Örlar á vitundarvakningu innan um alla fordómana gegn konum sem er nauðgað
Ekki þykir nóg að gert með framgöngu Björgvins Björgvinssonar yfirmanns kynferðisbrotadeildar (aftur og nýbúinn) og Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara í því að níða skóinn af þolendum kynferðisbrota. Nú er konu stjakað fram á sviðið með sömu skilaboð, líklega í þeirri von að það veki ekki eins hörð viðbrögð og þegar kallarnir útmáluðu skoðanir sínar á því ábyrgðarleysi kvenna að vera sífellt að láta nauðga sér.
Ég hirði ekki um að endurtaka allt það sem þessi nýi talsmaður er hvorteðer að tyggja upp eftir skúnkunum tveimur; það er meira og minna sama ruglaða rausið um að „mörkin á milli þess hvenær kynmök fara fram með samþykki beggja og hvenær ekki verða æ óljósari.“ Og einhverstaðar blandast fjölgun eftirlitsmyndavéla inn í málið sem voða fín forvörn gegn nauðgunum, það var nefnilega það.
En þó stærstur hluti greinarinnar sé angandi af sama skítaviðhorfinu og hjá skúnkunum þá eru örfáir punktar innanum sem benda til að einhverjum innan kerfisins hafi dottið í hug að það væri hugsanlega kannski mögulega ástæða til að skoða aðeins nauðgarana sjálfa.
Undir miðja grein spyr Sigríður J. Hjaltested aðstoðarsaksóknari þessarar spurningar: „Hvernig er annað hægt en að beina kastljósinu líka að gerandanum, þegar talað er um forvarnir í tengslum við nauðganir." Það er svo talsvert eftir miðja grein (í fjórða dálki af fimm í Fréttablaðinu) sem hún gerir loksins tilraun til að skoða gerðir gerandans:
Sko til. Ég er auðvitað ósammála því að hægt sé að flokka nauðganir sem ólögmæta nauðung (þó ég sé sammála orðanna hljóðan þá er greinilegt að þá er dómsvaldið að lækka refsingu nauðgarans) og því bulli að ásetningur skipti mestu máli, sbr. það sem ég hef áður sagt um að nauðgarar eru ekki endilega að tauta fyrir munni sér: „Hér kem ég, nauðgarinn, og ætla að nauðga konu“.
Áfram heldur Sigríður:
Hér liggur mér við að hrópa húrra ef ekki væri fyrir hinn augljósa skort á orðinu „klám“ í þessu samhengi, og gott ef ekki „klámvæðing“ og „klámnotkun“. En það er greinilegt að þarna er þó einhverskonar meðvitund um að tengsl séu milli ójafnra stöðu kynjanna og nauðgana og gott ef ekki er gefið í skyn að kvenfyrirlitning ráði gerðum nauðgarana.
Það virðist því vera að fundurinn sem dómsmála- og mannréttindaráðherra boðaði til hafi borið þann árangur að nú er þó allavega örlitlu púðri eytt í nauðgarana sjálfa. Halla Gunnarsdóttir aðstoðarmaður ráðherrans skrifaði með honum grein sem birtist í Fréttablaðinu og er einnig birt á bloggsíðu hennar.*** Þar segir: „Meðal hugmynda sem komu fram voru rannsókn á áhrifum breytinga á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga frá árinu 2007; kynningarátak um viðbrögð við nauðgun; endurmenntunarnámskeið fyrir dómara um áhrif kynferðislegs ofbeldis á brotaþola …“ og fleira er talið upp. Væri farið að öllum tillögum yrði það til mikilla bóta, svo mikið er víst.
Hinu má hinsvegar ekki gleyma að það þarf að leiðrétta forritið í hausnum á karlmönnum, það viðhorf sem sannarlega var til staðar fyrir daga klámvæðingarinnar en hefur síðan margeflst við eldsneytisgjöfina, það viðhorf til kvenkynsins að allar konur séu þeim óæðri og konur séu til þess að þjóna karlmönnum á hvern þann veg sem þeim þóknast.
Ábyrgðin á því að leiðrétta þetta viðhorf liggur hjá karlmönnum.
___
* Skýru mörkin eru þá að æpa nei! Allt annað er ómark, eins og margsinnis hefur komið fram í viðhorfi verjenda nauðgara (Sveini Andra Sveinssyni) og öðrum sem leynt og ljóst halda með þessháttar manngerðum.
