föstudagur, október 15, 2010

Steingrími það sem Steingrími ber

Ég skil að vissu leyti það fólk sem er með lítinn rekstur sem gengur útá slíkan smáaurabisness að því finnist ekki taka því að seilast í kvittanaheftið þegar viðskiptavinurinn borgar fyrir þjónustuna. En þegar fyrirtæki sem eru með fólk í vinnu og tölvur uppá skrifborðum og bókhaldskerfi taka uppá því að bjóða mér nótulaus viðskipti þá finnst mér það öllu verra. Hef ég því tekið upp frasa sem mér finnst vel við hæfi að varpa fram við slík tilefni: Steingrími það sem Steingrími ber.

Eða heldur fólk að það efli heilbrigðisþjónustuna, menntakerfið og félagslega kerfið með því að svíkja undan skatti?

Efnisorð: , , , , , ,