Fyrsta íbúð af mörgum
Kynningarblaði Íslensks iðnaðar sem kom út 3. mars var ætlað að auglýsa upp „stórsýninguna Verk og vit“ sem ku hafa lokið í gær. Ég er ekki farin að sjá niðurstöður ráðstefnunnar Mannvirkjagerð á Íslandi sem fór fram á opnunardegi sýningarinnar (sem jafnframt var útgáfudagur blaðsins), en viðtal (á bls. 4 í kynningarblaðinu) við Friðrik Á. Ólafsson forstöðumann byggingasviðs Samtaka iðnararins vakti athygli mína.
Friðrik flutti erindi á ráðstefnunni og ræðir efni þess í viðtalinu. „Þar fjalla ég um byggingarreglugerðina eins og hún blasir við okkur frá 2012 og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á næstu dögum eða vikum.“ Friðrik reynist vera æsispenntur fyrir þessum breytingum (öfugt við mig) og vill að hver íbúð höfði til ákveðins markhóps. Honum finnst „allt of mikil forskrift í byggingarreglugerðinni“ [þeirri frá 2012] en „núna er verið að liðka til og gera þetta sveigjanlegra og hafa reglugerðina nær því að vera markmiðssetta.“ Hann talar sérstaklega um fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð njóti góðs af breytingum á byggingarreglugerðinni, því handa þeim verður þá hægt að framleiða ódýrara húsnæði.
Friðrik segir með breytingunum verði auðveldara að byggja „fjölbreyttara“ húsnæði. Verst að fjölbreytnin á ekki að ná til íbúanna, því húsnæðið virðist ekki eiga að uppfylla uppfyllir kröfur um rými og aðgengi fyrir hjólastóla, göngugrindur, og svoleiðis óþarfa, geri ég ráð fyrir. Þau eru alveg í sérmarkhóp, ekki þeim sem kallaður er „fyrstu-íbúðarkaupendur“. Það fer illilega í taugarnar á mér þegar gert er ráð fyrir að fólk sem er aldrað eða hreyfihamlað eigi að búa í sér blokkum með sínum líkum (sbr. pistil minn frá í fyrra) , en að þessu sinni hjó ég sérstaklega eftir orðalaginu „fyrsta íbúð“ og vil nú ræða það stuttlega.
Það er kannski ekkert séríslenskt fyrirbæri, en einkennir þó íslenskt þjóðfélag og hefur gert síðan ég man eftir mér, að fólki ber að stefna að því að búa í einbýlishúsi. Það má alveg byrja smátt – í fyrstu íbúðinni – og hún má jafnvel vera í kjallara eða undir súð. Eða kannski í blokk. En þaðan skal haldið strax og börn bætast við eða fólk hefur lokið langskólanámi. Þá tekur við stærri íbúð, ekki verra ef það er hæð í litlu fjölbýlishúsi, annars ný blokkaríbúð með sérinngangi eða raðhús. Enginn má þó láta hjá líðast að stefna að því að búa í einbýlishúsi, þessu helsta takmarki allra þeirra sem lifa í neyslukapphlaupssamfélagi. Þessvegna má „fyrsta íbúðin“ gjarnan vera bara fyrir fullfrískt fólk sem getur klifið stiga og stokkið yfir þröskulda og þarf ekki stóran beygjuradíus til að komast milli herbergja.
Það er auðvitað alltaf til misheppnað fólk sem finnst bara gott að búa í „fyrstu íbúðinni“ alla ævi, eða er ekki nógu duglegt að græða á daginn til að geta fikrað sig upp virðingarstiga íbúðareigenda, en slíkt fólk er dragbítar á allar kapítalískar framfarir og hagkerfið í heild. Því hvað verður um öll stóru einbýlishúsin ef enginn vill kaupa þau af fólkinu sem flyst í sérhannaðar íbúðir í blokk fyrir aldraða? Það skiljanlegt að fasteignamarkaðurinn og byggingarsvið Samtaka iðnaðarins hafi áhyggjur af því.
Friðrik flutti erindi á ráðstefnunni og ræðir efni þess í viðtalinu. „Þar fjalla ég um byggingarreglugerðina eins og hún blasir við okkur frá 2012 og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á næstu dögum eða vikum.“ Friðrik reynist vera æsispenntur fyrir þessum breytingum (öfugt við mig) og vill að hver íbúð höfði til ákveðins markhóps. Honum finnst „allt of mikil forskrift í byggingarreglugerðinni“ [þeirri frá 2012] en „núna er verið að liðka til og gera þetta sveigjanlegra og hafa reglugerðina nær því að vera markmiðssetta.“ Hann talar sérstaklega um fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð njóti góðs af breytingum á byggingarreglugerðinni, því handa þeim verður þá hægt að framleiða ódýrara húsnæði.
Friðrik segir með breytingunum verði auðveldara að byggja „fjölbreyttara“ húsnæði. Verst að fjölbreytnin á ekki að ná til íbúanna, því húsnæðið virðist ekki eiga að uppfylla uppfyllir kröfur um rými og aðgengi fyrir hjólastóla, göngugrindur, og svoleiðis óþarfa, geri ég ráð fyrir. Þau eru alveg í sérmarkhóp, ekki þeim sem kallaður er „fyrstu-íbúðarkaupendur“. Það fer illilega í taugarnar á mér þegar gert er ráð fyrir að fólk sem er aldrað eða hreyfihamlað eigi að búa í sér blokkum með sínum líkum (sbr. pistil minn frá í fyrra) , en að þessu sinni hjó ég sérstaklega eftir orðalaginu „fyrsta íbúð“ og vil nú ræða það stuttlega.
Það er kannski ekkert séríslenskt fyrirbæri, en einkennir þó íslenskt þjóðfélag og hefur gert síðan ég man eftir mér, að fólki ber að stefna að því að búa í einbýlishúsi. Það má alveg byrja smátt – í fyrstu íbúðinni – og hún má jafnvel vera í kjallara eða undir súð. Eða kannski í blokk. En þaðan skal haldið strax og börn bætast við eða fólk hefur lokið langskólanámi. Þá tekur við stærri íbúð, ekki verra ef það er hæð í litlu fjölbýlishúsi, annars ný blokkaríbúð með sérinngangi eða raðhús. Enginn má þó láta hjá líðast að stefna að því að búa í einbýlishúsi, þessu helsta takmarki allra þeirra sem lifa í neyslukapphlaupssamfélagi. Þessvegna má „fyrsta íbúðin“ gjarnan vera bara fyrir fullfrískt fólk sem getur klifið stiga og stokkið yfir þröskulda og þarf ekki stóran beygjuradíus til að komast milli herbergja.
Það er auðvitað alltaf til misheppnað fólk sem finnst bara gott að búa í „fyrstu íbúðinni“ alla ævi, eða er ekki nógu duglegt að græða á daginn til að geta fikrað sig upp virðingarstiga íbúðareigenda, en slíkt fólk er dragbítar á allar kapítalískar framfarir og hagkerfið í heild. Því hvað verður um öll stóru einbýlishúsin ef enginn vill kaupa þau af fólkinu sem flyst í sérhannaðar íbúðir í blokk fyrir aldraða? Það skiljanlegt að fasteignamarkaðurinn og byggingarsvið Samtaka iðnaðarins hafi áhyggjur af því.
Efnisorð: kapítalismi, málefni aldraðra, málefni fatlaðra
<< Home