Karlmenn í krísu og allt konum að kenna
Nokkrir karlmenn hafa stigið fram í þessum mánuði í því skyni að „opna umræðuna“, með misjöfnum árangri og við enn síðri undirtektir.
Sá fyrsti var sá sem mér finnst hugrakkastur. Hann sagði í byrjun mánaðarins frá ofbeldissambandi þar sem hann var þolandinn en eiginkonan gerandinn. Ég minnist þess ekki að hafa lesið eða heyrt viðtöl við karlmenn sem segja frá slíku áður. Miðað við athugasemdakerfi fjölmiðla oft á tíðum er þetta mjög falinn vandi (ef marka má marga karlmenn sem tjá sig þegar rætt er um ofbeldi karla gegn konum) og þakkarvert að einhver stígi fram til að ræða heimilisofbeldi þar sem karlar eru þolendur. En því miður varð sá þáttur málsins einhvernveginn útundan því umræðan snerist strax um umgengnisrétt. Í viðtalinu við Dofra á Stöð 2 sat Friðgeir Sveinsson við hlið hans, en hann er einn þeirra sem hafa hamast mjög gegn feministum. Ég bjóst við að hann hlyti að vera kominn í sjónvarpssal til að segja frá ofbeldi sem hann hefði verið beittur (og hugsaði um leið að það skýrði e.t.v. hatur hans á konum) – en nei hann fór að tala um umgengnisdeilu sína. Einsog umgengnisdeilur komi eitthvað ofbeldi gegn körlum við.
Viðtalið við Dofra í Stundinni var undir yfirskriftinni „Konan mín beitti mig ofbeldi“, og í Vísi var fréttin kölluð „Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúð“. Þar stóð neðst í fréttinni að á Stöð 2 yrði einnig talað „við Friðgeir Sveinsson sem óttast að lenda í sömu stöðu og Dofri.“ Lóa Pind ítrekaði það svo í upphafi sjónvarpsviðtalsins en sagði þá reyndar að hann væri í svipaðri stöðu. Friðgeir sagðist sjálfur vera í allt annarri stöðu en Dofri, sín staða væri sú sem Dofri óttaðist (semsé að missa sambandið við börnin sín) og ræddi svo umgengnismál sitt.
Við fréttina í Vísi er áhugavert að umræðan um ofbeldið fær nær engan hljómgrunn í athugasemdakerfinu, þar eru allir uppteknir af umgengnis- og forræðisdeilum. Einn karlmaður í athugasemdakerfinu segist þó hafa verið beittur ofbeldi eins og Dofri, en eina manneskjan sem að öðru leyti ræðir (þótt stuttlega sé) ofbeldi kvenna gegn körlum er María Hjálmtýsdóttir (yfirlýstur feministi). Hún bendir líka á (og sparar mér þannig ómakið) hvernig feministar hafa rutt leiðina fyrir tjáningu karla og ýmis réttindi þeirra. Og finnst, einsog mér, að þakka beri feministum það í stað þess að þeim sé bölvað.
Næstur sté fram Atli Jasonarson sem skrifaði 13. desember skrítna grein sem hann kallaði „Forréttindi mín sem karlmaður“. Þar telur hann upp slæma stöðu karla á ýmsum sviðum: hlutfallslega fleiri karlar en konur fremja sjálfsmorð; fleiri karlar eru myrtir (reyndar næstum alltaf af körlum en afar sjaldan af konum, það ræðir Atli ekki (hvar er karlar eru körlum verstir frasinn?); karlar eru líklegri til að drekka sig og dópa í hel eða lenda í fangelsi. Strákar eru eftirbátar stelpna í lestri og ljúka síður háskólanámi. Allt þetta var vitað fyrir og ég veit ekki betur en sé marg rætt.
