Glataði áratugurinn
Um daginn var ég að hlusta á ársgamlan Krossgötuþátt og þar var þá verið að gera upp fyrsta áratug aldarinnar en flestu fólki fannst einmitt að þá væri honum lokið en jafnframt var tekið fram að „talnaglöggir“ litu svo á að áratugnum væri ekki lokið fyrr en í lok ársins 2010 — og það er semsagt núna. Þannig að í dag geta meira segja nördarnir samþykkt að fyrsti áratugur 21. aldarinnar er liðinn. Sá áratugur hefur eins og við öll vitum einkennst af mikilli rússíbanareið:
— 11. september með öllum þeim afleiðingum sem fylgdu í kjölfarið: harðari trúarafstöðu kristinna og múslima; stríði í Afghanistan og Írak; Abu Graib og Guantanamó fangelsin (og þó minna mál sé þá jókst óhagræði fyrir flugfarþega sem þurfa að sæta líkamsleitum við hvert fótmál og mega ekki lengur taka með sér sjampóbrúsa í handfarangri)
— aðgengi að lánsfé varð auðvelt og fólk fór að leyfa sér hluti sem það aldrei hefði annars getað, hvort sem það var ferðalög, húseignir, bílar, flatskjár eða allt þetta og meira til
— þeir ríku urðu ríkari en þeir fátækari bara skuldugri
— stigvaxandi æsingur stórfyrirtækja að selja og kaupa sig sjálf og önnur fyrirtæki á víxl
— brjálæðislegir launasamningar við menn sem sögðu ábúðarmiklir að ekki veitti af því þeir bæru svo mikla ábyrgð
— bankahrun og afhjúpun á þeirri spillingu sem ríkti (ríkir!) innan fjármálakerfisins
— stórfyrirtæki þvældust fyrir tilraunum til að minnka mengun í heiminum
— iðnframleiðsla færðist í æ ríkari mæli til Asíu þar sem verkafólk á lítil sem engin réttindi og vinnur við hörmulegar aðstæður fyrir smánarlaun ef því er þá ekki beinlínis haldið í þrældómi
— konur voru fluttar nauðugar eða viljugar (en óvitandi um örlög sín), frá Asíu, Afríku og Austur-Evrópu í hrönnum til karlmanna á Vesturlöndum sem níddust á þeim í krafti kynferðis síns og fjárhagsstöðu (aðgangur að lánsfé kom körlunum til góða þegar þeir gátu lagst í ferðalög til framandi landa til að fá fýsnum sínum fullnægt en einnig til að flytja inn konur til heimabrúks auk þeirra sem voru til sölu hjá næsta súlustaðakóngi)
— klámiðnaðurinn blómstraði, strippbúllur, vændi og klámmyndir voru aðgengilegri en nokkurntímann fyrr (samt fækkaði nauðgunum ekki enda þótt klám eigi skv. kenningum sumra karlmanna að minnka þörf þeirra fyrir að nauðga)
Allt þótti þetta meira og minna sjálfsagt og eðlilegt í nafni hnattvæðingar og frelsis. Það fólk sem gerði athugasemdir við eitthvað af þessu hér heima eða erlendis var:
óraunsætt (sérstaklega ef það var á móti stríði)
öfundsjúkt
neikvætt
á móti framförum
á móti frelsi
kommúnistadrullusokkar og afturhaldskommatittir
Seinustu tvö orðin eru séríslensk. Enn sem komið er virðist líka spillingin sem hér hefur ríkt verið séríslensk, og er þá bæði átt við krosseignatengslin og frændhyglina en sú aðferð að eignast fyrirtæki — helst banka — til að mergsjúga það í eigin þágu var gerð að erlendri fyrirmynd og náði miklum vinsældum meðal helstu leikenda í íslenska efnahagsundrinu. Það þótti þeim svo gaman að þeir vilja nú heldur leika sér í rjúkandi rústunum en draga sig í hlé og skammast sín. Og talandi um fólk sem á að skammast sín: þingmenn Sjálfstæðisflokksins hamast í ræðustól og fjölmiðlum eins og þeir eigi enga sök á atburðarrás þessa áratugar sem er að líða, en láta eins og ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sé að skera niður í heilbrigðismálum, menntamálum og velferðarmálum af einhverjum annarlegum hvötum.
Í Krossgátuþættinum var þessi áratugur, að fyrirmynd hins þýska Spiegel, kallaður „glataði áratugurinn“ og víst er að það má skilja það á tvennan veg, a.m.k. finnst mér að auk þess sem engin eftirsjá er að honum að hann hafi verið eiginlega alveg glataður. Mér er fyrirmunað að setja mig í völvustellingar og spá um hvernig fer, hvortheldur er fyrir ríkisstjórninni eða kapítalismanum í heiminum (þó ég hugsi honum þegjandi þörfina) og geri því enga tilraun til að koma með jákvæðar yfirlýsingar um að upp stytti él um síðir eða bráðum komi betri tíð með blóm í haga, né læt ég eftir mér að segja að við siglum hraðbyri til helvítis og það sé tímaspursmál hvenær veröld steypist.
