Viðhorf og aðbúnaður með besta móti
Ein af forsendunum sem gefin er fyrir því í pistlinum sem Parísardaman vísaði til og fjallaði um unglingsstúlkur og fóstureyðingar, er sú að íslenskt þjóðfélag sé haldið „barnfyrirlitningu“, þ.e. barnfjandsamlegt. Þetta kemur mér nokkuð spánskt fyrir sjónir.
Líklega fær engin stofnun jafn mikið af gjöfum frá almenningi og fyrirtækjum og Barnaspítali Hringsins. Heilbrigði barna er okkur öllum mikilvægt og velvildin í þeirra garð mikil, ef marka má þetta.
Á þeim árum sem samtök um kvennaframboð og síðar Kvennalistinn voru við lýði settu þau dagvistunarmál á oddinn og fleiri barnvæn málefni (og reyndar réttinn til fóstureyðinga) og þó ég nenni ekki að telja upp allt það góða sem þær ágætu konur lögðu til og varð að veruleika með einum eða öðrum hætti, þá verður að geta þess að þær upphófu mæðrahlutverkið upp í æðra veldi og hömpuðu börnum í tíma og ótíma. Margar myndir af Kvennalistakonum eru af þeim með börnin sín í fanginu og ritnefnd Veru, sem var málgagn þeirra, lét iðulega taka af sér þannig myndir. Varla hægt að tala um barnfyrirlitningu þar.
Mogginn hefur frá því að ég man eftir mér birt myndir af fjórum eða jafnvel fimm ættliðum kvenna og þarf ekki mikla útreikninga til að átta sig á að allar voru konurnar barnungar þegar þær ólu sitt fyrsta barn. Nýlega var í Fréttablaðinu svona mynd af sex ættliðum og útskýrt hvað hver kona hefur verið gömul þegar barnið (sem er þá um leið móðir næsta barns á myndinni) kom í heiminn. Engin þeirra hefur verið meira en tvítug þegar hún eignaðist dótturina, ein var átján ára og ein sextán. Ekki var tekið fram hvort dæturnar hefðu verið fyrstu börn þeirra. Ekki er að sjá að dagblöðin séu með þessu að viðra fyrirlitningu á ungum mæðrum. Frekar mætti halda því fram að hér þyki gott að unglingsstúlkur fæði börn, þó að í flestum öðrum vestrænum ríkjum þyki það miður og jafnvel talað um það sem ákveðið vandamál.
Þetta er einfaldlega ekki þjóðfélag sem fordæmir ungar mæður heldur styður þær á ýmsa lund rétt eins og aðrar mæður (þrátt fyrir niðurskurð á öllum sviðum eru hér enn greiddar barnabætur og fæðingar- og foreldraorlof). Samkvæmt „vísitölu mæðra“ er Ísland í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem mæður eiga auðveldast með að sinna hlutverki sínu. Þá skiptir líka máli að dagvistunarmál hafa hér verið til fyrirmyndar eftir að Kvennalistinn kom þeim á koppinn og öll börn hljóta ókeypis skólagöngu og heilbrigðisþjónustu.*
Síðast en ekki síst þá eru börn allstaðar velkomin og þeim gert hátt undir höfði í allri afþreyingu: söfn bjóða uppá barnadagskrár, sundlaugar eru sniðnar að börnum (svo mjög að heilu sveitarfélögin fara á hausinn í viðleitni sinni til að bjóða þeim æsilegustu rennibrautirnar) og ef „barna-“ stimpillinn er ekki settur framan við viðburði er það vegna þess að verið er að höfða til fjölskyldunnar í heild, því fátt er það sem ekki er auglýst upp sem fjölskylduvænt eða í fjölskyldupakkningum.** Því er varla hægt að segja að börn eða barnafjölskyldur séu höfð útundan.
Að öllu ofansögðu er mér því óskiljanlegt hvernig hægt er að fá það út að fóstureyðingar séu vegna barnfyrirlitningar í samfélaginu og hér ríki virðingarleysi gagnvart móðurhlutverkinu.
___
* Reyndar eru tannlækningar af óútskýranlegum ástæðum ekki taldar til hennar og er því tannheilsa barna í engum takti við aðra heilsugæslu.