Atli nálgast þó kjarna málsins þegar hann segir að rétt eins og mál sem brenna á feministum virðist vandamál karla „einnig vera rótgróin og kerfisbundin“ og að líklega þurfi „stórfellt átak sem krefst samvinnu allra“ til að leysa þessi vandamál. Sem er voða svipað og feministar hafa verið að stinga uppá undanfarna áratugi, og María benti á hér að ofan.
En Atli virðist halda að konur (þ.e. feministar) vilji ekki ljá máls á þessu. „Oft hef ég séð fólk (helst karla) reyna að vekja athygli á þeim en því er þá ósjaldan svarað á þann veginn að karlarnir hafi svo mikil forréttindi að þeir eigi ekkert að vera að væla.“ Ég veit ekki nákvæmlega hvar og hvenær eða hver lætur slík ummæli falla, en ég get svosem ímyndað mér það. Því oftast þegar ég hef séð karla byrja að telja upp eitthvað af því sem Atli taldi upp (og það er frekar skrítið að Atli skuli algjörlega gleyma því sem helst virðist brenna á honum eldri körlum (sbr. Stöðvar 2 viðtalið) en það er umgengnismál og forræði yfir börnum) þá er það í miðri umræðu um eitthvað allt annað, um eitthvað sem snýr að konum og feminískri baráttu. Þá tromma þeir upp með hvað þeirra staða sé nú slæm, og virðast aldrei fatta að hver sá sem fer að tala um annað en það sem greinin, eða upphafsinnleggið snýst um, er sjálfkrafa álitinn nettröll og meðhöndlaður sem slíkur. Og ekkert skrítið að eitt af svörunum sem slíkt tröll fær sé: hættu að væla forréttindapésinn þinn – enda þótt félagsleg vandamál karla eða umgengni við börnin þeirra séu auðvitað engin forréttindi. En vegna þess að karlar skrifa sjaldnast sjálfir greinar um þessi mál heldur sæta lagi þegar feministar tjá sig um alls óskyld mál, þá eru undirtektirnar auðvitað engar. Að því leyti var gott hjá Atla að telja þetta upp – verst hvað honum fórst það óhönduglega.
Kannski ætlaði Jakob Ingi Jakobsson að taka áskorun Atla og tala um það sem brennur á körlum. En grein hans sem birtist bæði í Fréttablaðinu og á Vísi 17. desember undir titlinum „Fóstureyðingar, femínismi og mæðrahyggja!“ skrapaði þó botninn á þessari framsókn karla til opinnar umræðu. Jakob er baráttumaður (fyrir upphrópunarmerkjum og) gegn fóstureyðingum. Hann titlar sig einnig mannréttindalögfræðing en virðist hafa alveg sjálfur og án nokkurrar sérþekkingar eða –menntunar hafa tekið upp mannréttindalögfræðingstitilinn, hann er hinsvegar sérmenntaður í markaðs- og útflutningsfræðum, verðbréfarétti og fjármögnun hraðvaxandi einkafyrirtækja, eins og blaðamaður Stundarinnar komst að. Þetta er makalaus grein hjá Jakobi, þar sem honum finnst hann sjálfur vera málefnalegur, en fer þó margsinnis út fyrir efnið í æsingi sínum við að koma höggi á femínisma! og mæðrahyggju!
Tökum nokkur brot, fyrir þau sem ekki lásu eða nenna að lesa alla greinina (ég breiðletra að vild).
1) „Hér eru reifuð málefnaleg sjónarmið um það hvort rétt sé að konur geti tekið einhliða ákvarðanir um eyðingu fósturs … Nú á tímum jafnréttis er umræða fjölmiðla um fóstureyðingar enn einhliða og femínísk. Eingöngu virðist rætt við konur og afstaða karla er sniðgengin. Fóstureyðing er aldrei, né getur verið, einkamál konu. Enda verður barn ekki getið nema með aðkomu karlmanns. … Konur eru svo uppteknar af réttindabaráttu sinni, að þær virðast því miður alveg hafa sniðgengið hagsmuni karla eða barna þeirra til jafns réttar. Öll umfjöllun um rétt konunnar á þessu sviði er á femínískum nótum sem er óæskilegt.“
2) „Gleymum ekki heimssögunni og afleiðingum öfgafullra „isma“ – stefna er leitt hafa til mikils óréttar eins og fasisma, rasisma og nasisma. Konur verða að gæta hófs í baráttu sinni.
