13. og 14. apríl
Hér verður stuttlega tæpt á þremur fréttum síðustu daga. Ein þeirra er hörmuleg, önnur veikir enn traust á dómstólum, og sú síðasta staðfestir það sem var löngu vitað.
1. Kona myrt
Karlmaður myrti konu sína með skotvopni og svipti sig síðan lífi.
2. Hæstaréttardómur gefur skít í brotaþola
„Hæstiréttur mildaði í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra en dómurinn dæmdi þá 35 ára gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hæstiréttur dæmdi manninn í dag í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára“ [ úr Vísi]. Hann á semsagt að sitja þrjá mánuði inni, labbar líklega út úr fangelsinu eftir einn og hálfan mánuð. Í stað nauðgunar er hann nú dæmdur fyrir kynferðislega áreitni.
3. Fyrirmyndarvændislandsfrétt
Í Þýskalandi, þar sem vændi er löglegt* og þessvegna allar vændiskonurnar þar enn glaðari en hinar hamingjusömu konurnar í sömu starfsgrein, sá lögreglan ástæðu til að gera rassíu hjá öðlingunum í Hells Angels sem alveg óvart reka stærsta vændishús Berlínar. Grunur leikur á mansali og að löglegu tekjurnar hafi ekki ratað rétta leið.
___
* Fjórar Knúzgreinar sem vert er að lesa: „Mansal og vændi eru óaðskiljanleg“, „Þrælahald nútímans“, „Markaðsvætt ofbeldi gegn konum“, fyrri og seinni hluti.
1. Kona myrt
Karlmaður myrti konu sína með skotvopni og svipti sig síðan lífi.
2. Hæstaréttardómur gefur skít í brotaþola
„Hæstiréttur mildaði í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra en dómurinn dæmdi þá 35 ára gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Hæstiréttur dæmdi manninn í dag í níu mánaða fangelsi en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára“ [ úr Vísi]. Hann á semsagt að sitja þrjá mánuði inni, labbar líklega út úr fangelsinu eftir einn og hálfan mánuð. Í stað nauðgunar er hann nú dæmdur fyrir kynferðislega áreitni.
„Í hinum áfrýjaða dómi var frásögn brotaþola af málsatvikum metin einkar trúverðug og jafnframt vísað til framburðar vitna og annarra gagna sem styddu að hún hafi orðið fyrir slæmri lífsreynslu að morgni 21. ágúst 2013 að [...], [...]. Einnig var þar tilgreint að skýringar og skynjun ákærða á aðstæðum umrætt sinn fengju á engan hátt staðist og var framburður hans um það atriði metinn með miklum óraunveruleikablæ. Til viðbótar þessu staðfesti ákærði framburð brotaþola um að hún hafi orðið ofsahrædd, en taldi það mega rekja til misskilnings hennar eða ímyndunar. Loks var frásögn ákærða varðandi tímasetningar ekki í innbyrðis samræmi.Enda þótt frásögn brotaþola af málsatvikum væri metin einkar trúverðug, og að framburður ákærða væri með miklum óraunveruleikablæ, stóðu hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Eiríkur Tómasson, Greta Baldursdóttir, Helgi I. Jónsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson samt með karlmanninum.
Að þessu virtu og öðru því sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi verða ekki vefengdar forsendur héraðsdóms fyrir mati á trúverðugleika framburðar þar fyrir dómi, sbr. 3. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, um að ákærði hafi brotið gegn brotaþola umrætt sinn.
Við úrlausn máls þessa verður þó ekki framhjá því litið að brotaþoli og ákærði eru ein til frásagnar um það í hverju brot ákærða gegn henni var nákvæmlega fólgið. Hefur hann staðfastlega neitað sök.“
3. Fyrirmyndarvændislandsfrétt
Í Þýskalandi, þar sem vændi er löglegt* og þessvegna allar vændiskonurnar þar enn glaðari en hinar hamingjusömu konurnar í sömu starfsgrein, sá lögreglan ástæðu til að gera rassíu hjá öðlingunum í Hells Angels sem alveg óvart reka stærsta vændishús Berlínar. Grunur leikur á mansali og að löglegu tekjurnar hafi ekki ratað rétta leið.
„Lögreglan handtók tvo yfirmenn og fjórar svokallaðar maddömmur sem eru taldar hafa stýrt daglegum rekstri. Þá var rætt við 117 vændiskonur og rúmlega hundrað kúnna sem voru á vændishúsinu þegar húsleitin var gerð. Húsið er fjórar hæðir og telur lögreglan að þar hafi fjöldi kvenna verið beittur harðræði, auk þess sem eigendurnir hafi skipulagt svikið undan skatti og ekki greitt í lífeyrissjóði.“Auðvitað er þetta bara undantekning, susssususs, og ekkert sem bendir til annars (þrátt fyrir að annað megi lesa um annað á Knúzinu*) en að öll hin vændishúsin í Þýskalandi séu með allt uppi á borðum og konurnar hæstánægðar.
___
* Fjórar Knúzgreinar sem vert er að lesa: „Mansal og vændi eru óaðskiljanleg“, „Þrælahald nútímans“, „Markaðsvætt ofbeldi gegn konum“, fyrri og seinni hluti.
Efnisorð: dómar, feminismi, karlmenn, kynferðisbrot, Nauðganir, ofbeldi, vændi
<< Home