Feit, og hvað með það?
Í dag var haldið málþing um fitufordóma þar sem þau Kerry O’Brien og Marilyn Wann töluðu, hann frá sjónarhóli heilsu- og félagssálfræði en hún sem baráttukona gegn holdafarsmismunun. Fundi stýrði hin ágæta Sigrún Daníelsdóttir sem heldur úti blogginu Líkamsvirðing og ég hef áður getið að góðu. Enda þótt erindi Kerrys hafi verið fróðlegt þá var Marylin Wann svo hrikalega skemmtileg að ég hálfgleymdi að málþingið snerist ekki bara um hana.
Ég held samt að ef ég hefði setið með glósubók eins og konan við hliðina á mér og skrifað niður eitthvað af því sem Kerry sagði þá hefði hugsanlega setið eitthvað eftir af því sem hann sagði annað en það að 50% heilbrigðisstarfsmanna vilja helst ekki annast feita sjúklinga, en mér fannst það svo sláandi að ekkert annað komst að í kollinum á mér í lengri tíma á eftir. Það eru engir smá fordómar sem fólk sem er yfir kjörþyngd mætir þegar meirasegja heilbrigðisstarfsfólk hefur óbeit á því.
Einu sinni sá ég heimildarmynd (man ekkert á hvaða sjónvarpsstöð, líklega erlendri) um fordóma gagnvart fólki sem er yfir kjörþyngd og þar var kona sem var mjög áberandi þung fengin til að ganga með falda kvikmyndavél og hljóðupptöku tæki á sér. Það var hræðilegt að verða vitni að því hvernig viðhorfi hún mætti nánast hvar sem hún fór. Fólk starði og benti eða sagði háðslega hluti um líkamsvöxt hennar þegar hún gekk framhjá, rétt svo nógu hátt til að hún heyrði. Verst var þó þegar hún settist inná veitingstað sem var einhverskonar kaffitería. Þar sem hún gekk með bakkann sinn að borðinu mátti sjá fólk gjóta á hana hornauga eða hlæja og þegar hún var sest að snæðingi hreytti fólk sem átti leið framhjá borðinu hennar í hana ónotum. Einn maður lagði greinilega lykkju á leið sína til að komast í færi við hana og hellti yfir hana svívirðingum í hálfum hljóðum þannig að enginn annar í salnum heyrði hve andstyggilegur hann var við þessa bláókunnugu konu sem ekkert hafði gert honum. Þetta var, að sögn konunnar, daglegur viðburður. Hvernig fólk á að þola svona framkomu dag hvern er mér óskiljanlegt. Enda er sjálfsvirðing margra þeirra sem eru langt yfir kjörþyngd afar langt frá því að vera í lagi.
Og á þetta var einmitt bent á málþinginu, að almenningur virðist líta svo á að hægt sé að láta feitt fólk skammast sín til að fara í megrun og ef það sé bara nógu oft látið vita af hve mikil sjónmengun sé af því þá endi það á því að grenna sig og lifa löngu og hamingjusömu lífi. Fólk sem er yfir kjörþyngd er hinsvegar allajafna sér ágætlega meðvitað um þyngd sína og þarf ekkert aðstoð umheimsins til að gera sér grein fyrir henni, og þetta sífellda 'velmeinandi' tuð — hvað þá svívirðingar — gera ekkert annað en láta fólki líða illa andlega. En, eins og bent var á á málþinginu, þá er fólk sem er yfir kjörþyngd iðulega skotspænir fólks sem er að reyna upphefja sjálft sig á þess kostnað; það er semsagt ekki af umhyggju fyrir heilsufari þeirra feitu sem sífellt er verið að hnýta í það, heldur til að fá útrás fyrir eigin vanlíðan af einhverjum toga.