3) [um lögheimili barna hjá mæðrum sínum] „Það er ekki vegna þess að feður kjósi svo, heldur vegna undirliggjandi mæðrahyggju er þrúgar íslenskt samfélag og kemur í veg fyrir að börn geti umgengist feður sína með eðlilegum hætti.“
4) „Konur verða að hafa í huga að þær njóta ýmissa sérréttinda nú þegar umfram karla, sem of langt mál væri að telja upp hér, innan skamms munu þær t.d. fá sérstaka íhlutun vegna þeirrar staðreyndar að þær hafa á klæðum en karlar ekki. Þessi munur á kynjunum verður því að ganga í báðar áttir. Karl getur jú ekki gengið með barn sem hann getur með konu, rétt eins og hann getur ekki haft á klæðum!“
Að gera það að umtalsefni í grein um fóstureyðingar að það sé verið að hygla konum með því að lækka skatta á nauðsynjavörur er ekki bara fáránlegt - heldur fáránlegur afleikur. Þarna afhjúpar greinarhöfundur það sem auðvitað er öllum augljóst sem fylgjast með baráttu karla gegn fóstureyðingum: þeir einfaldlega hatast útí konur.
Allt sem Jakob Ingi segir um fóstureyðingar hefur svosem heyrst áður (og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (sem hefur lögfræðigráðuna sem Jakob langar í en hefur ekki) svaraði Jakobi Inga snöfurmannlega og rak mestu vitleysuna ofan í hann), en það sem vakti furðu margra er að hann titlar sig mannréttindalögfræðing. Hann er greinilega ekkert of upptekinn af réttindum kvenna - eða skilur kannski ekki tilgang þess að konur hafi réttindi. (Reyndar virðist hann alveg sjálfur og án nokkurrar sérþekkingar eða –menntunar hafa tekið upp þennan mannréttindalögfræðingstitil, hann er hinsvegar sérmenntaður í markaðs- og útflutningsfræðum, verðbréfarétti og fjármögnun hraðvaxandi einkafyrirtækja, eins og blaðamaður Stundarinnar komst að.)
Þessi aðferð Jakobs að æða um víðan völl til að koma öllum umkvörtunarefnum sínum að er bara ýktari mynd af viðtalinu við Dofra og Friðgeir sem snerist upp í allt annað en það sem upp var lagt með.
Sumir þessara karlmanna áttu virkilega erindi sem synd er að komst ekki almennilega til skila. Aðrir voru greinilega bara að fá útrás fyrir andúð! sína á konum almennt og feministum sérstaklega. Svo er hugsanlega einhver velviljaður þarna á milli.
Skilaboð mín til karla sem vilja ræða málefni karla eru því þessi: meiri fókus og færri árásir á feminista sem ruddu þó brautina fyrir ykkur til að þið gætuð komið hugsunum ykkar í orð og sagt þau upphátt.
Sá fyrsti var sá sem mér finnst hugrakkastur. Hann sagði í byrjun mánaðarins frá ofbeldissambandi þar sem hann var þolandinn en eiginkonan gerandinn. Ég minnist þess ekki að hafa lesið eða heyrt viðtöl við karlmenn sem segja frá slíku áður. Miðað við athugasemdakerfi fjölmiðla oft á tíðum er þetta mjög falinn vandi (ef marka má marga karlmenn sem tjá sig þegar rætt er um ofbeldi karla gegn konum) og þakkarvert að einhver stígi fram til að ræða heimilisofbeldi þar sem karlar eru þolendur. En því miður varð sá þáttur málsins einhvernveginn útundan því umræðan snerist strax um umgengnisrétt. Í viðtalinu við Dofra á Stöð 2 sat Friðgeir Sveinsson við hlið hans, en hann er einn þeirra sem hafa hamast mjög gegn feministum. Ég bjóst við að hann hlyti að vera kominn í sjónvarpssal til að segja frá ofbeldi sem hann hefði verið beittur (og hugsaði um leið að það skýrði e.t.v. hatur hans á konum) – en nei hann fór að tala um umgengnisdeilu sína. Einsog umgengnisdeilur komi eitthvað ofbeldi gegn körlum við.
