Staðgöngumæðrun
Mér brá í brún þegar ég heyrði að þingmenn vilji leyfa staðgöngumæðrun. Við nánari skoðun kom reyndar í ljós að um er að ræða þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem undirbúi frumvarp. Einn þeirra sem standa að tillögunni er Guðlaugur Þór Þórðarson en þegar hann var heilbrigðisráðherra skipaði hann starfshóp til þess að fara yfir þau álitamál er tengjast staðgöngumæðrun. Á þessu ári fór svo fram málþing og er ekki að efa að ýmislegt hefur komið fram um staðgöngumæðrun bæði í starfshópnum og á málþinginu sem máli skiptir og ber þingsályktunartillagan keim af því. Hún er því ekki eins svakaleg og ég hélt, þar er tildæmis ekki sagt berum orðum að í lagi sé að bera fé á fátækar konur til að fá þær til að ganga með börn fyrir vel stæð hjón. Í þingsályktunartillögunni er meira að segja sagt berum orðum:
Þetta var einmitt það sem ég óttaðist en greinilegt er að gera á ráð fyrir þessu vandamáli og reyna að koma í veg fyrir að konur sjái sér engan annan kost en selja líkama sinn með þeim hætti að ganga með barn fyrir annað fólk.
Hinsvegar held ég að þetta sé afar mikil bjartsýni: „Flutningsmenn leggja til í tillögu þessari að Alþingi heimili staðgöngumæðrun eingöngu í velgjörðarskyni. Hugtakið staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér að ekki sé greitt fyrir aðstoðina sem veitt er.“ — Hvernig á að koma í veg fyrir það?
Eflaust eru til konur sem eru til í að vera staðgöngumæður í velgjörðarskyni, gera góðverk, eins og það heitir í tillögunni:
Einmitt. Ég skrifaði fyrir nokkrum árum pistil um konur sem gefa börn til ættleiðingar og sagði þá þetta:
Í þingsályktunartillögunni er velt upp þeim möguleika að konan sem tæki að sér að verða staðgöngumóðir yrði að hafa átt barn áður, svo að hún viti hvernig líkami sinn og tilfinningar bregðist við meðgöngu og fæðingu og ætti þarafleiðandi að vera betur fær um að átta sig á afleiðingum þess að gefa frá sér barn sem hún hefur gengið með. Í bloggfærslunni sem ég minntist á áðan taldi ég upp ýmsa kvilla sem geta hrjáð konur á meðgöngunni og benti einnig á að fæðing er aldrei hættulaus.
Er fólk virkilega svo bjartsýnt að halda að það muni þá aldrei verða reynt að bera fé á konur til að samþykkja það að gerast staðgöngumæður?** Að öruggt verði að kona sem gengur með barn fyrir aðra geri það eingöngu í í velgjörðarskyni og sem góðverk, en ekki vegna þess að hún stenst ekki peningana sem henni eru boðnir.
Í þingsályktunartillögunni segir:
Og það verður náttúrulega strangt fylgst með bankareikningum allra aðila og að færslur útaf einum til annars stemmi við reikninga fyrir læknisheimsóknir — á PriceWaterhouseCoopers kannski að skrifa uppá að allt sé með felldu?
Það er þingmaður Sjálfstæðisflokks sem er í fararbroddi þegar lögð er fram þingsályktunartillaga um staðgöngumæðrun. Tólf aðrir Sjálfstæðismenn eru meðflutningsmenn, sem heldur kemur ekki á óvart, og þrír Framsóknarmenn. (Meira hissa er ég að sjá Samfylkingarþingkonuna og þá sem er Vinstri græn). En semsagt það eru að meirihluta Sjálfstæðismenn sem vilja að leyft sé að kona gangi með barn fyrir barnlaus hjón. Í þeim flokki er, eins og kunnugt er, ennþá ríkjandi frjálshyggjustefna þar sem markaðurinn er æðri siðferðissjónarmiðum. Það voru Sjálfstæðismenn sem leyfðu kaup á vændi og sátu síðar hjá eða mótmæltu þegar bannað var að kaupa vændi. Þeim finnst, í stuttu máli, upp til hópa eðlilegt að líkamar kvenna séu til sölu, og megi kaupandi gera hvað hann vill við skrokkinn.
