Eimskipshjálmar á hvern haus og hana nú
Bilast nú eina ferðina enn allir þeir frjálshyggjupésar sem finnst eðlilegt að börn gangi um með auglýsingar fyrir fyrirtæki. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi og markaðsstjóri Eimskips kvartar ógurlega undan forræðishyggju Reykjavíkur í pistli á facebooksíðu sinni* og talar fjálglega um símtöl frá foreldrumm sem hringi til að þakka Eimskip fyrir það að barnið var með reiðhjólahjálm og slasaðist því ekki (eða minna en ef enginn hjálmur hefði verið notaður). Í næstu andrá segir hann að merktir hjálmar séu ekki markaðssetning eða auglýsing fyrir fyrirtækið.
Ólafur segir að Eimskip sé nauðbeygt til að merkja hjálmana vegna þess að „Það verður að vera hægt að rekja vöruna til þess er ber ábyrgð á henni.“ Það er hægur vandinn að hafa límmiða innaná hjálminum eins og er t.d. í íþróttaskóm. Einnig má benda á að ábyrgðarskírteini fylgja fjölmörgum vörum. Má ekki bara fylgja miði sem segir hver ber ábyrgðina? Eða skemmir það fyrir ímyndarherferð fyrirtækisins? Ólafur Hand er reyndar harður á því að þarna sé ekkert um neina markaðs- eða auglýsingabrellu að ræða.
Almanntengillinn Andrés Jónsson er enda algjörlega ósammála Ólafi Hand. DV hefur eftir Andrési:
Mér sýnist Andrés algjörlega afhjúpa markmið Eimskips og handbendi þess með þessum orðum.
Annars tók ég eitt sinn saman pistil um notkunarmöguleika barna með sérstakri áherslu á endurskinsvesti, og svo annan um eimskipshjálmana.
___
* Það er tímanna tákn að upplýsingafulltrúi stórfyrirtækis skrifar innblásinn pistil á eigin síðu í þágu fyrirtækisins. Á að líta út fyrir að vera persónuleg tjáning, en minnir bara á forsætisráðherrafrúna og fjármálaráðherrafrúna að bera í bætifláka fyrir eiginmenn sína, í stað þess að þeir stæðu sjálfir fyrir máli sínu.
** Hvar liggja annars mörkin um hver máauglýsa 'merkja af brýnustu nauðsyn' vörur sem börnum eru gefin og foreldrar þakka fyrirtækjum fyrir að gefa þeim? Eða skiptir það nokkru máli hvaða fyrirtæki það eru sem auglýsa á börnunum? Ekki mótmæltu foreldrar barnana þegar bankarnir gáfu merkt endurskinsvesti. Ætli foreldrarnir yrðu líka elskusáttir ef Mossack Fonseca gæfi merkta reiðhjólahjálma, endurskinsvesti eða gúmmístígvél? Auðvitað ekki í ímyndarbætingarskyni eða neitt svoleiðis, heldur bara vegna þess að þeim þykir vænt um börn og vilja að þau komist heil og þurrum fótum heim.
[Viðbót, síðar] Hér má sjá mynd af Eimskipshjálmi. Í ljós kemur að „framleiðsluaðili“ er Koma, en ekki Eimskip.
Ólafur segir að Eimskip sé nauðbeygt til að merkja hjálmana vegna þess að „Það verður að vera hægt að rekja vöruna til þess er ber ábyrgð á henni.“ Það er hægur vandinn að hafa límmiða innaná hjálminum eins og er t.d. í íþróttaskóm. Einnig má benda á að ábyrgðarskírteini fylgja fjölmörgum vörum. Má ekki bara fylgja miði sem segir hver ber ábyrgðina? Eða skemmir það fyrir ímyndarherferð fyrirtækisins? Ólafur Hand er reyndar harður á því að þarna sé ekkert um neina markaðs- eða auglýsingabrellu að ræða.
„Eimskip otar ekki sölubæklingum að börnum og gerir ekki tilraunir til að selja þeim né foreldrum þeirra gámaflutning í tengslum við þessa gjöf. Það að halda því fram að þetta sé markaðs eða auglýsingabrella er fjarstæðukennt. Það vita allir sem eitthvað vita um markaðsmál að það eru til mun ódýrari og áhrifameiri leiðir til að markaðssetja skipafélag en að velja markhópinn sex ára börn á Íslandi.“Málið er nú samt það að foreldrar barna sem lenda í hjólreiðaslysum og slasast lítt eða ekki, þökk sé hjálminum, telja sig vera í þakkarskuld við Eimskip.** Eru þeir þá ekki orðnir verulega hliðhollir fyrirtækinu? Velja jafnvel að skipta við það frekar en önnur fyrirtæki? Sömuleiðis eru líklega margir hinna foreldranna sem finnst ekkert athugavert við að börn þeirra hjóli með merkta hjálma, þakklátir fyrir að Eimskip spari sér útgjöldin við að kaupa hjálm. Hvernig er hægt að líta á þetta öðruvísi en svo að Eimskip komi vel út úr þessari ‘ekki markaðs- eða auglýsingabrellu'?
Almanntengillinn Andrés Jónsson er enda algjörlega ósammála Ólafi Hand. DV hefur eftir Andrési:
„Hann [Ólafur] lætur enn fremur eins og tilgangurinn með dreifingunni sé tóm góðmennska en ekki hluti af markaðssetningu fyrirtækis hans (ef svo væri af hverju dreifir hann þá ekki ómerktum hjálmum til barna og sendir svo fréttatilkynningu um það).“
Andrés segir að geta markaðssett til heimila í gegnum grunnskólabörn sé hið heilaga gral í markaðsmálum.
„Það er dreifileið sem kemur markaðsskilaboðum alla leið inn í innsta ból fjölskyldna og á hluti sem verða hluti af daglegu lífi þeirra […] Ég kem ekki auga á þetta óréttlæti sem þetta forríka fyrirtæki hefur orðið fyrir af hálfu borgarinnar að mati Ólafs Williams Hands.“
Mér sýnist Andrés algjörlega afhjúpa markmið Eimskips og handbendi þess með þessum orðum.
Annars tók ég eitt sinn saman pistil um notkunarmöguleika barna með sérstakri áherslu á endurskinsvesti, og svo annan um eimskipshjálmana.
___
* Það er tímanna tákn að upplýsingafulltrúi stórfyrirtækis skrifar innblásinn pistil á eigin síðu í þágu fyrirtækisins. Á að líta út fyrir að vera persónuleg tjáning, en minnir bara á forsætisráðherrafrúna og fjármálaráðherrafrúna að bera í bætifláka fyrir eiginmenn sína, í stað þess að þeir stæðu sjálfir fyrir máli sínu.
** Hvar liggja annars mörkin um hver má
[Viðbót, síðar] Hér má sjá mynd af Eimskipshjálmi. Í ljós kemur að „framleiðsluaðili“ er Koma, en ekki Eimskip.
Efnisorð: frjálshyggja, sveitastjórnarmál
<< Home