Viðtalið við Dofra í Stundinni var undir yfirskriftinni „Konan mín beitti mig ofbeldi“, og í Vísi var fréttin kölluð „Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúð“. Þar stóð neðst í fréttinni að á Stöð 2 yrði einnig talað „við Friðgeir Sveinsson sem óttast að lenda í sömu stöðu og Dofri.“ Lóa Pind ítrekaði það svo í upphafi sjónvarpsviðtalsins en sagði þá reyndar að hann væri í svipaðri stöðu. Friðgeir sagðist sjálfur vera í allt annarri stöðu en Dofri, sín staða væri sú sem Dofri óttaðist (semsé að missa sambandið við börnin sín) og ræddi svo umgengnismál sitt.
Við fréttina í Vísi er áhugavert að umræðan um ofbeldið fær nær engan hljómgrunn í athugasemdakerfinu, þar eru allir uppteknir af umgengnis- og forræðisdeilum. Einn karlmaður í athugasemdakerfinu segist þó hafa verið beittur ofbeldi eins og Dofri, en eina manneskjan sem að öðru leyti ræðir (þótt stuttlega sé) ofbeldi kvenna gegn körlum er María Hjálmtýsdóttir (yfirlýstur feministi). Hún bendir líka á (og sparar mér þannig ómakið) hvernig feministar hafa rutt leiðina fyrir tjáningu karla og ýmis réttindi þeirra. Og finnst, einsog mér, að þakka beri feministum það í stað þess að þeim sé bölvað.
„Femínistar hafa barist og berjast enn gegn þessum niðurnjörvandi staðalmyndum kynjanna og sem afleiðing af þeirra baráttu eru karlmenn loksins farnir að þora/mega tjá sig um að hafa verið beittir ofbeldi og tjá sig opinberlega um að þeir vilji fá að knúsa og kjassa börnin sín og taka fullan þátt í uppeldi þeirra.
Femínistar hafa komið því til leiðar að karlar fá líka fæðingarorlof og nú er líka kominn karlkyns starfsmaður í Stígamót til að aðstoða þá karla sem vilja leita sér aðstoðar vegna kynferðisofbeldis.
Karlar eiga femínistum margt að þakka. Við skulum líka hafa það á hreinu að það er ekki femínistum að kenna að kerfið halli á karla í forsjár- og umgengnismálum. Það er afleiðing gamaldags viðhorfa um kynhlutverk.
Það er ekki femínistum að kenna að einhverjar konur noti þetta sama kerfi til að klekkja á barnsfeðrum sínum.
Við skulum líka átta okkur á því að heimilisofbeldi er alltof algengt og í slíkum málum verður að reyna að vernda börnin hvort sem gerandinn er karl eða kona, en þeir eru mun oftar karlkyns en kvenkyns (vegna þessara gömlu staðalmynda sem karlar burðast enn með í hausnum).
Í stað þess að vera alltaf að bölva femínistum finnst mér að þeir ættu frekar að fá kredit fyrir það sem þó hefur áorkast og svo væri ráð að stökkva öll saman á lestina og reyna að berja kerfið og hugsunarháttinn til framtíðar.“
Næstur sté fram Atli Jasonarson sem skrifaði 13. desember skrítna grein sem hann kallaði „Forréttindi mín sem karlmaður“. Þar telur hann upp slæma stöðu karla á ýmsum sviðum: hlutfallslega fleiri karlar en konur fremja sjálfsmorð; fleiri karlar eru myrtir (reyndar næstum alltaf af körlum en afar sjaldan af konum, það ræðir Atli ekki (hvar er karlar eru körlum verstir frasinn?); karlar eru líklegri til að drekka sig og dópa í hel eða lenda í fangelsi. Strákar eru eftirbátar stelpna í lestri og ljúka síður háskólanámi. Allt þetta var vitað fyrir og ég veit ekki betur en sé marg rætt.
