Verkfall og vont vatn
Læknar eru komnir í verkfall og mun þetta vera í fyrsta sinn í sögunni sem læknar hér á landi mótmæla kjörum sínum með þessum hætti. Þetta er semsagt ekki rétti tíminn til að verða veik og þá er nú betra að hafa aðgang að náttúrulyfjum og hreinu vatni. Gallinn er sá að víða um veröld er það ekki svo auðvelt.
Ég hef áður skrifað um uppáhaldsfyrirtækið mitt Nestlé. Ég skrifaði tildæmis um þurrmjólkina (eða öllu heldur þurrmjólkurhneykslið) og barnaþrælkun í súkkulaðiframleiðslu. Ekki hugnaðist mér heldur þegar Nestlé bauð í bíó.
Bætist nú enn við listann yfir það sem Nestlé hefur verið að bralla. Eitt af því er að Nestlé hyggst fá einkaleyfi á notkun á fennelplöntunni (Nigella sativa) því hægt er að nota hana til að draga úr fæðuofnæmisviðbrögðum. Mjög ábatasamt fyrir þennan risastóra fæðuframleiðanda.
Lækningarmáttur fennels hefur lengi verið þekktur (það hefur verið notað við ýmsum kvillum á fátækum svæðum í miðausturlöndum og Asíu, meðal annars að stilla uppköst) en nú vill Nestlé, sem þykist hafa uppgötvað þessa eiginleika plöntunnar, sjá til þess að enginn annar geti notað ókeypis eða ódýrar afurðir plöntunnar og yfir hverjum þeim sem hyggst brjóta gegn einkaleyfinu vofir því málsókn. Fennelplantan er vitaskuld náttúruafurð sem ætti ekki að vera hægt að einkavæða. Það ætti enginn að geta hindrað aðra í að nota hana.
Rétt einsog Nestlé hikar ekki við að versla við kakóbaunaframleiðendur sem þrælka börn til vinnu og halda fram gildi þurrmjólkur í fátækum löndum þegar brjóstamjólkin er mun betri kostur, er einkaleyfi á fennelplöntunni eingöngu ætlað í þágu fyrirtækisins en ekki af umhyggjusemi fyrir neytendum.
Hitt ábataverkefnið er vatn, en Nestlé er umsvifamikið í sölu á vatni í flöskum. Nú ætti hverjum manni að þykja það jákvætt að fólk drekki fremur vatn en gosdrykki, þurfi það á annaðborð að vera að þamba úr flöskum, en vatnið sem Nestlé verður sér útum er illa fengið, eins og kemur fram í heimildarmyndinni Bottled Life. Fyrirtækið kaupir sér aðgang (borgar lágt verð en selur átappaða vatnið margfalt dýrar) að vatnsuppsprettum og gjörnýtir þær þannig að íbúar í næsta nágrenni fá ókræsilegar restar eða vatnslindir þeirra þorna upp. Þeim býðst svo að kaupa átappaða vatnið undir merkinu Pure Life. Þetta stundar fyrirtækið víða um heim, frá Pakistan til Maine í Bandaríkjunum.
Um þessa hegðun Nestlé segir Maude Barlow fyrrverandi vatnsráðgjafi Sameinuðu þjóðanna:
Nestlé finnst reyndar ekki nóg að gert í vatnsbransanum. Peter Brabeck-Letmathe forstjóri fyrirtækisins hefur sagt að hann vilji einkavæða vatn. Það séu öfgar að líta á aðgang að vatni sem mannréttindi. (Hann hefur síðar dregið þessi orð til baka, eflaust með dyggum stuðningi almannatengla, og sagst hafa meint allt annað.) Rétt eins og Hannes Hólmsteinn og aðrir frjálshyggjumenn er forstjóraóbermið þeirrar skoðunar að það verði að setja verðmiða á alla hluti svo fólk geri sér grein fyrir hvers virði þeir séu. Þegar allir þurfa að borga fyrir vatn skilja þeir fyrst hvað vatn sé okkur mikils virði. Svo verði bara gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir þann hluta mannkyns sem ekki hefur aðgang að vatni. — Það er að segja þegar Nestlé er búinn að stela því af þeim.
Hér er reyndar búið að setja upp vatnsverksmiðju í Ölfusinu og aðra stóð til að starfrækja á Stykkishólmi en ekkert varð úr. Nestlé kom nálægt hvorugri mér vitanlega enda hefði þá líklega verið skrúfað fyrir kranana hjá okkur og ætlast til að við keyptum fyrrverandi vatnið okkar á flöskum. Þá værum við í sömu sporum og verst stöddu þjóðir heims: án vatns og læknisaðstoðar.
Í bili höfum við þó vatnið. Vonandi er ekki á dagskrá frjálshyggjustjórnarinnar að einkavæða það líka.
Ég hef áður skrifað um uppáhaldsfyrirtækið mitt Nestlé. Ég skrifaði tildæmis um þurrmjólkina (eða öllu heldur þurrmjólkurhneykslið) og barnaþrælkun í súkkulaðiframleiðslu. Ekki hugnaðist mér heldur þegar Nestlé bauð í bíó.
