Hvorki fyrirmynd né skoðanasystir
Fyrir nokkrum árum kom út umdeild þýdd bók. Og núna kemur út umdeild þýdd bók. Önnur bókin er stefnuskrá konu sem vildi útrýma karlkyninu, hin er um barnaníðing. Sumir túlkuðu útgáfu SORA: Manifestós (2009) sem yfirlýsingu þýðandans og allra íslenskra feminista þess eðlis að þær væru sammála boðskap bókarinnar og vildu drepa alla karla. Spurning hvort útgáfa Lolitu teljist þá yfirlýsing þýðandans og allra þýðenda almenn um að þeir séu hlynntir barnaníði? Ég efast um það, eins og ég er nú lítið hrifin af Lolitu.
Af og til skella einhverjir andfeministar þeim fullyrðingum að feministar nánast starfi eftir forskrift Valerie Solanas sem skrifaði SORI: Manifestó (e. SCUM Manifesto, 1967). Það er vægast sagt furðuleg staðhæfing.
Valerie Solanas var haldin ofsóknargeðklofa og hafði átt erfiða ævi. Þegar hún skaut Andy Warhol (og aðra nærstadda) var það ekki uppfylling draums um að útrýma karlmönnum heldur var það vegna ranghugmynda hennar um að Warhol stjórnaði henni og útaf leikriti sem hún hafði skrifað en hann las ekki handritið og þóttist hafa týnt því. (Hún hafði líka ætlað að skjóta bókaútgefanda sem hafði ætlað að gefa út önnur ritverk hennar, en fann hann ekki. Hún taldi hann hafa náð valdi yfir öllum hugverkum sínum þegar þau skrifuðu undir útgáfusamninginn; þetta las ég allt á Wikipediu.) Skotárásin átti ekki að vera upphafið að stríði gegn karlmönnum eða neitt í þá áttina. Bókin afturá móti gæti verið geðveikisórar eða hún gæti verið háðsádeila.
Ég keypti SORA fljótlega eftir að bókin kom út á íslensku en hafði aldrei lesið hana á frummálinu. (Og hef enn ekki lesið sænsku bókina Drömfakulteten eftir Söru Stridsberg, frá 2006 sem fjallar um Valerie Solanas einsog sagt er frá á Druslubókasíðunni). Þegar ég fletti bókinni fyrst bar mig niður í þennan reiðilestur og fannst hann fyndinn:
Það sem er fyndið við þetta (svo ég útskýri fyrir þeim sem halda að ég sé sammála og hlæi dátt af tilhugsuninni um aftökurnar) er í fyrsta lagi þessi sundurliðun á mörgum stéttum sem eru keimlíkar (afhverju sagði hún ekki bara 'handbendi kapítalismanns í stað þess að telja upp fasteignasala, auglýsingamenn o.s.frv.) og í öðru lagi að hún skuli setja svona fremur ólíkar stéttir á sama listann — hvaða hatur er þetta á plötusnúðum? Og eigendur kámugra skeiða, er það stór hópur og skaðlegur?
Restin af bókinni reyndist ekki jafn fyndinn (þó er fyndin tillagan um að flæma strætóbílstjóra og leigubílstjóra frá starfi og gefa þess í stað almenningi ókeypis lestarmiða, s. 52), aðallega er þetta þvælukennt rugl um að karlar séu ófullkomnar konur. „Þar sem hann þráir að vera kona reynir hann að vera alltaf innan um konur, enda það næsta sem hann kemst því að vera kvenkyns“ (s. 18). Áður segir:
Það er alveg hægt að taka undir helling af gagnrýni bókarinnar á karlveldið og ýmsa kúgun þess. Og reiðina sem skín af hverri blaðsíðu er auðvelt að skilja og þegar maður veit að Valerie þurfti að framfleyta mér með vændi eftir að hafa farið að heiman 15 ára þá er óbeit hennar á körlum og að þeir séu fullir af „yfirþyrmandi, alltumlykjandi kynhvöt“ (sbr. 4) skiljanleg. En lausnin sem Valerie Solanas stingur uppá (útrýming karla), er fjarri því að vera eitthvað sem hvorki ég né neinn feministi sem ég þekki eða hef heyrt um getur tekið undir. Kannski eru til feministar sem eru sammála hverju orði og lýsa yfir ánægju sinni með útrýmingaráætlunina, en það er þá ekki á ábyrgð annarra feminista.