Atli nálgast þó kjarna málsins þegar hann segir að rétt eins og mál sem brenna á feministum virðist vandamál karla „einnig vera rótgróin og kerfisbundin“ og að líklega þurfi „stórfellt átak sem krefst samvinnu allra“ til að leysa þessi vandamál. Sem er voða svipað og feministar hafa verið að stinga uppá undanfarna áratugi, og María benti á hér að ofan.
En Atli virðist halda að konur (þ.e. feministar) vilji ekki ljá máls á þessu. „Oft hef ég séð fólk (helst karla) reyna að vekja athygli á þeim en því er þá ósjaldan svarað á þann veginn að karlarnir hafi svo mikil forréttindi að þeir eigi ekkert að vera að væla.“ Ég veit ekki nákvæmlega hvar og hvenær eða hver lætur slík ummæli falla, en ég get svosem ímyndað mér það. Því oftast þegar ég hef séð karla byrja að telja upp eitthvað af því sem Atli taldi upp (og það er frekar skrítið að Atli skuli algjörlega gleyma því sem helst virðist brenna á honum eldri körlum (sbr. Stöðvar 2 viðtalið) en það er umgengnismál og forræði yfir börnum) þá er það í miðri umræðu um eitthvað allt annað, um eitthvað sem snýr að konum og feminískri baráttu. Þá tromma þeir upp með hvað þeirra staða sé nú slæm, og virðast aldrei fatta að hver sá sem fer að tala um annað en það sem greinin, eða upphafsinnleggið snýst um, er sjálfkrafa álitinn nettröll og meðhöndlaður sem slíkur. Og ekkert skrítið að eitt af svörunum sem slíkt tröll fær sé: hættu að væla forréttindapésinn þinn – enda þótt félagsleg vandamál karla eða umgengni við börnin þeirra séu auðvitað engin forréttindi. En vegna þess að karlar skrifa sjaldnast sjálfir greinar um þessi mál heldur sæta lagi þegar feministar tjá sig um alls óskyld mál, þá eru undirtektirnar auðvitað engar. Að því leyti var gott hjá Atla að telja þetta upp – verst hvað honum fórst það óhönduglega.
Kannski ætlaði Jakob Ingi Jakobsson að taka áskorun Atla og tala um það sem brennur á körlum. En grein hans sem birtist bæði í Fréttablaðinu og á Vísi 17. desember undir titlinum „Fóstureyðingar, femínismi og mæðrahyggja!“ skrapaði þó botninn á þessari framsókn karla til opinnar umræðu. Jakob er baráttumaður (fyrir upphrópunarmerkjum og) gegn fóstureyðingum. Hann titlar sig einnig mannréttindalögfræðing en virðist hafa alveg sjálfur og án nokkurrar sérþekkingar eða –menntunar hafa tekið upp mannréttindalögfræðingstitilinn, hann er hinsvegar sérmenntaður í markaðs- og útflutningsfræðum, verðbréfarétti og fjármögnun hraðvaxandi einkafyrirtækja, eins og blaðamaður Stundarinnar komst að. Þetta er makalaus grein hjá Jakobi, þar sem honum finnst hann sjálfur vera málefnalegur, en fer þó margsinnis út fyrir efnið í æsingi sínum við að koma höggi á femínisma! og mæðrahyggju!
Tökum nokkur brot, fyrir þau sem ekki lásu eða nenna að lesa alla greinina (ég breiðletra að vild).
