Stóra lygaleiðréttingin
Þegar innanríkisráðherra sagði Gísla Valdórsson hafa játað á sig heilsárslygar og Gísli sjálfur játaði hið sama í Kastljósinu gleymdu allir að gagnrýna og gegnumrýna stórustu skuldaleiðréttingu í heimi* og fóru að skeggræða hvort Gísli garmurinn væri nú loksins að segja satt, eða hvort hann væri enn að ljúga og þá um þátt Hönnu Birnu.
Kannski er hann ekki að ljúga um það að hann hafi átt erfitt með að hætta að ljúga úr því hann beit það í sig strax fyrir ári síðan að játa ekkert.** En datt honum í alvöru ekki í hug að játa fyrr? Hélt hann virkilega að málið myndi bara deyja út? Fannst honum það eðlilegt að horfa á yfirmann sinn svara fyrir lygar hans á þingi. Og þegar samfélagið logaði í kröfum um afsögn Hönnu Birnu var hann bara að hugsa 'ég kemst upp með þetta ef ég bíð nógu lengi'. En hefði ekki verið sniðugt að láta vita þegar hann komst á snoðir um það að skipta ætti upp innanríkisráðuneytinu — vegna lekamálsins — í stað þess að sitja aðgerðarlaus hjá og horfa uppá ráðherrann sem réð hann til starfa niðurlægðan með þeim hætti?
Eða bráðlá honum á að játa í dag bara vegna þess að á morgun hefði ráðherrann — þessi fyrrverandi yfirmaður dómsmála — þurft að bera ljúgvitni í dómsal, einsog Gísli lét í veðri vaka. Eða sko, hann sagði náttúrlega ekki að hún myndi hafa borið ljúgvitni því hún átti auðvitað ekkert að hafa vitað neitt um hver lak skjalinu. En ef hún vissi allt en hefði haldið því fram fyrir dómi að hún vissi ekkert þá hefði hún verið að ljúga — og var það til að koma sér ekki í þá stöðu sem Hanna Birna kippti í handbremsuna og sagði hingað og ekki lengra? Hún væri búin að ljúga að þinginu og fjölmiðlum en það væru takmörk. Og sendi Gísla Valdórsson útaf örkinni til að taka á sig allar þær vammir og skammir sem á honum munu réttilega dynja, en um leið hlífa henni.
Mér finnst reyndar ekki að það eigi að hlífa henni, hvort sem hún var með frá byrjun eða komst að þessu sér til mikillar undrunar í dag. Því það var hún sem sérvaldi þennan kristilega frjálshyggjugutta inná skrifstofu sína og gaf honum aðgang að öllum upplýsingum og lét hann sjá um fjölmiðatengsl og ræðuskrif og hvað annað sem nú allir þessir aðstoðarmenn gera.** Ef Gísli sýndi dómgreindarleysi með því að senda út minnisblaðið og enn meira dómgreindarleysi með því að bæta við það dylgjum um hælisleitandann og annað nafngreint fólk, hvað segir það um dómgreind Hönnu Birnu að hafa fundist þetta efnilegur piltur í starfið og hafa varið hann fram í rauðan dauðann?
Við þurfum kannski að bíða eftir því að annað þeirra eða bæði skrifi sjálfsævisögu til að vita hið sanna í málinu. Reyndar verður fróðlegt að sjá hver mun ráða Gísla í vinnu, ef það er þá ekki frágengið sem sögulaun fyrir Kastljósþáttinn. Það glittir nefnilega í feita stöðu með samþykki flokksins — og Hanna Birna verði tekin helgra manna tölu fyrir píslarvætti sitt.
Þar til mun ég fyrir mitt leyti líta svo á að Gísli hljóti að vera siðblindur, enda rímar það við þá skoðun mína að siðblindir aðhyllist frjálshyggju.
___
* Það hlýtur að hafa verið talsverður léttir fyrir ríkisstjórnina að Gísli hófst handa við lygaleiðréttingar í dag hafi hún þá ekki skipulagt tímasetninguna. Eða var þetta álíka heppni og þegar skýrslan um fall íslensku bankanna féll í skuggann af gosinu í Eyjafjallajökli?
** Óskaplega var annars pirrandi að heyra Gísla tönnlast á að „neita fyrir það“, annaðhvort neitar maðurinn hlutum eða þrætir fyrir þá, hann neitar ekki fyrir þá. Það er von að hann hafi ekki getað komið saman heilli setningu án þess að stórsæi á skjalinu sem hann lak til valinna fjölmiðla þarna í fyrra.