** Mér finnst reyndar eins og eingöngu sé gert ráð fyrir að ungir drukknir karlmenn nauðgi en ekki menn á hvaða aldri sem er (og þurfa því ekki að vera fæddir inn í sms tilveru!) eða að menn nauðgi án þess að vera sjálfir illa áttaðir eða minnislausir af ölvun.
*** Halla birtir líka fínan pistil í dag en hún er greinilega jafn lítið hrifin og ég af framlagi Þórarins Þórarinssonar og Jakobs Bjarnar Grétarssonar til fegrunar vændis, en í Fréttablaðinu er mikil lofgjörð til vændiskúnna þar sem bólfimi þeirra er hrósað í hástert. Halla hefur tekið viðtöl við vændiskonur sem segja þetta um vændiskúnna: „Það er mjög merkilegt hvað mönnum dettur í hug að gera við þessar konur. Þeir berja þær, skera þær og troða alls konar hlutum inn í leggöngin á þeim. Ég held að þeir hafi þessar skrítnu hvatir en virði konurnar sínar of mikið til að gera þetta við þær. Þá er það auðvitað ágætur díll að borga 30 þúsund kall og fá að gera það sem þér sýnist.“ Mæli með að fólk lesi það sem Halla segir um þetta frekar en trúa mönnum eins og Jakobi Bjarnar sem er einn af helstu talsmönnum klámiðnaðarins á Íslandi og eflaust á launum allt árið hjá Geira í Goldfinger við ímyndarsköpun.
Ég hirði ekki um að endurtaka allt það sem þessi nýi talsmaður er hvorteðer að tyggja upp eftir skúnkunum tveimur; það er meira og minna sama ruglaða rausið um að „mörkin á milli þess hvenær kynmök fara fram með samþykki beggja og hvenær ekki verða æ óljósari.“ Og einhverstaðar blandast fjölgun eftirlitsmyndavéla inn í málið sem voða fín forvörn gegn nauðgunum, það var nefnilega það.
En þó stærstur hluti greinarinnar sé angandi af sama skítaviðhorfinu og hjá skúnkunum þá eru örfáir punktar innanum sem benda til að einhverjum innan kerfisins hafi dottið í hug að það væri hugsanlega kannski mögulega ástæða til að skoða aðeins nauðgarana sjálfa.
Undir miðja grein spyr Sigríður J. Hjaltested aðstoðarsaksóknari þessarar spurningar: „Hvernig er annað hægt en að beina kastljósinu líka að gerandanum, þegar talað er um forvarnir í tengslum við nauðganir." Það er svo talsvert eftir miðja grein (í fjórða dálki af fimm í Fréttablaðinu) sem hún gerir loksins tilraun til að skoða gerðir gerandans:
„Gerandinn hugsar um það eitt að fá það sem hann telur sig hafa fengið samþykki fyrir og þegar skýr mörk eru ekki sett* sér hann ekkert athugavert við hegðun sína. Þetta er það tímamark sem mestu máli skiptir við mat á sönnun og því hvort nauðgun af ásetningi hafi átt sér stað. Undanfarið hafa þó nokkrir dómar fallið þar sem atvik sem þessi hafa verið felld undir ólögmæta nauðung en eðli máls samkvæmt er sönnunarstaðan erfiðari þegar svo háttar til. Algengt er að stig ásetnings sé lægra í slíkum málum en öðrum. Sálfræðingar hafa bent á, einkum þegar um unga gerendur er að ræða, að oft sé um óviðeigandi kynferðislega hegðun að ræða fremur en ásetning. Er þá átt við að gerandinn hafi ekki fullþroskaða kynferðisvitund og sé ófær um að sjá fyrir sér afleiðingar gjörða sinna. Nýverið var sett á fót meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir unga sakhæfa gerendur þar sem einblínt er á þetta.“
Sko til. Ég er auðvitað ósammála því að hægt sé að flokka nauðganir sem ólögmæta nauðung (þó ég sé sammála orðanna hljóðan þá er greinilegt að þá er dómsvaldið að lækka refsingu nauðgarans) og því bulli að ásetningur skipti mestu máli, sbr. það sem ég hef áður sagt um að nauðgarar eru ekki endilega að tauta fyrir munni sér: „Hér kem ég, nauðgarinn, og ætla að nauðga konu“.