1) „Hér eru reifuð málefnaleg sjónarmið um það hvort rétt sé að konur geti tekið einhliða ákvarðanir um eyðingu fósturs … Nú á tímum jafnréttis er umræða fjölmiðla um fóstureyðingar enn einhliða og femínísk. Eingöngu virðist rætt við konur og afstaða karla er sniðgengin. Fóstureyðing er aldrei, né getur verið, einkamál konu. Enda verður barn ekki getið nema með aðkomu karlmanns. … Konur eru svo uppteknar af réttindabaráttu sinni, að þær virðast því miður alveg hafa sniðgengið hagsmuni karla eða barna þeirra til jafns réttar. Öll umfjöllun um rétt konunnar á þessu sviði er á femínískum nótum sem er óæskilegt.“
2) „Gleymum ekki heimssögunni og afleiðingum öfgafullra „isma“ – stefna er leitt hafa til mikils óréttar eins og fasisma, rasisma og nasisma. Konur verða að gæta hófs í baráttu sinni.
3) [um lögheimili barna hjá mæðrum sínum] „Það er ekki vegna þess að feður kjósi svo, heldur vegna undirliggjandi mæðrahyggju er þrúgar íslenskt samfélag og kemur í veg fyrir að börn geti umgengist feður sína með eðlilegum hætti.“
4) „Konur verða að hafa í huga að þær njóta ýmissa sérréttinda nú þegar umfram karla, sem of langt mál væri að telja upp hér, innan skamms munu þær t.d. fá sérstaka íhlutun vegna þeirrar staðreyndar að þær hafa á klæðum en karlar ekki. Þessi munur á kynjunum verður því að ganga í báðar áttir. Karl getur jú ekki gengið með barn sem hann getur með konu, rétt eins og hann getur ekki haft á klæðum!“
Að gera það að umtalsefni í grein um fóstureyðingar að það sé verið að hygla konum með því að lækka skatta á nauðsynjavörur er ekki bara fáránlegt - heldur fáránlegur afleikur. Þarna afhjúpar greinarhöfundur það sem auðvitað er öllum augljóst sem fylgjast með baráttu karla gegn fóstureyðingum: þeir einfaldlega hatast útí konur.
Allt sem Jakob Ingi segir um fóstureyðingar hefur svosem heyrst áður (og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (sem hefur lögfræðigráðuna sem Jakob langar í en hefur ekki) svaraði Jakobi Inga snöfurmannlega og rak mestu vitleysuna ofan í hann), en það sem vakti furðu margra er að hann titlar sig mannréttindalögfræðing. Hann er greinilega ekkert of upptekinn af réttindum kvenna - eða skilur kannski ekki tilgang þess að konur hafi réttindi. (Reyndar virðist hann alveg sjálfur og án nokkurrar sérþekkingar eða –menntunar hafa tekið upp þennan mannréttindalögfræðingstitil, hann er hinsvegar sérmenntaður í markaðs- og útflutningsfræðum, verðbréfarétti og fjármögnun hraðvaxandi einkafyrirtækja, eins og blaðamaður Stundarinnar komst að.)
Þessi aðferð Jakobs að æða um víðan völl til að koma öllum umkvörtunarefnum sínum að er bara ýktari mynd af viðtalinu við Dofra og Friðgeir sem snerist upp í allt annað en það sem upp var lagt með.
Sumir þessara karlmanna áttu virkilega erindi sem synd er að komst ekki almennilega til skila. Aðrir voru greinilega bara að fá útrás fyrir andúð! sína á konum almennt og feministum sérstaklega. Svo er hugsanlega einhver velviljaður þarna á milli.
Skilaboð mín til karla sem vilja ræða málefni karla eru því þessi: meiri fókus og færri árásir á feminista sem ruddu þó brautina fyrir ykkur til að þið gætuð komið hugsunum ykkar í orð og sagt þau upphátt.
Efnisorð: feminismi, fóstureyðingar, karlmenn, ofbeldi
<< Home