Hjól atvinnulífsins, byggingarkranar og klikkaðir karlmenn
Í helgarblaði Fréttablaðsins var fróðleg grein um byggingarkrana. Þar var sagt að enn séu uppistandandi 70 kranar af þeim 320 sem gnæfðu yfir höfuðborgarsvæðið árið 2007. Þeir voru allir í fullri notkun þarna á hápunkti góðærisins en nú eru aðeins 24 af þessum 70 í notkun, hinir rorra einsamlir og engum til gagns.
Árið 2007 var þessara krana ekki þörf frekar en nú, en þá réði sú stemning að byggja sem mest því allir þurftu að græða á fasteignaviðskiptum. Margir þeirra sem þá voru að byggja, selja og kaupa eru nú í verulegum fjárhagsvandræðum. Næstum allir sem störfuðu við að reisa íbúðarhús og atvinnuhúsnæði eru nú atvinnulausir, eða ekki að starfa í byggingariðnaði enda er hann sem liðið lík.
Ég sá alla þessa krana og velti oft fyrir mér hverjir ættu að búa í öllum þessum húsum og leigja allt þetta skrifstofuhúsnæði. Þó óraði mig ekki fyrir hve klikkunin var mikil og offramboð húsnæðis var, það var ekki fyrr en ég fór að hlusta á Krossgötur sem var þáttur Hjálmars Sveinssonar í Ríkisútvarpinu, sem ég heyrði fyrst orðið „verktakalýðræði“ og að ekkert samráð væri milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og að hvert um sig væri í raun með offramboð á byggingarlóðum og þó bættist sífellt við. Heilu hverfin standa nú meira og minna mannlaus (t.d. undir Úlfarsfelli) og stórhýsi eins og Bauhaus standa ónotuð eftir þetta misheppnaða ævintýri.
En semsagt, þegar ég skoðaði greinina og myndirnar af byggingarkrönunum þá fór ég að hugsa um þá stemningu sem er víða um land og áberandi í sumum stjórnmálaflokkum og samtökum atvinnulífsins; sem er sú að það þurfi að ráðast í að virkja alveg helling og reisa svo nógu mikið af álverum útum allar koppagrundir.
Þessar raddir virðast ekkert ætla að hljóðna þó margbúið sé að benda á að framleiðsla rafmagns með vatni eða gufu séu nú kannski ekki eilífðarvélar heldur renni sitt skeið á kannski fáeinum áratugum. Og líka að álver séu ekki endilega framleiðsla framtíðarinnar, tildæmis er farið að nota kolefnatrefjar (e. carbon fiber) í æ meira mæli til að smíða bifreiðar og flugvélar, svo ekki sé nú talað um hve það efni er eftirsótt í hergagnaiðnaði.
En háværu röddunum sem æpa virkja! virkja! virkja! álver! álver! álver! stendur á slétt sama um hvaða atvinnugreinar eiga að taka við þegar búið er að þurrausa auðlindirnar (eins og búið að samþykkja að jarðhiti og vatnsföll séu kölluð) eða ál er ekki lengur vænleg söluvara. Ekki er litið á atvinnuleysi í byggingariðnaði og þá staðreynd að á höfuðborgarsvæðinu þarf ekki að reisa einn einasta steinsteyptan vegg hvað þá grafa fyrir húsi næstu áratugina sem ábendingu um að kannski væri betra að gera minna í einu og fara gætilega í stað þess að blása upp einn eina sápukúluna með engu innihaldi. Nei, ekki er litið á byggingarkranana sem áminningu um fáránlegt offors án framsýni og né á tóma húsgrunna sem fallgildrur heillar starfstéttar heldur er æpt að það þurfi að ræsa vélarnar og bretta upp ermarnar; alveg sama þó timburmennirnir séu fyrirsjánlegir.
Rétt eins og við sáum land, sem áður var griðland gæsa og smágerðs öræfagróðurs, sökkva undir risastórt uppistöðulón svo hægt væri að reisa virkjun og álver, getur verið að í stað einn daginn verði stemningshljóðið í hjólum atvinnulífsins orðið að gnauði í tómum súrálsturnum og jarðhitasvæðum í rúst með gagnslausum vélabúnaði í ryðguðum hrúgum til að kóróna níðingsskapinn.