Um daginn var ég að hlusta á gamlan Víðsjárþátt í hlaðvarpinu (frá 51:43 mínútu) og þar var Þorgerður E. Sigurðardóttir (sú hin sama og nú má berja augum á skjánum í Kiljunni annanhvern miðvikudag) að tala um bókina The Secret. Hún sagði að bókin hafi verið leiðarvísir um hvernig ætti að laða að sér velgengni — en jafnframt forðast að hugsa um það sem það vildi ekki. Þessvegna ætti það ekki að forðast að horfa á feitt fólk, því hugsanir um fitu laði að sér fitu. Hafi fólk á annað borð innbyrt The Secret og trúað bullinu sem þar er að finna, má þá ekki gera ráð fyrir að bókin (og myndin) hafi átt þátt í að auka á fordómum gegn fitu?
Þorgerður E. nefndi að Barbara Ehreinreich hafi gagnrýnt bókina og myndina (enda er sú ágæta kona feministi) en afhverju heyrði ég engan þeirra sem mærðu þessa Secret vitleysu á sínum tíma tala um þetta atriði, sem gengur svo gjörsamlega gegn allri heilbrigðri skynsemi? Var fólk svona brjálæðislega ánægt með að hafa fundið lykilinn að því hvernig ætti að verða ríkt að ekki vottur af gagnrýni komst að í kollinum á því þegar það las þessa fjarstæðu? Fyrirutan að það þyrfti að gera rannsókn á því hvernig fólki sem síkretaði hefur vegnað, þá mætti líka gera rannsóknir á því hvort þessi dómadagsvitleysa hafi sannanlega haft áhrif á fordóma fólks gagnvart fólki sem lítur á einhvern hátt „óæskilega“ út. Það væri nú eftir öðru.
Það er því ekki vanþörf á því að hengja upp á vinnustöðum eða heimilium plaggið sem ég tók með mér heim af málþinginu. Þar stendur:
___
* Ekki að mér þyki skynsemi í að halda að fólk geti laðað að sér ríkidæmi með því að „hugsa sig ríkan“ — og hef áður talað háðslega um það að síkreta — en það að einhver verði feit afþví að horfa á feitt fólk?! Trúir þessu einhver?
Ég held samt að ef ég hefði setið með glósubók eins og konan við hliðina á mér og skrifað niður eitthvað af því sem Kerry sagði þá hefði hugsanlega setið eitthvað eftir af því sem hann sagði annað en það að 50% heilbrigðisstarfsmanna vilja helst ekki annast feita sjúklinga, en mér fannst það svo sláandi að ekkert annað komst að í kollinum á mér í lengri tíma á eftir. Það eru engir smá fordómar sem fólk sem er yfir kjörþyngd mætir þegar meirasegja heilbrigðisstarfsfólk hefur óbeit á því.
Einu sinni sá ég heimildarmynd (man ekkert á hvaða sjónvarpsstöð, líklega erlendri) um fordóma gagnvart fólki sem er yfir kjörþyngd og þar var kona sem var mjög áberandi þung fengin til að ganga með falda kvikmyndavél og hljóðupptöku tæki á sér. Það var hræðilegt að verða vitni að því hvernig viðhorfi hún mætti nánast hvar sem hún fór. Fólk starði og benti eða sagði háðslega hluti um líkamsvöxt hennar þegar hún gekk framhjá, rétt svo nógu hátt til að hún heyrði. Verst var þó þegar hún settist inná veitingstað sem var einhverskonar kaffitería. Þar sem hún gekk með bakkann sinn að borðinu mátti sjá fólk gjóta á hana hornauga eða hlæja og þegar hún var sest að snæðingi hreytti fólk sem átti leið framhjá borðinu hennar í hana ónotum. Einn maður lagði greinilega lykkju á leið sína til að komast í færi við hana og hellti yfir hana svívirðingum í hálfum hljóðum þannig að enginn annar í salnum heyrði hve andstyggilegur hann var við þessa bláókunnugu konu sem ekkert hafði gert honum. Þetta var, að sögn konunnar, daglegur viðburður. Hvernig fólk á að þola svona framkomu dag hvern er mér óskiljanlegt. Enda er sjálfsvirðing margra þeirra sem eru langt yfir kjörþyngd afar langt frá því að vera í lagi.
