Kostað grjótkast (ósýnilegt spurningamerki)
Umræðan um listamannalaun hefur alltaf verið óþolandi en að þessu sinni er eins og 365 miðlar hafi haft með henni sérstakt markmið: að níða skóinn af Andra Snæ Magnasyni. Sá ágæti maður (Þórdís Elva skrifaði um hann feikigóða grein) hefur lengi verið hataður af virkjana- og stóriðjufíklum en nú bættist verulega í hóp þeirra sem sjá rautt í hvert sinn sem hann er nefndur.* Hafi Andri Snær ætlað í forsetaframboð er það nú næsta vonlaust. Og til þess hlýtur jú leikurinn að hafa verið gerður.
Það er reyndar sérstakt athugunarefni hvort framganga Jakobs Bjarnar, sérlegs hausaveiðara 365 miðla, kalli ekki á tiltal frá siðanefnd blaðamanna. Viðbrögð hans við athugasemdum Andra Snæs (sem voru skrifaðar á Facebook) hljóta að vera einsdæmi í sögu blaðamanna á Íslandi. Fyrirsögnin ein „Andri Snær gaf út eina bók á tæpum tíu árum“ stingur í augu. Jakob hefði alveg eins getað skrifað ‘jæja þá TÆPUM tíu árum’ því þótt hann biðji „ velvirðingar á ónákvæmninni“ þá skrifar hann næstum jafn langa grein og áður gegn Andra. Til allrar hamingju eru einhverjir lesendur með rænu í hausnum og gagnrýna þetta í athugasemdakerfinu.
Þegar svo sami blaðamaður skrifar grein í Fréttablaðið — sem birtist meðal aðsendra greina fólks sem ekki eru starfsmenn blaðsins — heldur hann því fram að hann sé sérlegur talsmaður listamannalauna og öll umræða af hans hálfu hafi nánast verið Andra Snæ „til lofs og dýrðar“. Þá talar blaðamaðurinn vammlausi um „glórulausar ásakanir á hendur blaðamönnum“.
Sem aftur rifjar upp gagnrýni á annan fjölmiðlamann fyrir ekki löngu. Þegar Ísland í dag birti viðtalið við hvítflibbafangana á Kvíabryggju litu margir (þ.á m. ég) á það sem lið í áróðursherferð 365 miðla til að firra þá sem hafa verið dæmdir, ákærðir og grunaðir um allskyns fjármálamisferli og fjárglæfrastarfsemi sem leiddi til falls bankanna. Sterkur grunur liggur á að sú herferð sé í boði Jóns Ásgeirs og Ingibjargar. Hinsvegar ber á það að líta að bankabófarnir á Kvíabryggju eru enn loðnir um lófana og gætu allt eins hafa kostað sjálfir herferðina alla og þar með ferð fjölmiðlasnatans sem sendur var til þeirra vestur á Snæfellsnes.
Fyrir þá sem ekki vita eða muna, þá hafa 365 miðlar orðið uppvísir að því að vera með kostuð viðtöl án þess að segja frá því. Trúir því einhver að það hafi verið einsdæmi?
Tvennt kemur til greina.
Annaðhvort var rógsherferðin á hendur Andra Snæs skipulögð og kostuð af vitringunum þremur til þess að draga athyglina frá viðtalinu við þá, eftir að í ljós kom að viðtalið jók á en minnkaði ekki óbeit landsmanna á þeim.
Eða það voru samtök álframleiðenda eða einhverjir álíka hagsmunaaðilar úr hópi álvers- og virkjanasinna sem drógu upp veskið og siguðu rökkunum á Andra Snæ.
Hverjir sem eru kostendur herferðarinnar, þá hefur það verið fyrir þá eins og gull ofan á risotto þegar töframaður steig fram á sviðið til að taka þátt í múgsefjuninni gegn listamannalaunum.
___
* Góð grein Viðars Hreinssonar um slaka blaðamenn, kommentakerfin og Andra Snæ. Frá honum er fenginn grjótkasts-hluti fyrirsagnarinnar.
Það er reyndar sérstakt athugunarefni hvort framganga Jakobs Bjarnar, sérlegs hausaveiðara 365 miðla, kalli ekki á tiltal frá siðanefnd blaðamanna. Viðbrögð hans við athugasemdum Andra Snæs (sem voru skrifaðar á Facebook) hljóta að vera einsdæmi í sögu blaðamanna á Íslandi. Fyrirsögnin ein „Andri Snær gaf út eina bók á tæpum tíu árum“ stingur í augu. Jakob hefði alveg eins getað skrifað ‘jæja þá TÆPUM tíu árum’ því þótt hann biðji „ velvirðingar á ónákvæmninni“ þá skrifar hann næstum jafn langa grein og áður gegn Andra. Til allrar hamingju eru einhverjir lesendur með rænu í hausnum og gagnrýna þetta í athugasemdakerfinu.
Þegar svo sami blaðamaður skrifar grein í Fréttablaðið — sem birtist meðal aðsendra greina fólks sem ekki eru starfsmenn blaðsins — heldur hann því fram að hann sé sérlegur talsmaður listamannalauna og öll umræða af hans hálfu hafi nánast verið Andra Snæ „til lofs og dýrðar“. Þá talar blaðamaðurinn vammlausi um „glórulausar ásakanir á hendur blaðamönnum“.
Sem aftur rifjar upp gagnrýni á annan fjölmiðlamann fyrir ekki löngu. Þegar Ísland í dag birti viðtalið við hvítflibbafangana á Kvíabryggju litu margir (þ.á m. ég) á það sem lið í áróðursherferð 365 miðla til að firra þá sem hafa verið dæmdir, ákærðir og grunaðir um allskyns fjármálamisferli og fjárglæfrastarfsemi sem leiddi til falls bankanna. Sterkur grunur liggur á að sú herferð sé í boði Jóns Ásgeirs og Ingibjargar. Hinsvegar ber á það að líta að bankabófarnir á Kvíabryggju eru enn loðnir um lófana og gætu allt eins hafa kostað sjálfir herferðina alla og þar með ferð fjölmiðlasnatans sem sendur var til þeirra vestur á Snæfellsnes.
Fyrir þá sem ekki vita eða muna, þá hafa 365 miðlar orðið uppvísir að því að vera með kostuð viðtöl án þess að segja frá því. Trúir því einhver að það hafi verið einsdæmi?
Tvennt kemur til greina.
Annaðhvort var rógsherferðin á hendur Andra Snæs skipulögð og kostuð af vitringunum þremur til þess að draga athyglina frá viðtalinu við þá, eftir að í ljós kom að viðtalið jók á en minnkaði ekki óbeit landsmanna á þeim.
Eða það voru samtök álframleiðenda eða einhverjir álíka hagsmunaaðilar úr hópi álvers- og virkjanasinna sem drógu upp veskið og siguðu rökkunum á Andra Snæ.
Hverjir sem eru kostendur herferðarinnar, þá hefur það verið fyrir þá eins og gull ofan á risotto þegar töframaður steig fram á sviðið til að taka þátt í múgsefjuninni gegn listamannalaunum.
___
* Góð grein Viðars Hreinssonar um slaka blaðamenn, kommentakerfin og Andra Snæ. Frá honum er fenginn grjótkasts-hluti fyrirsagnarinnar.
Efnisorð: Fjölmiðlar, hrunið, menning, stóriðja, umhverfismál
<< Home