Annað útilokar ekki hitt
Hjá Láru Hönnu fann ég tengil á grein eftir Naomi Wolf, þá hina sömu og skrifaði hina ágætu bók The Beauty Myth: How Images of Female Beauty Are Used Against Women (1991), en í greininni skrifar hún um ástand kynferðisbrotamála í Svíþjóð. Það er ansi fróðleg lesning og vægast sagt sænsku lögreglunni og dómstólum til lítils hróss. Það var semsagt ekki að ósekju að sænski blaðamaðurinn Stieg Larsson skrifaði bækur sínar um karla sem hata konur.
Nema hvað, greinin er ætluð sem innlegg í umræðuna um Assange og hvort réttmætt hafi verið að lýsa eftir honum og handtaka. Naomi Wolf telur það mikla fjarstæðu enda séu svo margir nauðgarar frjálsir ferða sinna í Svíþjóð að það geti ekki verið óvart að maður sem nýlega hefur lekið öllum þessum stolnu leyniskjölum og móðgað Bandaríkjastjórn sé alltíeinu tekinn út fyrir sviga og eltur uppi. Það er afar fín röksemd hjá henni og miðað við allt sem hún segir um fyrrgreint ástand kynferðisbrotamála í Svíþjóð þá er þetta mjög líklegt.
Hvergi í þessari grein lætur Naomi Wolf þá skoðun þó í ljós að henni finnist eitthvað athugavert við ásakanirnar sjálfar eða gefur til kynna að Assange sé saklaus af því að hafa beitt konurnar tvær kynferðisofbeldi.** Enda fjallar grein hennar ekki um það heldur að verið sé að misnota þetta tiltekna mál til að hafa hendur í hári forsvarsmanns Wikileaks. Ég get alveg fallist á það sjónarmið hennar enda þótt ég vildi gjarnan að allir nauðgarar væru eltir heimshorna á milli til að svara til saka fyrir afbrot sín, ekki bara þeir sem fara í taugarnar á Bandaríkjamönnum.
__
* Úr umfjöllun Fréttablaðsins þar sem vitnað er í grein Naomi Wolf (þýðing blaðamannsins hér látin óáreitt þrátt fyrir að hún þurfi augljósrar lagfæringar við).
** Viðbót 21.des: Ég skildi grein Naomi Wolf þannig að hún efaðist ekki um að ákærurnar á hendur Assange væru á rökum reistar, en síðan hún skrifaði þessa grein mun hún ítrekað hafa sagt að enginn fótur væri fyrir þeim. Hildur Lilliendahl segir frá þessari afstöðu Naomi Wolf (sem fær mig til að dauðskammast mín fyrir að hafa vitnað í Naomi Wolf yfirleitt en ekki ætla ég að eyða færslunni fyrir því; enda stendur afstaða mín um að Assange geti vel verið sekur um glæp þó líta megi á hann sem hetju vegna Wikileaks). Eins og alltaf þegar fjallað er um kynferðisbrotamál ryðjast karlmenn inn í athugasemdakerfi Hildar til að lýsa því yfir að konum sé aldrei nauðgað og verður það seint skemmtileg lesning.
Nema hvað, greinin er ætluð sem innlegg í umræðuna um Assange og hvort réttmætt hafi verið að lýsa eftir honum og handtaka. Naomi Wolf telur það mikla fjarstæðu enda séu svo margir nauðgarar frjálsir ferða sinna í Svíþjóð að það geti ekki verið óvart að maður sem nýlega hefur lekið öllum þessum stolnu leyniskjölum og móðgað Bandaríkjastjórn sé alltíeinu tekinn út fyrir sviga og eltur uppi. Það er afar fín röksemd hjá henni og miðað við allt sem hún segir um fyrrgreint ástand kynferðisbrotamála í Svíþjóð þá er þetta mjög líklegt.
„Karlmenn eru nánast aldrei vegna ásakana í kynferðisbrotamálum látnir sæta þeirri meðferð sem Assange hefur mátt þola. Allir sem vinna við að hjálpa fórnarlömbum nauðgunar vita, vegna þessara yfirgengilegu viðbragða, að Bretar og Svíar, örugglega undir þrýstingi frá Bandaríkjunum, eru á kaldrifjaðan hátt að nota nauðgunarmálið sem fíkjublað til að hylja þá skömm sem hvílir yfir alþjóðlegu og mafíukenndu leynimakki um að þagga niður í andófsröddum.“*
Hvergi í þessari grein lætur Naomi Wolf þá skoðun þó í ljós að henni finnist eitthvað athugavert við ásakanirnar sjálfar eða gefur til kynna að Assange sé saklaus af því að hafa beitt konurnar tvær kynferðisofbeldi.** Enda fjallar grein hennar ekki um það heldur að verið sé að misnota þetta tiltekna mál til að hafa hendur í hári forsvarsmanns Wikileaks. Ég get alveg fallist á það sjónarmið hennar enda þótt ég vildi gjarnan að allir nauðgarar væru eltir heimshorna á milli til að svara til saka fyrir afbrot sín, ekki bara þeir sem fara í taugarnar á Bandaríkjamönnum.
__
* Úr umfjöllun Fréttablaðsins þar sem vitnað er í grein Naomi Wolf (þýðing blaðamannsins hér látin óáreitt þrátt fyrir að hún þurfi augljósrar lagfæringar við).
** Viðbót 21.des: Ég skildi grein Naomi Wolf þannig að hún efaðist ekki um að ákærurnar á hendur Assange væru á rökum reistar, en síðan hún skrifaði þessa grein mun hún ítrekað hafa sagt að enginn fótur væri fyrir þeim. Hildur Lilliendahl segir frá þessari afstöðu Naomi Wolf (sem fær mig til að dauðskammast mín fyrir að hafa vitnað í Naomi Wolf yfirleitt en ekki ætla ég að eyða færslunni fyrir því; enda stendur afstaða mín um að Assange geti vel verið sekur um glæp þó líta megi á hann sem hetju vegna Wikileaks). Eins og alltaf þegar fjallað er um kynferðisbrotamál ryðjast karlmenn inn í athugasemdakerfi Hildar til að lýsa því yfir að konum sé aldrei nauðgað og verður það seint skemmtileg lesning.
Efnisorð: alþjóðamál, Nauðganir, pólitík
<< Home