Mæli samt með því að fylgja góðra manna ráðum og auki ekki á mengunina í heiminum og spilli ekki friðnum með sprengingum og öðrum flugeldaskotum, nóg er vargöldin samt.
— 11. september með öllum þeim afleiðingum sem fylgdu í kjölfarið: harðari trúarafstöðu kristinna og múslima; stríði í Afghanistan og Írak; Abu Graib og Guantanamó fangelsin (og þó minna mál sé þá jókst óhagræði fyrir flugfarþega sem þurfa að sæta líkamsleitum við hvert fótmál og mega ekki lengur taka með sér sjampóbrúsa í handfarangri)
— aðgengi að lánsfé varð auðvelt og fólk fór að leyfa sér hluti sem það aldrei hefði annars getað, hvort sem það var ferðalög, húseignir, bílar, flatskjár eða allt þetta og meira til
— þeir ríku urðu ríkari en þeir fátækari bara skuldugri
— stigvaxandi æsingur stórfyrirtækja að selja og kaupa sig sjálf og önnur fyrirtæki á víxl
— brjálæðislegir launasamningar við menn sem sögðu ábúðarmiklir að ekki veitti af því þeir bæru svo mikla ábyrgð
— bankahrun og afhjúpun á þeirri spillingu sem ríkti (ríkir!) innan fjármálakerfisins
— stórfyrirtæki þvældust fyrir tilraunum til að minnka mengun í heiminum
— iðnframleiðsla færðist í æ ríkari mæli til Asíu þar sem verkafólk á lítil sem engin réttindi og vinnur við hörmulegar aðstæður fyrir smánarlaun ef því er þá ekki beinlínis haldið í þrældómi
— konur voru fluttar nauðugar eða viljugar (en óvitandi um örlög sín), frá Asíu, Afríku og Austur-Evrópu í hrönnum til karlmanna á Vesturlöndum sem níddust á þeim í krafti kynferðis síns og fjárhagsstöðu (aðgangur að lánsfé kom körlunum til góða þegar þeir gátu lagst í ferðalög til framandi landa til að fá fýsnum sínum fullnægt en einnig til að flytja inn konur til heimabrúks auk þeirra sem voru til sölu hjá næsta súlustaðakóngi)
— klámiðnaðurinn blómstraði, strippbúllur, vændi og klámmyndir voru aðgengilegri en nokkurntímann fyrr (samt fækkaði nauðgunum ekki enda þótt klám eigi skv. kenningum sumra karlmanna að minnka þörf þeirra fyrir að nauðga)
Allt þótti þetta meira og minna sjálfsagt og eðlilegt í nafni hnattvæðingar og frelsis. Það fólk sem gerði athugasemdir við eitthvað af þessu hér heima eða erlendis var:
óraunsætt (sérstaklega ef það var á móti stríði)
öfundsjúkt
neikvætt
á móti framförum
á móti frelsi
kommúnistadrullusokkar og afturhaldskommatittir
Seinustu tvö orðin eru séríslensk. Enn sem komið er virðist líka spillingin sem hér hefur ríkt verið séríslensk, og er þá bæði átt við krosseignatengslin og frændhyglina en sú aðferð að eignast fyrirtæki — helst banka — til að mergsjúga það í eigin þágu var gerð að erlendri fyrirmynd og náði miklum vinsældum meðal helstu leikenda í íslenska efnahagsundrinu. Það þótti þeim svo gaman að þeir vilja nú heldur leika sér í rjúkandi rústunum en draga sig í hlé og skammast sín. Og talandi um fólk sem á að skammast sín: þingmenn Sjálfstæðisflokksins hamast í ræðustól og fjölmiðlum eins og þeir eigi enga sök á atburðarrás þessa áratugar sem er að líða, en láta eins og ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sé að skera niður í heilbrigðismálum, menntamálum og velferðarmálum af einhverjum annarlegum hvötum.
Í Krossgátuþættinum var þessi áratugur, að fyrirmynd hins þýska Spiegel, kallaður „glataði áratugurinn“ og víst er að það má skilja það á tvennan veg, a.m.k. finnst mér að auk þess sem engin eftirsjá er að honum að hann hafi verið eiginlega alveg glataður. Mér er fyrirmunað að setja mig í völvustellingar og spá um hvernig fer, hvortheldur er fyrir ríkisstjórninni eða kapítalismanum í heiminum (þó ég hugsi honum þegjandi þörfina) og geri því enga tilraun til að koma með jákvæðar yfirlýsingar um að upp stytti él um síðir eða bráðum komi betri tíð með blóm í haga, né læt ég eftir mér að segja að við siglum hraðbyri til helvítis og það sé tímaspursmál hvenær veröld steypist.
Mæli samt með því að fylgja góðra manna ráðum og auki ekki á mengunina í heiminum og spilli ekki friðnum með sprengingum og öðrum flugeldaskotum, nóg er vargöldin samt.
Efnisorð: alþjóðamál, frjálshyggja, hrunið, Innflytjendamál, karlmenn, Klám, Nauðganir, ofbeldi, pólitík, stóriðja, trú, umhverfismál, Verkalýður, vændi
<< Home