*** Hvernig er það annars, ætlar hinn aðstoðarmaðurinn að halda til streitu meiðyrðamálinu sem hún ætlar í við DV? Gæti hún kannski beint heift sinni annað nú þegar hún veit hvernig í pottinn er búið? Eða var kannski meiðyrðamálshótunin liður í þöggunartaktík innanríkisráðuneytisþríeykisins?
Kannski er hann ekki að ljúga um það að hann hafi átt erfitt með að hætta að ljúga úr því hann beit það í sig strax fyrir ári síðan að játa ekkert.** En datt honum í alvöru ekki í hug að játa fyrr? Hélt hann virkilega að málið myndi bara deyja út? Fannst honum það eðlilegt að horfa á yfirmann sinn svara fyrir lygar hans á þingi. Og þegar samfélagið logaði í kröfum um afsögn Hönnu Birnu var hann bara að hugsa 'ég kemst upp með þetta ef ég bíð nógu lengi'. En hefði ekki verið sniðugt að láta vita þegar hann komst á snoðir um það að skipta ætti upp innanríkisráðuneytinu — vegna lekamálsins — í stað þess að sitja aðgerðarlaus hjá og horfa uppá ráðherrann sem réð hann til starfa niðurlægðan með þeim hætti?
Eða bráðlá honum á að játa í dag bara vegna þess að á morgun hefði ráðherrann — þessi fyrrverandi yfirmaður dómsmála — þurft að bera ljúgvitni í dómsal, einsog Gísli lét í veðri vaka. Eða sko, hann sagði náttúrlega ekki að hún myndi hafa borið ljúgvitni því hún átti auðvitað ekkert að hafa vitað neitt um hver lak skjalinu. En ef hún vissi allt en hefði haldið því fram fyrir dómi að hún vissi ekkert þá hefði hún verið að ljúga — og var það til að koma sér ekki í þá stöðu sem Hanna Birna kippti í handbremsuna og sagði hingað og ekki lengra? Hún væri búin að ljúga að þinginu og fjölmiðlum en það væru takmörk. Og sendi Gísla Valdórsson útaf örkinni til að taka á sig allar þær vammir og skammir sem á honum munu réttilega dynja, en um leið hlífa henni.
Mér finnst reyndar ekki að það eigi að hlífa henni, hvort sem hún var með frá byrjun eða komst að þessu sér til mikillar undrunar í dag. Því það var hún sem sérvaldi þennan kristilega frjálshyggjugutta inná skrifstofu sína og gaf honum aðgang að öllum upplýsingum og lét hann sjá um fjölmiðatengsl og ræðuskrif og hvað annað sem nú allir þessir aðstoðarmenn gera.** Ef Gísli sýndi dómgreindarleysi með því að senda út minnisblaðið og enn meira dómgreindarleysi með því að bæta við það dylgjum um hælisleitandann og annað nafngreint fólk, hvað segir það um dómgreind Hönnu Birnu að hafa fundist þetta efnilegur piltur í starfið og hafa varið hann fram í rauðan dauðann?
Við þurfum kannski að bíða eftir því að annað þeirra eða bæði skrifi sjálfsævisögu til að vita hið sanna í málinu. Reyndar verður fróðlegt að sjá hver mun ráða Gísla í vinnu, ef það er þá ekki frágengið sem sögulaun fyrir Kastljósþáttinn. Það glittir nefnilega í feita stöðu með samþykki flokksins — og Hanna Birna verði tekin helgra manna tölu fyrir píslarvætti sitt.
Þar til mun ég fyrir mitt leyti líta svo á að Gísli hljóti að vera siðblindur, enda rímar það við þá skoðun mína að siðblindir aðhyllist frjálshyggju.
___
* Það hlýtur að hafa verið talsverður léttir fyrir ríkisstjórnina að Gísli hófst handa við lygaleiðréttingar í dag hafi hún þá ekki skipulagt tímasetninguna. Eða var þetta álíka heppni og þegar skýrslan um fall íslensku bankanna féll í skuggann af gosinu í Eyjafjallajökli?
** Óskaplega var annars pirrandi að heyra Gísla tönnlast á að „neita fyrir það“, annaðhvort neitar maðurinn hlutum eða þrætir fyrir þá, hann neitar ekki fyrir þá. Það er von að hann hafi ekki getað komið saman heilli setningu án þess að stórsæi á skjalinu sem hann lak til valinna fjölmiðla þarna í fyrra.
*** Hvernig er það annars, ætlar hinn aðstoðarmaðurinn að halda til streitu meiðyrðamálinu sem hún ætlar í við DV? Gæti hún kannski beint heift sinni annað nú þegar hún veit hvernig í pottinn er búið? Eða var kannski meiðyrðamálshótunin liður í þöggunartaktík innanríkisráðuneytisþríeykisins?
Efnisorð: frjálshyggja, íslenskt mál, pólitík
<< Home