Þurfum við fleiri minnismerki um klikkaða karlmenn?
Árið 2007 var þessara krana ekki þörf frekar en nú, en þá réði sú stemning að byggja sem mest því allir þurftu að græða á fasteignaviðskiptum. Margir þeirra sem þá voru að byggja, selja og kaupa eru nú í verulegum fjárhagsvandræðum. Næstum allir sem störfuðu við að reisa íbúðarhús og atvinnuhúsnæði eru nú atvinnulausir, eða ekki að starfa í byggingariðnaði enda er hann sem liðið lík.
Ég sá alla þessa krana og velti oft fyrir mér hverjir ættu að búa í öllum þessum húsum og leigja allt þetta skrifstofuhúsnæði. Þó óraði mig ekki fyrir hve klikkunin var mikil og offramboð húsnæðis var, það var ekki fyrr en ég fór að hlusta á Krossgötur sem var þáttur Hjálmars Sveinssonar í Ríkisútvarpinu, sem ég heyrði fyrst orðið „verktakalýðræði“ og að ekkert samráð væri milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og að hvert um sig væri í raun með offramboð á byggingarlóðum og þó bættist sífellt við. Heilu hverfin standa nú meira og minna mannlaus (t.d. undir Úlfarsfelli) og stórhýsi eins og Bauhaus standa ónotuð eftir þetta misheppnaða ævintýri.
En semsagt, þegar ég skoðaði greinina og myndirnar af byggingarkrönunum þá fór ég að hugsa um þá stemningu sem er víða um land og áberandi í sumum stjórnmálaflokkum og samtökum atvinnulífsins; sem er sú að það þurfi að ráðast í að virkja alveg helling og reisa svo nógu mikið af álverum útum allar koppagrundir.
Þessar raddir virðast ekkert ætla að hljóðna þó margbúið sé að benda á að framleiðsla rafmagns með vatni eða gufu séu nú kannski ekki eilífðarvélar heldur renni sitt skeið á kannski fáeinum áratugum. Og líka að álver séu ekki endilega framleiðsla framtíðarinnar, tildæmis er farið að nota kolefnatrefjar (e. carbon fiber) í æ meira mæli til að smíða bifreiðar og flugvélar, svo ekki sé nú talað um hve það efni er eftirsótt í hergagnaiðnaði.
En háværu röddunum sem æpa virkja! virkja! virkja! álver! álver! álver! stendur á slétt sama um hvaða atvinnugreinar eiga að taka við þegar búið er að þurrausa auðlindirnar (eins og búið að samþykkja að jarðhiti og vatnsföll séu kölluð) eða ál er ekki lengur vænleg söluvara. Ekki er litið á atvinnuleysi í byggingariðnaði og þá staðreynd að á höfuðborgarsvæðinu þarf ekki að reisa einn einasta steinsteyptan vegg hvað þá grafa fyrir húsi næstu áratugina sem ábendingu um að kannski væri betra að gera minna í einu og fara gætilega í stað þess að blása upp einn eina sápukúluna með engu innihaldi. Nei, ekki er litið á byggingarkranana sem áminningu um fáránlegt offors án framsýni og né á tóma húsgrunna sem fallgildrur heillar starfstéttar heldur er æpt að það þurfi að ræsa vélarnar og bretta upp ermarnar; alveg sama þó timburmennirnir séu fyrirsjánlegir.
Rétt eins og við sáum land, sem áður var griðland gæsa og smágerðs öræfagróðurs, sökkva undir risastórt uppistöðulón svo hægt væri að reisa virkjun og álver, getur verið að í stað einn daginn verði stemningshljóðið í hjólum atvinnulífsins orðið að gnauði í tómum súrálsturnum og jarðhitasvæðum í rúst með gagnslausum vélabúnaði í ryðguðum hrúgum til að kóróna níðingsskapinn.
Þurfum við fleiri minnismerki um klikkaða karlmenn?
Efnisorð: frjálshyggja, hrunið, karlmenn, pólitík, stóriðja, umhverfismál, Verkalýður
<< Home