** Auðvitað er þetta kapítalískt en ekki endilega gert með hagsmuni barna eða fjölskyldna; verslun og þjónusta lítur fyrst og fremst á fjölskyldur sem stóran markhóp.
Líklega fær engin stofnun jafn mikið af gjöfum frá almenningi og fyrirtækjum og Barnaspítali Hringsins. Heilbrigði barna er okkur öllum mikilvægt og velvildin í þeirra garð mikil, ef marka má þetta.
Á þeim árum sem samtök um kvennaframboð og síðar Kvennalistinn voru við lýði settu þau dagvistunarmál á oddinn og fleiri barnvæn málefni (og reyndar réttinn til fóstureyðinga) og þó ég nenni ekki að telja upp allt það góða sem þær ágætu konur lögðu til og varð að veruleika með einum eða öðrum hætti, þá verður að geta þess að þær upphófu mæðrahlutverkið upp í æðra veldi og hömpuðu börnum í tíma og ótíma. Margar myndir af Kvennalistakonum eru af þeim með börnin sín í fanginu og ritnefnd Veru, sem var málgagn þeirra, lét iðulega taka af sér þannig myndir. Varla hægt að tala um barnfyrirlitningu þar.
Mogginn hefur frá því að ég man eftir mér birt myndir af fjórum eða jafnvel fimm ættliðum kvenna og þarf ekki mikla útreikninga til að átta sig á að allar voru konurnar barnungar þegar þær ólu sitt fyrsta barn. Nýlega var í Fréttablaðinu svona mynd af sex ættliðum og útskýrt hvað hver kona hefur verið gömul þegar barnið (sem er þá um leið móðir næsta barns á myndinni) kom í heiminn. Engin þeirra hefur verið meira en tvítug þegar hún eignaðist dótturina, ein var átján ára og ein sextán. Ekki var tekið fram hvort dæturnar hefðu verið fyrstu börn þeirra. Ekki er að sjá að dagblöðin séu með þessu að viðra fyrirlitningu á ungum mæðrum. Frekar mætti halda því fram að hér þyki gott að unglingsstúlkur fæði börn, þó að í flestum öðrum vestrænum ríkjum þyki það miður og jafnvel talað um það sem ákveðið vandamál.
Þetta er einfaldlega ekki þjóðfélag sem fordæmir ungar mæður heldur styður þær á ýmsa lund rétt eins og aðrar mæður (þrátt fyrir niðurskurð á öllum sviðum eru hér enn greiddar barnabætur og fæðingar- og foreldraorlof). Samkvæmt „vísitölu mæðra“ er Ísland í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem mæður eiga auðveldast með að sinna hlutverki sínu. Þá skiptir líka máli að dagvistunarmál hafa hér verið til fyrirmyndar eftir að Kvennalistinn kom þeim á koppinn og öll börn hljóta ókeypis skólagöngu og heilbrigðisþjónustu.*
Síðast en ekki síst þá eru börn allstaðar velkomin og þeim gert hátt undir höfði í allri afþreyingu: söfn bjóða uppá barnadagskrár, sundlaugar eru sniðnar að börnum (svo mjög að heilu sveitarfélögin fara á hausinn í viðleitni sinni til að bjóða þeim æsilegustu rennibrautirnar) og ef „barna-“ stimpillinn er ekki settur framan við viðburði er það vegna þess að verið er að höfða til fjölskyldunnar í heild, því fátt er það sem ekki er auglýst upp sem fjölskylduvænt eða í fjölskyldupakkningum.** Því er varla hægt að segja að börn eða barnafjölskyldur séu höfð útundan.
Að öllu ofansögðu er mér því óskiljanlegt hvernig hægt er að fá það út að fóstureyðingar séu vegna barnfyrirlitningar í samfélaginu og hér ríki virðingarleysi gagnvart móðurhlutverkinu.
___
* Reyndar eru tannlækningar af óútskýranlegum ástæðum ekki taldar til hennar og er því tannheilsa barna í engum takti við aðra heilsugæslu.
** Auðvitað er þetta kapítalískt en ekki endilega gert með hagsmuni barna eða fjölskyldna; verslun og þjónusta lítur fyrst og fremst á fjölskyldur sem stóran markhóp.
Efnisorð: almennt, heilbrigðismál, pólitík
<< Home