Hræðileg ferðafrelsisskerðing, búhú
Áður en ég sá heilsíðuauglýsinguna um „Táknræna jarðaför á ferðafrelsi“ í Fréttablaðinu var ég búin að lesa frétt á bls. 4 undir fyrirsögninni Krefjast ferðafrelsis í Vatnajökulsþjóðgarði. Þar er talað við karlmann sem grenjar hástöfum yfir því að „loka eigi fyrir akandi umferð og reiðmönnum“ svo þeir komist ekki um Vonarskarð. Sá náungi rekur fjórhjólaleigu en eins og allir vita þá er ferðafrelsi skilgreint sem rétturinn til að aka um þjóðgarða á fjórhjólum. Líka er talað við eiganda hestaleigu sem finnst ósanngjarnt ef þjóðgarðar eigi eingöngu að vera fyrir gangandi fólk.*
En það er hann þessi með fjórhjólin** sem klúðraði málstað þeirra sem eru ósáttir við verndaráætlunina um Vatnajökulsþjóðgarð. Hann segir nefnilega, ægilega sár, að þeir sem ráði þessari stefnu séu „nokkrir menn sem vilja geta komist þarna með gönguhópa og gengið um heilu víðátturnar í algjörri kyrrð og þögn.“
Þetta eru greinilega algerir níðingar!
Hvernig er hægt að taka afstöðu með svona fólki sem vill barasta geta gengið í algjörri kyrrð og þögn þegar fjórhjólamenn og jeppamenn vilja fá að burra um með hávaða svo undir taki?!
Heilsíðuauglýsingin aftar í blaðinu*** skartar svo lógóum Óbyggðaferða, fjallabílafyrirtækja og -félaga, snjósleðainnflytjenda og síðast en ekki síst: skotveiðimanna. En það er auðvitað fáránlegt að ekki megi drepa neinn í þjóðgarðinum, það segir sig sjálft.
Ferðafrelsi, samkvæmt þessum fríða hóp,**** er rétturinn til að vera með hávaða, spæna upp landið og drepa allt kvikt. Ófrelsið er að þurfa að vera í einhverri helvítis kyrrð og þögn — jafnvel þótt ferðamennirnir útlendu sem koma til að ferðast um landið sækist einmitt eftir því, og gott ef ekki einhverjir brjálaðir íslenskir kyrrðarfíklar líka. En það skal hver lófastór blettur vera undirlagður jeppum og fjórhjólum, snjósleðum og hestamönnum á fylleríi. Stuð og stemning og ef ekki, já þá er barasta haldin táknræn jarðaför! Hvaða snillingur fékk nú þá hugmynd?
___
* Reyndar finnst mér hestar eiga talsvert meiri tilverurétt í þjóðgörðum en fjórhjól en hross skilja eftir sig slóðir og valda skaða á gróðri þannig að skiljanlegt er að þeim verði ekki hleypt inn, sérstaklega í stórum hópum eins og hestaleigur fara með um landið.
** Skemmtilegt að það er ekki tekið fram í fréttinni að hann reki fjórhjólaleigu heldur er bara sagt að hann sé með ferðaþjónustuna Óbyggðaferðir og sé með ferðir um Vonarskarð.
*** Einhver hefði mátt benda frelsishetjunum sem auglýstu á að yfirleitt er „íslendingar“ skrifað með stórum staf. En það heftir sjálfsagt tjáningarfrelsi þeirra að fylgja þeirri reglu.
**** Á bloggi Páls Ásgeirs Ásgeirssonar hafa menn farið hamförum í athugasemdakerfinu gegn allri takmörkun á umferð og skotveiði í þjóðgarðinum. Þar segir einn þetta: „Er einhver sem ætlar að hlýta þessu kjaftæði um lokanir á vegum og slóðum??? Ég hef marglýst því yfir að ég mun halda áfram að keyra þessa slóða sem við höfum keyrt i mörg ár og sumir í áratugi, mest af þessu er um sanda og mela og littlar hættur á skemmdum. Ef það verða settar keðjur þá verða þær klipptar, ef einhver verður á móti þessu þá getur hinn sami kært mig og það mál mun vinnast fyrir hæsta rétti okkur ferðafólki i hag.“ Þó ég undrist langlundargeð Páls Ásgeirs að leyfa svona liði að vaða uppi með langhunda í athugasemdakerfinu þá er líka ágætt að sjá þetta lið afhjúpa viðhorf sín með þessum hætti.