Það er ekki tilviljun að staðgöngumæðrun er ekki leyfð á hinum Norðurlöndunum.*** Eða hvað er líkt með þessum setningum:
„Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á öllum sviðum.“
„Ísland ætti að vera fyrst ríkja á Norðurlöndum til að heimila staðgöngumæðrun.“
___
* Í bloggfærslunni endaði ég mál mitt svona: „Málið er þetta: Konur eru ekki útungunarvélar. Ekki fyrir guð, eiginmanninn, móður sína (sem langar svo til að verða amma), ríkisstjórnina og lífeyrissjóðina (það vantar fleiri skattgreiðendur) eða ókunnugt barnlaust fólk útí bæ. Þær mega - og eiga að mega - eignast börn ef þær vilja og geta en vera lausar við þá kvöð sýnist þeim svo.“
** Í þingsályktunartillögunni er reynt að sjá við því að fluttar séu til landsins konur eingöngu í því skyni að láta þær ganga með börn annarra. „Meðal álitaefna sem skoða þarf eru skilyrði fyrir því að staðgöngumóðir og/eða verðandi foreldrar séu íslenskir ríkisborgarar eða hafi búið á landinu í tiltekinn lágmarkstíma, t.d. fimm ár. Jafnframt þarf þó að skoða hvort heimila eigi undantekningar á þessu, t.d. ef um er að ræða skyldmenni eða nána vinkonu sem búsett er erlendis og vill gerast staðgöngumóðir fyrir íslenskan ættingja eða vin.“ Þarna undir lokin fjarar þó út skynsemin í því að koma í veg fyrir innflutning á konum; hver getur afsannað að hin innflutta kona sé ekki „náin vinkona“ sem taki að sér þetta góðverk?
*** Færsla þessi var skrifuð að kvöldi en birt rétt eftir miðnætti. Morguninn eftir birtist svo svipuð samantekt í Fréttablaðinu. Þar kom fram að staðgöngumæðrun er bönnuð á öllum Norðurlöndunum. Það sama gildir um flest önnur Evrópulönd, en meðal þeirra landa sem leyfa staðgöngumæðrun eru Bretland, Belgía, Holland og Grikkland.
Síðar sama dag birtist frétt á RÚV þar sem talað var við Ástríði Stefánsdóttur lækni, sem sat fyrr á þessu ári í vinnuhópi á vegum heilbrigðisráðuneytisins þar sem skoðuð voru siðfræðileg, lögfræðileg og læknisfræðileg álitaefni varðandi staðgöngumæðrun. Hún segir því mikilvægt að vernda konur sem taki að sér staðgöngumæðrun og greina skýrt á milli staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni annars vegar og hagnaðarskyni hins vegar. Hún telur ekki tímabært að staðgöngumæðrun verði lögleidd hér á landi. Mikilvægt sé að kljúfa sig ekki frá samskonar lögum á Norðurlöndum.
„Almennt eru menn neikvæðir gagnvart staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni út frá því sjónarmiði að verið sé að nota líkama konu í annarlegum tilgangi og einnig væri hægt að líta á slíka gjörð sem einhvers konar form af viðskiptum með börn.
Staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni hefur verið líkt við vændi og hugsanlegt er að konur sem búa við fátækt og þröngar félagslegar aðstæður gerist staðgöngumæður vegna slæmra aðstæðna. Þessi álitamál eiga þó betur við um samfélög þar sem mikil fátækt er ríkjandi og heilbrigðisþjónusta og samfélagsform er með öðru sniði en í vestrænum löndum, t.d. á Indlandi.“
Þetta var einmitt það sem ég óttaðist en greinilegt er að gera á ráð fyrir þessu vandamáli og reyna að koma í veg fyrir að konur sjái sér engan annan kost en selja líkama sinn með þeim hætti að ganga með barn fyrir annað fólk.