Og á þetta var einmitt bent á málþinginu, að almenningur virðist líta svo á að hægt sé að láta feitt fólk skammast sín til að fara í megrun og ef það sé bara nógu oft látið vita af hve mikil sjónmengun sé af því þá endi það á því að grenna sig og lifa löngu og hamingjusömu lífi. Fólk sem er yfir kjörþyngd er hinsvegar allajafna sér ágætlega meðvitað um þyngd sína og þarf ekkert aðstoð umheimsins til að gera sér grein fyrir henni, og þetta sífellda 'velmeinandi' tuð — hvað þá svívirðingar — gera ekkert annað en láta fólki líða illa andlega. En, eins og bent var á á málþinginu, þá er fólk sem er yfir kjörþyngd iðulega skotspænir fólks sem er að reyna upphefja sjálft sig á þess kostnað; það er semsagt ekki af umhyggju fyrir heilsufari þeirra feitu sem sífellt er verið að hnýta í það, heldur til að fá útrás fyrir eigin vanlíðan af einhverjum toga.
Um daginn var ég að hlusta á gamlan Víðsjárþátt í hlaðvarpinu (frá 51:43 mínútu) og þar var Þorgerður E. Sigurðardóttir (sú hin sama og nú má berja augum á skjánum í Kiljunni annanhvern miðvikudag) að tala um bókina The Secret. Hún sagði að bókin hafi verið leiðarvísir um hvernig ætti að laða að sér velgengni — en jafnframt forðast að hugsa um það sem það vildi ekki. Þessvegna ætti það ekki að forðast að horfa á feitt fólk, því hugsanir um fitu laði að sér fitu. Hafi fólk á annað borð innbyrt The Secret og trúað bullinu sem þar er að finna, má þá ekki gera ráð fyrir að bókin (og myndin) hafi átt þátt í að auka á fordómum gegn fitu?
Þorgerður E. nefndi að Barbara Ehreinreich hafi gagnrýnt bókina og myndina (enda er sú ágæta kona feministi) en afhverju heyrði ég engan þeirra sem mærðu þessa Secret vitleysu á sínum tíma tala um þetta atriði, sem gengur svo gjörsamlega gegn allri heilbrigðri skynsemi? Var fólk svona brjálæðislega ánægt með að hafa fundið lykilinn að því hvernig ætti að verða ríkt að ekki vottur af gagnrýni komst að í kollinum á því þegar það las þessa fjarstæðu? Fyrirutan að það þyrfti að gera rannsókn á því hvernig fólki sem síkretaði hefur vegnað, þá mætti líka gera rannsóknir á því hvort þessi dómadagsvitleysa hafi sannanlega haft áhrif á fordóma fólks gagnvart fólki sem lítur á einhvern hátt „óæskilega“ út. Það væri nú eftir öðru.
Það er því ekki vanþörf á því að hengja upp á vinnustöðum eða heimilium plaggið sem ég tók með mér heim af málþinginu. Þar stendur:
Hér er borin virðing fyrir fjölbreytileika líkamsvaxtar
Vinsamlegast haldið ykkur frá megrunartali, neikvæðum athugasemdum um eigin líkama og öðrum ónotalegheitum.
___
* Ekki að mér þyki skynsemi í að halda að fólk geti laðað að sér ríkidæmi með því að „hugsa sig ríkan“ — og hef áður talað háðslega um það að síkreta — en það að einhver verði feit afþví að horfa á feitt fólk?! Trúir þessu einhver?
Efnisorð: feminismi, fordómar, heilbrigðismál, líkamsvirðing
<< Home