Ótrúlegustu hlutir eru karlmiðaðir
Enda þótt ég sé mjög ánægð með fyrirbærið sem kallað er ipod (en ég hef kallað sjálfbelging) því hann hefur gert mér kleift að hlusta á gamla útvarpsþætti hvar og hvenær sem er, eins og ég hef áður sagt frá hér, þá er gripurinn ekki gallalaus. Reyndar hefur hann bara einn galla að mínu mati en hann er afar sérkennilegur, þar sem þetta er nú hlutur sem ætlaður er til sölu fyrir afar víðan markhóp, þ.e. allt fólk sem hefur á annað borð efni á að kaupa sér slíkan munað. Það sem ég á við er að ipod er ekki markaðssettur fyrir karla eingöngu en þó er hönnun hans — og hér er ég komin að gallanum — miðuð við karlmenn.
Ipodinn sem ég á er ekki það sem venjulega er kallað ipod, þ.e. stykki á stærð við gsm síma með skjá, heldur lítill án skjás en með klemmu þannig að hægt er að festa hann í fatnað; hlýra á hlýrabol eða jakkaboðung. Það er í seinna tilvikinu sem hönnunargallinn kemur best í ljós.
Klemman snýr semsé þannig að ipodinn snýr ekki rétt nema þegar hann er festur í boðung (á skyrtu, frakka eða úlpu) á karlmannsflík. Sé hann festur í blússu, kápu eða aðra kvenflík snýr hann neðri hliðinni upp og tökkunum inná við þannig að ekki er með góðu móti hægt að hækka í tækinu, stoppa spilunina o.s.frv.
Fyrir þau sem ekki hafa tekið eftir því þá eru hnappagötin ekki á sama stað á fötum fyrir karla og kvenfatnaði. Hnapparnir sjálfir eru vinstra megin hjá konum og hnappagötin því hægra megin, en hnappagötin eru vinstra megin hjá körlum. Sama gildir um rennilása og aðrar festingar. Fyrir konur eins og mig sem hafa gengið í gallabuxum sem eru með karlmannasniði alla ævi, skyrtum og jökkum, þá er hálfundarlegt að klæða sig í blússu þar sem alltíeinu er hneppt 'röngu' megin, hvað þá séu keyptar kvengallabuxur þar er aðeins hægt að nota vinstri höndina til að renna upp buxnaklaufinni. Ástæðan fyrir þessu mun hefð frá þeim tíma sem fínni konur höfðu þernur til að færa sig í fötin og sneru þá hnappagötin rétt gagnvart þernunum til að auðvelda þeim verkið. En fyrir okkur hinar sem ekki höfum þjónustufólk þá snýr þetta allt öfugt.*
Nema hvað, meira segja þegar ég er í náttfötum sem keypt eru í kvenfatabúð þá snýr ipodinn vitlaust á mér þegar ég festi hann í boðunginn á náttjakkanum, sömuleiðis þegar ég er í úlpu eða öðrum útivistarfatnaði sem seldur er í kvenstærðum. Þetta er óþolandi því ég þarf oft að fikta í tökkunum til að spóla yfir eitthvað eða stoppa eða hækka og lækka. Þá paufast ég með hægri hendinni innundir vinstra megin og reyni að muna hvar takkarnir eru þegar tækið snýr að mér eða á hvolfi, og bölva því súra sýstemi sem gerir það að verkum að kvenfatnaður er öðruvísi hannaður en karlmannafatnaður og ofan í kaupið gerir Apple fyrirtækið ekki ráð fyrir því heldur selur ipodinn bara með festingu fyrir karlmannafatnað.
Hver hefði trúað því að tæki sem sett er á markað á 21. öldinni væri miðað við hentisemi karla? Er til meiri tímaskekkja? Jú, líklega sú að gera greinarmun á fatnaði karla og kvenna á þann hátt að konum er gert erfiðara að klæða sig!
Hvernig sem á það er litið þá snýr þetta allt öfugt þegar til á að taka.
___
* Hér lít ég framhjá örvhentum sem eflaust þætti betra að allur fatnaður væri hnepptur eins og kvenfatnaður.
Ipodinn sem ég á er ekki það sem venjulega er kallað ipod, þ.e. stykki á stærð við gsm síma með skjá, heldur lítill án skjás en með klemmu þannig að hægt er að festa hann í fatnað; hlýra á hlýrabol eða jakkaboðung. Það er í seinna tilvikinu sem hönnunargallinn kemur best í ljós.
Klemman snýr semsé þannig að ipodinn snýr ekki rétt nema þegar hann er festur í boðung (á skyrtu, frakka eða úlpu) á karlmannsflík. Sé hann festur í blússu, kápu eða aðra kvenflík snýr hann neðri hliðinni upp og tökkunum inná við þannig að ekki er með góðu móti hægt að hækka í tækinu, stoppa spilunina o.s.frv.
Fyrir þau sem ekki hafa tekið eftir því þá eru hnappagötin ekki á sama stað á fötum fyrir karla og kvenfatnaði. Hnapparnir sjálfir eru vinstra megin hjá konum og hnappagötin því hægra megin, en hnappagötin eru vinstra megin hjá körlum. Sama gildir um rennilása og aðrar festingar. Fyrir konur eins og mig sem hafa gengið í gallabuxum sem eru með karlmannasniði alla ævi, skyrtum og jökkum, þá er hálfundarlegt að klæða sig í blússu þar sem alltíeinu er hneppt 'röngu' megin, hvað þá séu keyptar kvengallabuxur þar er aðeins hægt að nota vinstri höndina til að renna upp buxnaklaufinni. Ástæðan fyrir þessu mun hefð frá þeim tíma sem fínni konur höfðu þernur til að færa sig í fötin og sneru þá hnappagötin rétt gagnvart þernunum til að auðvelda þeim verkið. En fyrir okkur hinar sem ekki höfum þjónustufólk þá snýr þetta allt öfugt.*
Nema hvað, meira segja þegar ég er í náttfötum sem keypt eru í kvenfatabúð þá snýr ipodinn vitlaust á mér þegar ég festi hann í boðunginn á náttjakkanum, sömuleiðis þegar ég er í úlpu eða öðrum útivistarfatnaði sem seldur er í kvenstærðum. Þetta er óþolandi því ég þarf oft að fikta í tökkunum til að spóla yfir eitthvað eða stoppa eða hækka og lækka. Þá paufast ég með hægri hendinni innundir vinstra megin og reyni að muna hvar takkarnir eru þegar tækið snýr að mér eða á hvolfi, og bölva því súra sýstemi sem gerir það að verkum að kvenfatnaður er öðruvísi hannaður en karlmannafatnaður og ofan í kaupið gerir Apple fyrirtækið ekki ráð fyrir því heldur selur ipodinn bara með festingu fyrir karlmannafatnað.
Hver hefði trúað því að tæki sem sett er á markað á 21. öldinni væri miðað við hentisemi karla? Er til meiri tímaskekkja? Jú, líklega sú að gera greinarmun á fatnaði karla og kvenna á þann hátt að konum er gert erfiðara að klæða sig!
Hvernig sem á það er litið þá snýr þetta allt öfugt þegar til á að taka.
___
* Hér lít ég framhjá örvhentum sem eflaust þætti betra að allur fatnaður væri hnepptur eins og kvenfatnaður.
<< Home