En það er hann þessi með fjórhjólin** sem klúðraði málstað þeirra sem eru ósáttir við verndaráætlunina um Vatnajökulsþjóðgarð. Hann segir nefnilega, ægilega sár, að þeir sem ráði þessari stefnu séu „nokkrir menn sem vilja geta komist þarna með gönguhópa og gengið um heilu víðátturnar í algjörri kyrrð og þögn.“
Þetta eru greinilega algerir níðingar!
Hvernig er hægt að taka afstöðu með svona fólki sem vill barasta geta gengið í algjörri kyrrð og þögn þegar fjórhjólamenn og jeppamenn vilja fá að burra um með hávaða svo undir taki?!
Heilsíðuauglýsingin aftar í blaðinu*** skartar svo lógóum Óbyggðaferða, fjallabílafyrirtækja og -félaga, snjósleðainnflytjenda og síðast en ekki síst: skotveiðimanna. En það er auðvitað fáránlegt að ekki megi drepa neinn í þjóðgarðinum, það segir sig sjálft.
Ferðafrelsi, samkvæmt þessum fríða hóp,**** er rétturinn til að vera með hávaða, spæna upp landið og drepa allt kvikt. Ófrelsið er að þurfa að vera í einhverri helvítis kyrrð og þögn — jafnvel þótt ferðamennirnir útlendu sem koma til að ferðast um landið sækist einmitt eftir því, og gott ef ekki einhverjir brjálaðir íslenskir kyrrðarfíklar líka. En það skal hver lófastór blettur vera undirlagður jeppum og fjórhjólum, snjósleðum og hestamönnum á fylleríi. Stuð og stemning og ef ekki, já þá er barasta haldin táknræn jarðaför! Hvaða snillingur fékk nú þá hugmynd?
___
* Reyndar finnst mér hestar eiga talsvert meiri tilverurétt í þjóðgörðum en fjórhjól en hross skilja eftir sig slóðir og valda skaða á gróðri þannig að skiljanlegt er að þeim verði ekki hleypt inn, sérstaklega í stórum hópum eins og hestaleigur fara með um landið.
** Skemmtilegt að það er ekki tekið fram í fréttinni að hann reki fjórhjólaleigu heldur er bara sagt að hann sé með ferðaþjónustuna Óbyggðaferðir og sé með ferðir um Vonarskarð.
*** Einhver hefði mátt benda frelsishetjunum sem auglýstu á að yfirleitt er „íslendingar“ skrifað með stórum staf. En það heftir sjálfsagt tjáningarfrelsi þeirra að fylgja þeirri reglu.
**** Á bloggi Páls Ásgeirs Ásgeirssonar hafa menn farið hamförum í athugasemdakerfinu gegn allri takmörkun á umferð og skotveiði í þjóðgarðinum. Þar segir einn þetta: „Er einhver sem ætlar að hlýta þessu kjaftæði um lokanir á vegum og slóðum??? Ég hef marglýst því yfir að ég mun halda áfram að keyra þessa slóða sem við höfum keyrt i mörg ár og sumir í áratugi, mest af þessu er um sanda og mela og littlar hættur á skemmdum. Ef það verða settar keðjur þá verða þær klipptar, ef einhver verður á móti þessu þá getur hinn sami kært mig og það mál mun vinnast fyrir hæsta rétti okkur ferðafólki i hag.“ Þó ég undrist langlundargeð Páls Ásgeirs að leyfa svona liði að vaða uppi með langhunda í athugasemdakerfinu þá er líka ágætt að sjá þetta lið afhjúpa viðhorf sín með þessum hætti.
Efnisorð: frjálshyggja, íslenskt mál, karlmenn, umhverfismál
<< Home