Í mínum augum er bókin háðsádeila með vænum skammti af réttlátri reiði, skrifuð af manneskju í miklu andlegu ójafnvægi. En þetta er ekki stefnuyfirlýsing róttækra feminista.
___
Viðbót, löngu síðar: SORI var bók vikunnar í samnefndum þætti Ríkisútvarpsins 19. febrúar 2017. Þar las Kristín Svava Tómasdóttir þýðandi bókarinnar örlítið en aðalefni þáttarins var viðtal
Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur við Sjón og Soffíu Auði Birgisdóttur. Viðtalið er afar gott og viðhorf Sjóns einstaklega skemmtileg. Hlusta hér!
Af og til skella einhverjir andfeministar þeim fullyrðingum að feministar nánast starfi eftir forskrift Valerie Solanas sem skrifaði SORI: Manifestó (e. SCUM Manifesto, 1967). Það er vægast sagt furðuleg staðhæfing.
Valerie Solanas var haldin ofsóknargeðklofa og hafði átt erfiða ævi. Þegar hún skaut Andy Warhol (og aðra nærstadda) var það ekki uppfylling draums um að útrýma karlmönnum heldur var það vegna ranghugmynda hennar um að Warhol stjórnaði henni og útaf leikriti sem hún hafði skrifað en hann las ekki handritið og þóttist hafa týnt því. (Hún hafði líka ætlað að skjóta bókaútgefanda sem hafði ætlað að gefa út önnur ritverk hennar, en fann hann ekki. Hún taldi hann hafa náð valdi yfir öllum hugverkum sínum þegar þau skrifuðu undir útgáfusamninginn; þetta las ég allt á Wikipediu.) Skotárásin átti ekki að vera upphafið að stríði gegn karlmönnum eða neitt í þá áttina. Bókin afturá móti gæti verið geðveikisórar eða hún gæti verið háðsádeila.
Ég keypti SORA fljótlega eftir að bókin kom út á íslensku en hafði aldrei lesið hana á frummálinu. (Og hef enn ekki lesið sænsku bókina Drömfakulteten eftir Söru Stridsberg, frá 2006 sem fjallar um Valerie Solanas einsog sagt er frá á Druslubókasíðunni). Þegar ég fletti bókinni fyrst bar mig niður í þennan reiðilestur og fannst hann fyndinn:
„Nokkur dæmi um andstyggilegustu og skaðlegustu manngerðirnar eru: nauðgarar, stjórnmálamenn og allir sem eru í þeirra þjónustu (starfsmenn kosningaherferða, meðlimir stjórnmálaflokka o.s.frv.), vondir söngvarar og tónlistarmenn; stjórnarformenn; fyrirvinnur; leigusalar, eigendur kámugra skeiða og veitingastaða sem spila lyftutónlist; vísindamenn sem stuðla að dauða og eyðileggingu eða vinna fyrir einkafyrirtæki (nokkurn veginn allir vísindamenn); lygarar og loddarar; plötusnúðar; karlmenn sem troða sér á nokkurn hátt upp á hvaða ókunnugu konu sem er; fasteignasalar; verðbréfasalar; karlmenn sem tala þegar þeir hafa ekkert að segja; karlmenn sem hanga aðgerðarlausir á götum úti og valda sjónmengun með nærveru sinni; svikarar; falslistamenn; sóðar; ritþjófar; karlmenn sem skaða konur á nokkurn hátt; allir karlar í auglýsingabransanum; sálfræðingar og geðlæknar; óheiðarlegir rithöfundar; blaðamenn; ritstjórar, útgefendur o.s.frv.; ritskoðaðar hins opinbera lífs og einkalífsins; allir hermenn, líka þeir sem gegna herskyldu (Lyndon B. Johnson og McNamara gefa skipanirnar, en hermennirnir framkvæma þær) og sérstaklega flugmennirnir (skyldi sprengjunni verða varpað verður það ekki Lyndon B. Johnson sem varpar henni, heldur flugmaður). Ef hegðun karlmanns fellur bæði í góða og vonda flokkinn verður gert heildarmat á einstaklingnum til að ákvarða hvort hegðun hans sé almennt góð eða vond“ (s. 55-56).Þessir eru semsagt allir á „dauðalista SORA“.