Áfram heldur Sigríður:
„Úrræðið miðar þá að því að kenna þeim að stýra hegðun sinni á réttar brautir. Það er í sjálfu sér sjálfstætt rannsóknarefni að greina hvað veldur því þegar ungir gerendur** telja sig nánast hafa „rétt" á líkama stúlkna sem þeir ganga út frá að séu „til í tuskið". Gæti verið að þarna séu einhver tengsl við nýlegar niðurstöður könnunar sem gerð var á meðal ungra manna og endurspegluðu gamaldags viðhorf þeirra til jafnréttis?“
Hér liggur mér við að hrópa húrra ef ekki væri fyrir hinn augljósa skort á orðinu „klám“ í þessu samhengi, og gott ef ekki „klámvæðing“ og „klámnotkun“. En það er greinilegt að þarna er þó einhverskonar meðvitund um að tengsl séu milli ójafnra stöðu kynjanna og nauðgana og gott ef ekki er gefið í skyn að kvenfyrirlitning ráði gerðum nauðgarana.
Það virðist því vera að fundurinn sem dómsmála- og mannréttindaráðherra boðaði til hafi borið þann árangur að nú er þó allavega örlitlu púðri eytt í nauðgarana sjálfa. Halla Gunnarsdóttir aðstoðarmaður ráðherrans skrifaði með honum grein sem birtist í Fréttablaðinu og er einnig birt á bloggsíðu hennar.*** Þar segir: „Meðal hugmynda sem komu fram voru rannsókn á áhrifum breytinga á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga frá árinu 2007; kynningarátak um viðbrögð við nauðgun; endurmenntunarnámskeið fyrir dómara um áhrif kynferðislegs ofbeldis á brotaþola …“ og fleira er talið upp. Væri farið að öllum tillögum yrði það til mikilla bóta, svo mikið er víst.
Hinu má hinsvegar ekki gleyma að það þarf að leiðrétta forritið í hausnum á karlmönnum, það viðhorf sem sannarlega var til staðar fyrir daga klámvæðingarinnar en hefur síðan margeflst við eldsneytisgjöfina, það viðhorf til kvenkynsins að allar konur séu þeim óæðri og konur séu til þess að þjóna karlmönnum á hvern þann veg sem þeim þóknast.
Ábyrgðin á því að leiðrétta þetta viðhorf liggur hjá karlmönnum.
___
* Skýru mörkin eru þá að æpa nei! Allt annað er ómark, eins og margsinnis hefur komið fram í viðhorfi verjenda nauðgara (Sveini Andra Sveinssyni) og öðrum sem leynt og ljóst halda með þessháttar manngerðum.
** Mér finnst reyndar eins og eingöngu sé gert ráð fyrir að ungir drukknir karlmenn nauðgi en ekki menn á hvaða aldri sem er (og þurfa því ekki að vera fæddir inn í sms tilveru!) eða að menn nauðgi án þess að vera sjálfir illa áttaðir eða minnislausir af ölvun.
*** Halla birtir líka fínan pistil í dag en hún er greinilega jafn lítið hrifin og ég af framlagi Þórarins Þórarinssonar og Jakobs Bjarnar Grétarssonar til fegrunar vændis, en í Fréttablaðinu er mikil lofgjörð til vændiskúnna þar sem bólfimi þeirra er hrósað í hástert. Halla hefur tekið viðtöl við vændiskonur sem segja þetta um vændiskúnna: „Það er mjög merkilegt hvað mönnum dettur í hug að gera við þessar konur. Þeir berja þær, skera þær og troða alls konar hlutum inn í leggöngin á þeim. Ég held að þeir hafi þessar skrítnu hvatir en virði konurnar sínar of mikið til að gera þetta við þær. Þá er það auðvitað ágætur díll að borga 30 þúsund kall og fá að gera það sem þér sýnist.“ Mæli með að fólk lesi það sem Halla segir um þetta frekar en trúa mönnum eins og Jakobi Bjarnar sem er einn af helstu talsmönnum klámiðnaðarins á Íslandi og eflaust á launum allt árið hjá Geira í Goldfinger við ímyndarsköpun.
Efnisorð: dómar, feminismi, karlmenn, Klám, löggan, Nauðganir, ofbeldi, vændi
<< Home