Lífstílsblogg á smáum og stórum skala
Mér varð ljóst þegar ég sá Kastljós kvöldsins að ég hafði klikkað algerlega á markaðssetningu þessa bloggs. Ef ég hefði haft rænu á að kynna það sem lífstílsblogg væri ég syndandi í allskyns ókeypis góssi og fengi jafnvel pjening fyrir að skrifa uppörvandi um vörurnar sem ég fengi sendar. En einsog einhver Emma öfugsnúna hef ég sjaldnast skrifað um vörur (eða fyrirtæki) nema til að rakka þær niður. Niðurstaða: engin innkoma, ekkert dót.
Sigrún Daníelsdóttir var mér til mikillar ánægju í Kastljósi og hún benti á að það væri erfiðara að gagnrýna einstaka lífstílsbloggara (þ.e. stelpurnar sem blogga hver á sínu bloggi; ekki hafði ég hugmynd um tilvist þeirra). Það er skiljanlegur vandi því þá virðist gagnrýnin of persónuleg, og erfitt fyrir aðra að greina á milli hvenær er verið að ráðast á persónuna og hvenær er verið að gagnrýna hugmyndina bakvið lífstílsbloggið eða áhrif þess. Öðru máli gildir um lífstílsfjölmiðla en þau er hægt að gagnrýna fyrir hugmyndafræði, framsetningu, áhrif og þar fram eftir götunum, án þess að það sé litið á það sem gagnrýni á manneskjurnar sem leggja þar til efni (ekki frekar en gagnrýni á Moggann er gagnrýni á alla blaðamenn þess). Slíkir lífstílsmiðlar eru nokkrir hér á landi og man ég í fljótu bragði eftir Bleikt (þó það nú væri), Pjatti (áður Pjattrófur) og Sykri – en það er aukabúgrein eigenda Kvennablaðsins.
Raunar gæti ég sem best sett upp lífstílsbloggsíðu til að græða á, og sagt engum tengslin milli þess og leynibloggsins, svona einsog Kvennablaðið reyndi að komast upp með þegar tengslin við Sykur voru ekki orðin ljós, en ég er kannski of gamaldags, því ég vil síður gagnrýna kapítalismann með annarri og reyna að selja fólki dót og drasl (eða auglýsingar um dótið og draslið) með hinni.
En semsagt, Sykur skartar ritstjóra og blaðamanni sem áður gerðu garðinn frægan með Bleikt.is en þá hvor í hlutverki hinnar (svo ég dragi þetta nú niður á persónulegt plan) og ég sé í fljótu bragði engan mun á Sykri, Pjatti og Bleikt. Skaðsemi slíkra vefmiðla er örugglega ekki síðri en sú sem blasir við að fylgi lífsstílsbloggunum sem fjallað var um í Kastljósinu. Munurinn er kannski helstur sá að stelpurnar sem hver um sig heldur úti sinni bloggi, gera það fyrst og fremst fyrir sjálfar sig (með öllum þeim kostum og göllum sem það hefur fyrir þær sjálfar, en stærri lífstílsmiðlar með launaða blaðamenn eru útsmognar leiðir fégráðugra til að draga óharðnaða unglinga út í hið djúpa fen útlitsdýrkunar og neysluhyggjunnar.
Sigrún Daníelsdóttir var mér til mikillar ánægju í Kastljósi og hún benti á að það væri erfiðara að gagnrýna einstaka lífstílsbloggara (þ.e. stelpurnar sem blogga hver á sínu bloggi; ekki hafði ég hugmynd um tilvist þeirra). Það er skiljanlegur vandi því þá virðist gagnrýnin of persónuleg, og erfitt fyrir aðra að greina á milli hvenær er verið að ráðast á persónuna og hvenær er verið að gagnrýna hugmyndina bakvið lífstílsbloggið eða áhrif þess. Öðru máli gildir um lífstílsfjölmiðla en þau er hægt að gagnrýna fyrir hugmyndafræði, framsetningu, áhrif og þar fram eftir götunum, án þess að það sé litið á það sem gagnrýni á manneskjurnar sem leggja þar til efni (ekki frekar en gagnrýni á Moggann er gagnrýni á alla blaðamenn þess). Slíkir lífstílsmiðlar eru nokkrir hér á landi og man ég í fljótu bragði eftir Bleikt (þó það nú væri), Pjatti (áður Pjattrófur) og Sykri – en það er aukabúgrein eigenda Kvennablaðsins.
Raunar gæti ég sem best sett upp lífstílsbloggsíðu til að græða á, og sagt engum tengslin milli þess og leynibloggsins, svona einsog Kvennablaðið reyndi að komast upp með þegar tengslin við Sykur voru ekki orðin ljós, en ég er kannski of gamaldags, því ég vil síður gagnrýna kapítalismann með annarri og reyna að selja fólki dót og drasl (eða auglýsingar um dótið og draslið) með hinni.
En semsagt, Sykur skartar ritstjóra og blaðamanni sem áður gerðu garðinn frægan með Bleikt.is en þá hvor í hlutverki hinnar (svo ég dragi þetta nú niður á persónulegt plan) og ég sé í fljótu bragði engan mun á Sykri, Pjatti og Bleikt. Skaðsemi slíkra vefmiðla er örugglega ekki síðri en sú sem blasir við að fylgi lífsstílsbloggunum sem fjallað var um í Kastljósinu. Munurinn er kannski helstur sá að stelpurnar sem hver um sig heldur úti sinni bloggi, gera það fyrst og fremst fyrir sjálfar sig (með öllum þeim kostum og göllum sem það hefur fyrir þær sjálfar, en stærri lífstílsmiðlar með launaða blaðamenn eru útsmognar leiðir fégráðugra til að draga óharðnaða unglinga út í hið djúpa fen útlitsdýrkunar og neysluhyggjunnar.
Efnisorð: blogg, feminismi, Fjölmiðlar, líkamsvirðing
<< Home