Ásetningur eða samþykki, verknaðaraðferð eða sálarháski
Við upptalningu síðasta pistils á ömurlega meðferð réttarkerfisins á konum, hefur bæst við að saksóknari hafi vísað frá nauðgunarkæru á hendur tveimur karlmönnum í svokölluðu Hlíðamáli. Ekki er víst að málið endi þar því konan sem kærði á enn möguleika á að sækja einkamál gegn mönnunum. Hér verður því ekki meira fjallað um það í bili en þess í stað beint sjónum að lögum um kynferðisbrot.
Það var reyndar ekki fyrr en ég las Á mannamáli, bók Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur sem ég áttaði mig á hversu skaðleg þessi lög eru. Pistill sem ég skrifaði í nóvember 2009 innihélt leiðara Steinunnar Stefánsdóttur (endilega lesið hann) sem einnig vitnaði í Þórdísi Elvu og þessa ágætu bók. Í innganginum sagði ég þetta:
Eitt er ljóst og það er að einhverju verður að breyta svo að nauðgarar komist ekki upp með glæpi sína.
___
* Hér má vissulega bæta við nafni Vilhjálms H. Vilhjálmssonar yngri.
„Mannréttindaskrifstofa Íslands telur að Ólöf Nordal innanríkisráðherra eigi að endurskoða 194. grein hegningarlaga þannig að það verði skortur á samþykki sem sýni fram á nauðgun. Dómstólar á Íslandi horfi fyrst og fremst til verknaðaraðferða fremur en þess hvort samþykki brotaþola hafi legið fyrir … Mannréttindaskrifstofan veltir því fyrir sér hvers vegna sé ekki talin ástæða til að breyta þessari lagagrein hegningarlaga. Hún bendir á að svokallaður Istanbul-samningur Evrópuráðsins – sem á að fullgilda hér á landi með áðurnefndu frumvarpi – mælir sérstaklega fyrir um að líta skuli til þess í refsilöggjöf um nauðgun hvort samþykki liggi fyrir en ekki hvaða verknaðaraðferðum er beitt.“ (Frétt)Margsinnis hef ég skrifað um þessa galla á lögunum. Mér finnst fráleitt að ásetningur nauðgarans og áverkar sem afleiðingar ákveðinna verknaðaraðferða (í stað líðanar brotaþola) skipti meginmáli.
Það var reyndar ekki fyrr en ég las Á mannamáli, bók Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur sem ég áttaði mig á hversu skaðleg þessi lög eru. Pistill sem ég skrifaði í nóvember 2009 innihélt leiðara Steinunnar Stefánsdóttur (endilega lesið hann) sem einnig vitnaði í Þórdísi Elvu og þessa ágætu bók. Í innganginum sagði ég þetta:
„Þar fjallar Þórdís um fáránleikann sem felst í því að til þess að karlar séu sakfelldir fyrir nauðgun þurfa þeir helst að hafa lúbarið fórnarlamb sitt meðan á nauðguninni stóð. Nauðgunin ein og sér hefur lítið vægi og það eitt að kona hafi ekki veitt mótspyrnu eða hrópað á hjálp er nánast ávísun á að nauðgarinn skoppi frír og frjáls útúr dómsal … Það sem mér hafði ekki verið ljóst fyrr en ég las bók Þórdísar, var að hér á landi er fylgt þeirri hefð að nauðgun teljist aðeins hafa verið framin hafi líkamlegu ofbeldi eða hótun um ofbeldi einnig verið beitt. Í Bretlandi og víðar er hinsvegar dæmt út frá því hvort konan hafi gefið samþykki sitt og hafi hún ekki gefið það telst það nauðgun. Þarf ekki að sýna glóðarauga eða marbletti.“Daginn eftir birti ég heila grein eftir Þórdísi (lesið hana endilega líka) þar sem hún segir m.a.:
„Bann við nauðgun má finna í 194. grein almennra hegningarlaga. Þar segir: "Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun…"Ég vitnaði líka í Þórdísi í þessum pistli í október 2010, (þar sem einnig má finna langar tilvitnanir í afar umdeilt viðtal við Valtý Sigurðsson þáverandi ríkissaksóknara) og sagði ég við það tilefni þetta:
Eins og sjá má á þessu orðalagi leggja lögin mikla áherslu á verknaðarlýsingu nauðgunar, fremur en hvort samræðið hafi farið fram með samþykki beggja aðila. Ég er talsmaður þess að lögunum sé breytt í þá veru að byggja þau alfarið á samþykkisskorti, fremur en ofbeldi, hótunum og nauðung.“
„Vissulega hafa þessir kyndilberar valdsins stoð í lögum þegar þeir segja að það skipti máli hvað nauðgarinn hugsar áður en hann nauðgar konunni, því að samkvæmt lögum skiptir ætlun meira máli en athöfnin. Fáist karlmaður ekki til að viðurkenna fyrir lögreglu og dómstólum að hann hafi hugsað með sér: „Hér kem ég, nauðgarinn, og ætla að nauðga konu“ þá er eins víst að hann komist upp með athæfið. Honum nægir þá að hafa af gömlum vana litið á konuna sem rétt-ríðanlega úrþví að hún var nú þarna fyrir framan hann á þessari stundu. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir benti á að í öðrum löndum eru lögin á þá leið að ætlun skipti ekki máli og ég man ekki betur en Atli Gíslason hafi lagt fram frumvarp sem átti að breyta þessu í þá átt.“Í pistli sem ég skrifaði 11. mars 2012 ræddi ég, að fyrirmynd Þórdísar, um muninn á engilsaxneskum og germönskum réttarhefðum:
„Það þarf ekki að breyta sönnunarbyrði, aðrar leiðir eru til að reyna að rétta hlut þeirra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Í fyrsta lagi mætti laga íslensk lög að engilsaxneskum (en við fylgjum germanskri hefð þar sem ákæruvaldið verður að kynferðismökin eða samræðið hafa verið knúið áfram með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung). Í engilsaxneskum rétti eru ofbeldi eða hótanir ekki þáttur í skilgreiningu á naugunarhugtakinu, heldur er nauðgun skilgreind þar út frá hugtakinu samþykki. Frumvarp Atla Gíslasonar og Þuríðar Backman sem þau lögðu fram 2008 gekk út á að gera skort á samþykki að þungamiðju kynferðisbrota.Það er sorglegt enn satt að nú fjórum árum síðar eru lokaorð mín enn þau sömu:
Í öðru lagi mætti taka meira og oftar mark á sálfræðimati og vitnisburði starfsfólks á neyðarmóttöku um ástand brotaþola við skoðun. Jón Steinar Gunnlaugsson, æviráðinn hæstaréttardómari og þar áður verjandi flestra þeirra nauðgara sem lentu fyrir rétti, er reyndar á móti því að mark sé tekið á sálfræðingum, enda finnst honum auðvitað nóg að nauðgarinn segist bara ekkert hafa nauðgað fórnarlambi sínu og ef lífssýni segja annað þá er þeirri vörn borið við að hún hafi viljað 'kynmökin'. Þannig hafa nú margir sloppið, með fulltingi Jóns Steinars (og Brynjars Níelssonar og Sveins Andra Sveinssonar*).“
Eitt er ljóst og það er að einhverju verður að breyta svo að nauðgarar komist ekki upp með glæpi sína.
___
* Hér má vissulega bæta við nafni Vilhjálms H. Vilhjálmssonar yngri.
Efnisorð: Nauðganir
<< Home