Drakúla kíkir uppúr kistunni
Það voru svosem ekki nýjar fréttir sem Sigurjón M Egilsson sagði í leiðara Fréttablaðsins í morgun. Það máttu allir vita að þessi stjórn færi leið einkavæðingar.
En Sigurjón virðist hafa þurft að heyra tvo af frjálshyggjuráðherrunum segja það í útvarpsþættinum sínum til að átta sig á hvað héngi á spýtunni.
Hanna Birna innanríkisráðherra sagði að hún sæi „ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki eða félög kæmu að uppbyggingu samgöngumannvirkja“. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði að „þrenging á framhaldsskólamenntun þeirra sem eru eldri en tuttugu og fimm ára opnaði á möguleika þess að nýir einkareknir skólar yrðu til“. Bíður Hraðbraut ekki í startholunum eftir að opna skólann aftur? Eða verða hraðbrautir lagðar um hálendið í boði einkaaðila með gjaldhlið?
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var ekki í viðtali hjá Sigurjóni (svo ég viti) en Sigurjón bætir því við frásögnina af hinum ráðherrunum að hann hafi
Sigurjón virðist halda að það hafi engin tekið eftir þessu fyrr, það hafi engin umræða farið fram. Það er öðru nær, allt havaríið útaf fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar snýst um þetta. Niðurskurð á opinberri þjónustu. Því við vitum hvað á að taka við.
___
Titill bloggfærslunnar vísar í eldri færslu og var tilvitnun í bók Einars Más Jónssonar, Bréf til Maríu.
En Sigurjón virðist hafa þurft að heyra tvo af frjálshyggjuráðherrunum segja það í útvarpsþættinum sínum til að átta sig á hvað héngi á spýtunni.
Hanna Birna innanríkisráðherra sagði að hún sæi „ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki eða félög kæmu að uppbyggingu samgöngumannvirkja“. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði að „þrenging á framhaldsskólamenntun þeirra sem eru eldri en tuttugu og fimm ára opnaði á möguleika þess að nýir einkareknir skólar yrðu til“. Bíður Hraðbraut ekki í startholunum eftir að opna skólann aftur? Eða verða hraðbrautir lagðar um hálendið í boði einkaaðila með gjaldhlið?
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var ekki í viðtali hjá Sigurjóni (svo ég viti) en Sigurjón bætir því við frásögnina af hinum ráðherrunum að hann hafi
„opnað á að ríkið feli einkaaðilum stærra hlutverk í heilbrigðisþjónustunni. Hann hefur bent á dæmi, sem hann telur góð, þar sem einkaaðilar hafa annast hluta heilbrigðisþjónustunnar. Til dæmis rekstur heilsugæslustöðva.“
Sigurjón virðist halda að það hafi engin tekið eftir þessu fyrr, það hafi engin umræða farið fram. Það er öðru nær, allt havaríið útaf fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar snýst um þetta. Niðurskurð á opinberri þjónustu. Því við vitum hvað á að taka við.
___
Titill bloggfærslunnar vísar í eldri færslu og var tilvitnun í bók Einars Más Jónssonar, Bréf til Maríu.
Efnisorð: Fjölmiðlar, frjálshyggja, heilbrigðismál, menntamál, pólitík
<< Home