Börnin þræla fyrir Nestlé
Í kvöld horfði ég á heimilidarmyndina Súkkulaði og barnaþrælkun sem sýnd var í Sjónvarpinu. Ég hafði heyrt um hana áður og hún kom mér því ekkert sérstaklega á óvart þó ekki væri þægilegt að horfa á börn sem voru ýmist um það bil að lenda í þrælavinnu, nýsloppin úr höndum þrælasala eða höfðu þegar verið hneppt í þrældóm. Það kom mér tildæmis ekkert á óvart að sjá menn ljúga því blákalt að engin barnaþrælkun tíðkaðist við kakóframleiðsluna eða kaupsýslumenn sem versla með súkkulaði á ráðstefnum fordæma slíkt en snúa blinda auganu að ástandinu eða ljúga líka.
Það sem fékk mig hinsvegar til að lyfta brúnum var að Nestlé, besti vinur barnanna, er beinlínis með starfstöðvar á Fílabeinsströndinni þar sem börn þræla ljóst og leynt á kakóbaunaplantekrum. Það er því ekki hægt fyrir það fyrirtæki að bera fyrir sig að svo margir milliliðir séu á leiðinni frá framleiðanda til verksmiðju að það sé ekki hægt að átta sig á hvað fer fram á hverju stigi framleiðslunnar, handan við næsta horn.
Ég hef áður skrifað um skoðanir mínar á Nestlé fyrirtækinu. Ekki breyttust þær til batnaðar við að sjá myndina.
Það hefur sannarlega lítil áhrif á rekstur Nestlé að litla ég kaupi ekki af þeim. En því fleiri sem sniðganga vörurnar frá Nestlé því meiri líkur eru á að fyrirtækið (og önnur fyrirtæki í sama iðnaði) sjái að sér. Kakóbændur eru ekki að fá sanngjarnt verð fyrir vöru sína, sem veltir miklum upphæðum sem allar fara í vasa vestrænna fyrirtækja á borð við Nestlé; það er hvati fyrir kakóbændur til að verða sér úti um ódýrt eða ókeypis vinnuafl því annars græða þeir ekkert. Þeir munu svosem ekkert hætta að láta ræna fyrir sig börnum ef þeim er bara réttur meiri peningur, heldur yrði að fylgja því eftir með því að neita að kaupa af þeim sem ætluðu að hirða allan arðinn sjálfir án þess að borga fullorðnu starfsfólki mannsæmandi laun.
Slíkar breytingar — sem gætu bjargað fjölda saklausra barna frá þrælkunarvinnu fjarri fjölskyldum sínum í landi þar sem þau skilja ekki tungumálið og fá enga menntun — eru á valdi Nestlé.
Það sem fékk mig hinsvegar til að lyfta brúnum var að Nestlé, besti vinur barnanna, er beinlínis með starfstöðvar á Fílabeinsströndinni þar sem börn þræla ljóst og leynt á kakóbaunaplantekrum. Það er því ekki hægt fyrir það fyrirtæki að bera fyrir sig að svo margir milliliðir séu á leiðinni frá framleiðanda til verksmiðju að það sé ekki hægt að átta sig á hvað fer fram á hverju stigi framleiðslunnar, handan við næsta horn.
Ég hef áður skrifað um skoðanir mínar á Nestlé fyrirtækinu. Ekki breyttust þær til batnaðar við að sjá myndina.
Það hefur sannarlega lítil áhrif á rekstur Nestlé að litla ég kaupi ekki af þeim. En því fleiri sem sniðganga vörurnar frá Nestlé því meiri líkur eru á að fyrirtækið (og önnur fyrirtæki í sama iðnaði) sjái að sér. Kakóbændur eru ekki að fá sanngjarnt verð fyrir vöru sína, sem veltir miklum upphæðum sem allar fara í vasa vestrænna fyrirtækja á borð við Nestlé; það er hvati fyrir kakóbændur til að verða sér úti um ódýrt eða ókeypis vinnuafl því annars græða þeir ekkert. Þeir munu svosem ekkert hætta að láta ræna fyrir sig börnum ef þeim er bara réttur meiri peningur, heldur yrði að fylgja því eftir með því að neita að kaupa af þeim sem ætluðu að hirða allan arðinn sjálfir án þess að borga fullorðnu starfsfólki mannsæmandi laun.
Slíkar breytingar — sem gætu bjargað fjölda saklausra barna frá þrælkunarvinnu fjarri fjölskyldum sínum í landi þar sem þau skilja ekki tungumálið og fá enga menntun — eru á valdi Nestlé.
Efnisorð: alþjóðamál, sniðganga (boycott), Verkalýður
<< Home