Hinsvegar held ég að þetta sé afar mikil bjartsýni: „Flutningsmenn leggja til í tillögu þessari að Alþingi heimili staðgöngumæðrun eingöngu í velgjörðarskyni. Hugtakið staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér að ekki sé greitt fyrir aðstoðina sem veitt er.“ — Hvernig á að koma í veg fyrir það?
Eflaust eru til konur sem eru til í að vera staðgöngumæður í velgjörðarskyni, gera góðverk, eins og það heitir í tillögunni:
„Þar er um að ræða eins konar góðverk og oft einhver tengsl milli verðandi móður og staðgöngumóður. Meiri líkur standa til þess að slík staðgöngumæðrun sé gerð af fúsum og frjálsum vilja allra sem koma þar að. Þó er þessi leið ekki gallalaus enda mögulegt að úrræðið leiði til óeðlilegs þrýstings á ættingja konu eða pars sem ekki getur eignast barn á náttúrulegan hátt.“
Einmitt. Ég skrifaði fyrir nokkrum árum pistil um konur sem gefa börn til ættleiðingar og sagði þá þetta:
„Sá söngur, sem oft heyrist, að „það sé fullt af góðhjörtuðu fólki sem þráir ekkert annað en eignast börn“ og gefið í skyn að það sé alveg sérstök mannvonska að vera sú kona sem meinar þeim um þetta smáræði.“Líklega mun einhverjum finnast það enn minni fórn af hálfu konu að ganga með barn ef hún hefur ekki sjálf lagt til eggfrumuna heldur er „bara hýsill“ í níu mánuði. Þrýstingurinn að gera systur sinni eða vinkonu þennan greiða gæti orðið ansi mikill.*
Í þingsályktunartillögunni er velt upp þeim möguleika að konan sem tæki að sér að verða staðgöngumóðir yrði að hafa átt barn áður, svo að hún viti hvernig líkami sinn og tilfinningar bregðist við meðgöngu og fæðingu og ætti þarafleiðandi að vera betur fær um að átta sig á afleiðingum þess að gefa frá sér barn sem hún hefur gengið með. Í bloggfærslunni sem ég minntist á áðan taldi ég upp ýmsa kvilla sem geta hrjáð konur á meðgöngunni og benti einnig á að fæðing er aldrei hættulaus.
Er fólk virkilega svo bjartsýnt að halda að það muni þá aldrei verða reynt að bera fé á konur til að samþykkja það að gerast staðgöngumæður?** Að öruggt verði að kona sem gengur með barn fyrir aðra geri það eingöngu í í velgjörðarskyni og sem góðverk, en ekki vegna þess að hún stenst ekki peningana sem henni eru boðnir.
Í þingsályktunartillögunni segir:
„Hugtakið staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér að ekki sé greitt fyrir aðstoðina sem veitt er. Þrátt fyrir það er eðlilegt að greitt sé fyrir sanngjarnan aukakostnað, svo sem lækniskostnað sem fellur á þungaða konu auk annars kostnaðar sem tengist meðgöngu, eða mögulegt vinnutap staðgöngumóður sem skerðir fjárhag hennar. Flutningsmenn tillögunnar telja rétt að heimila að verðandi foreldrar greiði útlagðan kostnað staðgöngumóður vegna læknisheimsókna og einnig annan sannanlegan kostnað sem hlýst af meðferð eða meðgöngunni.“
Og það verður náttúrulega strangt fylgst með bankareikningum allra aðila og að færslur útaf einum til annars stemmi við reikninga fyrir læknisheimsóknir — á PriceWaterhouseCoopers kannski að skrifa uppá að allt sé með felldu?
