það sé hann sem öryggismyndavélar tóku myndir af**)
F) Sönnunargögn finnast hjá manninum.
Þarna er komin uppskriftin: Til þess að löggan taki mark á nauðgunarkærum, eða kærum um tilraun til nauðgunar, og fari fram á gæsluvarðhald, þarf: vitni; upptökur óvilhallra aðila; að um árás ókunnugs manns úti að götu er að ræða.
Nauðgunarkærur sem ekki uppfylla þessi skilyrði eru auðvitað bara lygimál.
___
* Konurnar sem urðu fyrir þessum árásum eiga samúð mína alla, ekki efast um það. Sá sem framdi þær á sannarlega að vera í gæsluvarðhaldi og fá dóm.
** Í athugasemdakerfi við frétt á Vísi virðist fólk sannfært að um útlending sé að ræða, jafnvel múslima. Ef það er rétt væri líklega hægt að bæta við lið G hér að ofan.
Nú hefur nýlega verið gagnrýnt að ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum, þótt þeir hefðu verið kærðir fyrir tvær fullframdar nauðganir.
En hver er þá munurinn á þessum eina sem rauk strax í gæsluvarðhald og þessum tveimur sem voru frjálsir að því að skreppa til útlanda þegar fór að hitna undir þeim á Íslandi?
Jú. Þessi staki réðist á konur á almannafæri. Konurnar höfðu engin samskipti við hann heldur elti hann þær (eina í einu, eftir fyrri misheppnuðu árásina elti hann uppi aðra og réðst á hana*) og það sást til hans.
A) Ókunnugur maður /engin tengsl milli árásarmanns og kvennanna
B) Vitni
Lögregla fékk tilkynningu um fyrri árásina og strax 5 mínútum síðar um þá seinni. Öryggismyndavél tók upp seinni árásina.
C) Lögregla strax kölluð til
D) Upptaka til af árás
Þegar lýst var eftir manninum gaf hann sig fram. Fötin hans staðfesta einnig að hann réðist á stúlkurnar.
E) Maðurinn meðkennir (a.m.k. að það sé hann sem öryggismyndavélar tóku myndir af**)
F) Sönnunargögn finnast hjá manninum.
Þarna er komin uppskriftin: Til þess að löggan taki mark á nauðgunarkærum, eða kærum um tilraun til nauðgunar, og fari fram á gæsluvarðhald, þarf: vitni; upptökur óvilhallra aðila; að um árás ókunnugs manns úti að götu er að ræða.
Nauðgunarkærur sem ekki uppfylla þessi skilyrði eru auðvitað bara lygimál.
___
* Konurnar sem urðu fyrir þessum árásum eiga samúð mína alla, ekki efast um það. Sá sem framdi þær á sannarlega að vera í gæsluvarðhaldi og fá dóm.
** Í athugasemdakerfi við frétt á Vísi virðist fólk sannfært að um útlending sé að ræða, jafnvel múslima. Ef það er rétt væri líklega hægt að bæta við lið G hér að ofan.
Efnisorð: dómar, kynferðisbrot, löggan
<< Home