Það sem er fyndið við þetta (svo ég útskýri fyrir þeim sem halda að ég sé sammála og hlæi dátt af tilhugsuninni um aftökurnar) er í fyrsta lagi þessi sundurliðun á mörgum stéttum sem eru keimlíkar (afhverju sagði hún ekki bara 'handbendi kapítalismanns í stað þess að telja upp fasteignasala, auglýsingamenn o.s.frv.) og í öðru lagi að hún skuli setja svona fremur ólíkar stéttir á sama listann — hvaða hatur er þetta á plötusnúðum? Og eigendur kámugra skeiða, er það stór hópur og skaðlegur?
Restin af bókinni reyndist ekki jafn fyndinn (þó er fyndin tillagan um að flæma strætóbílstjóra og leigubílstjóra frá starfi og gefa þess í stað almenningi ókeypis lestarmiða, s. 52), aðallega er þetta þvælukennt rugl um að karlar séu ófullkomnar konur. „Þar sem hann þráir að vera kona reynir hann að vera alltaf innan um konur, enda það næsta sem hann kemst því að vera kvenkyns“ (s. 18). Áður segir:
„Áhrifin sem faðirinn hefur á drengi eru að gera úr þeim „karlmenn“, það er að segja, að bæla niður alla tilhneigingu til að vera þolandi og hommi og alla löngun til að vera kvenkyns. Allir drengir vilja líkjast móður sinni, vera hún, verða eitt með henni, en pabbi bannar það; hann er móðirin, hann fær að renna saman við hana“ (s. 13).Valerie Solanas hafði greinilega lesið Freud en sneri reðuröfundinni upp í „píkuöfund“ (s. 5), og má ekki á milli sjá hvor kenningin er verri. Eins og sjá má af blaðsíðutölunum las ég bókina afturábak sem ég held að sé alveg við hæfi. (Eyja M. Brynjarsdóttir og Anna Dröfn Ágústsdóttir sem lásu bókina örugglega í réttri röð hafa skrifað um hana hér (Eyja) og hér (Anna). Og hér má lesa kafla úr bókinni.)
Það er alveg hægt að taka undir helling af gagnrýni bókarinnar á karlveldið og ýmsa kúgun þess. Og reiðina sem skín af hverri blaðsíðu er auðvelt að skilja og þegar maður veit að Valerie þurfti að framfleyta mér með vændi eftir að hafa farið að heiman 15 ára þá er óbeit hennar á körlum og að þeir séu fullir af „yfirþyrmandi, alltumlykjandi kynhvöt“ (sbr. 4) skiljanleg. En lausnin sem Valerie Solanas stingur uppá (útrýming karla), er fjarri því að vera eitthvað sem hvorki ég né neinn feministi sem ég þekki eða hef heyrt um getur tekið undir. Kannski eru til feministar sem eru sammála hverju orði og lýsa yfir ánægju sinni með útrýmingaráætlunina, en það er þá ekki á ábyrgð annarra feminista.
Í mínum augum er bókin háðsádeila með vænum skammti af réttlátri reiði, skrifuð af manneskju í miklu andlegu ójafnvægi. En þetta er ekki stefnuyfirlýsing róttækra feminista.
___
Viðbót, löngu síðar: SORI var bók vikunnar í samnefndum þætti Ríkisútvarpsins 19. febrúar 2017. Þar las Kristín Svava Tómasdóttir þýðandi bókarinnar örlítið en aðalefni þáttarins var viðtal
Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur við Sjón og Soffíu Auði Birgisdóttur. Viðtalið er afar gott og viðhorf Sjóns einstaklega skemmtileg. Hlusta hér!
<< Home