Það er þingmaður Sjálfstæðisflokks sem er í fararbroddi þegar lögð er fram þingsályktunartillaga um staðgöngumæðrun. Tólf aðrir Sjálfstæðismenn eru meðflutningsmenn, sem heldur kemur ekki á óvart, og þrír Framsóknarmenn. (Meira hissa er ég að sjá Samfylkingarþingkonuna og þá sem er Vinstri græn). En semsagt það eru að meirihluta Sjálfstæðismenn sem vilja að leyft sé að kona gangi með barn fyrir barnlaus hjón. Í þeim flokki er, eins og kunnugt er, ennþá ríkjandi frjálshyggjustefna þar sem markaðurinn er æðri siðferðissjónarmiðum. Það voru Sjálfstæðismenn sem leyfðu kaup á vændi og sátu síðar hjá eða mótmæltu þegar bannað var að kaupa vændi. Þeim finnst, í stuttu máli, upp til hópa eðlilegt að líkamar kvenna séu til sölu, og megi kaupandi gera hvað hann vill við skrokkinn.
Það er ekki tilviljun að staðgöngumæðrun er ekki leyfð á hinum Norðurlöndunum.*** Eða hvað er líkt með þessum setningum:
„Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á öllum sviðum.“
„Ísland ætti að vera fyrst ríkja á Norðurlöndum til að heimila staðgöngumæðrun.“
___
* Í bloggfærslunni endaði ég mál mitt svona: „Málið er þetta: Konur eru ekki útungunarvélar. Ekki fyrir guð, eiginmanninn, móður sína (sem langar svo til að verða amma), ríkisstjórnina og lífeyrissjóðina (það vantar fleiri skattgreiðendur) eða ókunnugt barnlaust fólk útí bæ. Þær mega - og eiga að mega - eignast börn ef þær vilja og geta en vera lausar við þá kvöð sýnist þeim svo.“
** Í þingsályktunartillögunni er reynt að sjá við því að fluttar séu til landsins konur eingöngu í því skyni að láta þær ganga með börn annarra. „Meðal álitaefna sem skoða þarf eru skilyrði fyrir því að staðgöngumóðir og/eða verðandi foreldrar séu íslenskir ríkisborgarar eða hafi búið á landinu í tiltekinn lágmarkstíma, t.d. fimm ár. Jafnframt þarf þó að skoða hvort heimila eigi undantekningar á þessu, t.d. ef um er að ræða skyldmenni eða nána vinkonu sem búsett er erlendis og vill gerast staðgöngumóðir fyrir íslenskan ættingja eða vin.“ Þarna undir lokin fjarar þó út skynsemin í því að koma í veg fyrir innflutning á konum; hver getur afsannað að hin innflutta kona sé ekki „náin vinkona“ sem taki að sér þetta góðverk?
*** Færsla þessi var skrifuð að kvöldi en birt rétt eftir miðnætti. Morguninn eftir birtist svo svipuð samantekt í Fréttablaðinu. Þar kom fram að staðgöngumæðrun er bönnuð á öllum Norðurlöndunum. Það sama gildir um flest önnur Evrópulönd, en meðal þeirra landa sem leyfa staðgöngumæðrun eru Bretland, Belgía, Holland og Grikkland.
Síðar sama dag birtist frétt á RÚV þar sem talað var við Ástríði Stefánsdóttur lækni, sem sat fyrr á þessu ári í vinnuhópi á vegum heilbrigðisráðuneytisins þar sem skoðuð voru siðfræðileg, lögfræðileg og læknisfræðileg álitaefni varðandi staðgöngumæðrun. Hún segir því mikilvægt að vernda konur sem taki að sér staðgöngumæðrun og greina skýrt á milli staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni annars vegar og hagnaðarskyni hins vegar. Hún telur ekki tímabært að staðgöngumæðrun verði lögleidd hér á landi. Mikilvægt sé að kljúfa sig ekki frá samskonar lögum á Norðurlöndum.
Efnisorð: feminismi, frjálshyggja, heilbrigðismál, pólitík, staðgöngumæðrun, vændi
<< Home