Bætist nú enn við listann yfir það sem Nestlé hefur verið að bralla. Eitt af því er að Nestlé hyggst fá einkaleyfi á notkun á fennelplöntunni (Nigella sativa) því hægt er að nota hana til að draga úr fæðuofnæmisviðbrögðum. Mjög ábatasamt fyrir þennan risastóra fæðuframleiðanda.
Lækningarmáttur fennels hefur lengi verið þekktur (það hefur verið notað við ýmsum kvillum á fátækum svæðum í miðausturlöndum og Asíu, meðal annars að stilla uppköst) en nú vill Nestlé, sem þykist hafa uppgötvað þessa eiginleika plöntunnar, sjá til þess að enginn annar geti notað ókeypis eða ódýrar afurðir plöntunnar og yfir hverjum þeim sem hyggst brjóta gegn einkaleyfinu vofir því málsókn. Fennelplantan er vitaskuld náttúruafurð sem ætti ekki að vera hægt að einkavæða. Það ætti enginn að geta hindrað aðra í að nota hana.
Rétt einsog Nestlé hikar ekki við að versla við kakóbaunaframleiðendur sem þrælka börn til vinnu og halda fram gildi þurrmjólkur í fátækum löndum þegar brjóstamjólkin er mun betri kostur, er einkaleyfi á fennelplöntunni eingöngu ætlað í þágu fyrirtækisins en ekki af umhyggjusemi fyrir neytendum.
Hitt ábataverkefnið er vatn, en Nestlé er umsvifamikið í sölu á vatni í flöskum. Nú ætti hverjum manni að þykja það jákvætt að fólk drekki fremur vatn en gosdrykki, þurfi það á annaðborð að vera að þamba úr flöskum, en vatnið sem Nestlé verður sér útum er illa fengið, eins og kemur fram í heimildarmyndinni Bottled Life. Fyrirtækið kaupir sér aðgang (borgar lágt verð en selur átappaða vatnið margfalt dýrar) að vatnsuppsprettum og gjörnýtir þær þannig að íbúar í næsta nágrenni fá ókræsilegar restar eða vatnslindir þeirra þorna upp. Þeim býðst svo að kaupa átappaða vatnið undir merkinu Pure Life. Þetta stundar fyrirtækið víða um heim, frá Pakistan til Maine í Bandaríkjunum.
Um þessa hegðun Nestlé segir Maude Barlow fyrrverandi vatnsráðgjafi Sameinuðu þjóðanna:
„Þegar fyrirtæki á borð við Nestlé segir: Við seljum þér þitt eigið grunnvatn því það kemur ekkert úr krönunum hjá þér lengur og þó svo væri er vatnið ódrekkanlegt þannig að Pure Life er svarið — þá er það ekki bara óábyrgt af fyrirtækinu heldur hreinlega glæpsamlegt.“Það skal tekið fram að Nestlé selur vatn undir fleiri vörumerkjum en Pure Life. Sjá vatnslista og sjá lista yfir öll vörumerki Nestlé, þau eru fjölmörg. Þar á meðal morgunkorn, kaffi, ís, barnamatur (sjá fyrrgreind skrif mín), sósur, súpur, súputeningar, súkkulaði (sjá skrif mín ), og annað sælgæti.
Nestlé finnst reyndar ekki nóg að gert í vatnsbransanum. Peter Brabeck-Letmathe forstjóri fyrirtækisins hefur sagt að hann vilji einkavæða vatn. Það séu öfgar að líta á aðgang að vatni sem mannréttindi. (Hann hefur síðar dregið þessi orð til baka, eflaust með dyggum stuðningi almannatengla, og sagst hafa meint allt annað.) Rétt eins og Hannes Hólmsteinn og aðrir frjálshyggjumenn er forstjóraóbermið þeirrar skoðunar að það verði að setja verðmiða á alla hluti svo fólk geri sér grein fyrir hvers virði þeir séu. Þegar allir þurfa að borga fyrir vatn skilja þeir fyrst hvað vatn sé okkur mikils virði. Svo verði bara gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir þann hluta mannkyns sem ekki hefur aðgang að vatni. — Það er að segja þegar Nestlé er búinn að stela því af þeim.
Hér er reyndar búið að setja upp vatnsverksmiðju í Ölfusinu og aðra stóð til að starfrækja á Stykkishólmi en ekkert varð úr. Nestlé kom nálægt hvorugri mér vitanlega enda hefði þá líklega verið skrúfað fyrir kranana hjá okkur og ætlast til að við keyptum fyrrverandi vatnið okkar á flöskum. Þá værum við í sömu sporum og verst stöddu þjóðir heims: án vatns og læknisaðstoðar.
Í bili höfum við þó vatnið. Vonandi er ekki á dagskrá frjálshyggjustjórnarinnar að einkavæða það líka.
Efnisorð: frjálshyggja, heilbrigðismál, sniðganga (boycott)
<< Home