Sagnfræðingar sjónvarpsstöðvanna
Mér er alveg að meinalausu sú frægð og upphefð sem Guðni Th. Jóhannesson hefur hlotið í kjölfar tíðra heimsókna sinna í sjónvarpssal undanfarna viku. Sem heiðursgestur Gísla Marteins í Vikunni naut hann mikillar hylli tvítóðra sjónvarpsáhorfenda (sem einnig hópglöddust yfir skemmtilegri samlíkingu Dóra DNA). En það vill nú bara svo til að Guðni Th er ekkert eini sagnfræðingurinn í sjónvarpi. Annar sagnfræðingur sem er tíður gestur á skjánum en þá hjá ÍNN (Íslands nýjasta nýtt) er Hallur Hallsson sem er fastagestur í Hrafnaþingi Ingva Hrafns.
Ég sé Hrafnaþingið ekki oft en þá er Guðlaugur Þór Þórðarsson styrkjakóngur og alþingismaður – sem í umróti vikunnar hefur komið fram sem íhugull og rólyndur skynsemismaður í sjónvarpsviðtölum – yfirleitt alltaf við borðendann. Nú var hann fjarri góðu gamni en gestur þáttarins var Björn Jón Bragason (ritstjórinn góðkunni), sem er sagnfræðingur eins og Hallur. Sá síðarnefndi kom þó ekki fyrr en langt var liðið á þáttinn og sjálfur þáttastjórnandinn talaði eins og guð úr vélinni frá Flórída.
Umræðuefni Hrafnaþingsins var auðvitað forsætisráðherraflanið en þátturinn var tekinn upp þegar vantrauststillagan var til umræðu. Mesta furða hvað þátturinn var æsingalaus, svona miðað við venjulega, og menn almennt sammála um að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hafi verið dauðadæmd eftir Panamaskjólsþáttinn á sunnudag. En svo hóf Hallur upp raust sína. Ég hef ekki lengri formála, hér eru nokkur dæmi.
Muni fólk ekki eftir rödd Halls og áherslum í tali þá er nauðsynlegt að hlusta á a.m.k. þennan hluta þáttarins.* Í félagsskap þessa manns, og Ingva Hrafns, situr Guðlaugur Þór löngum stundum og unir sér vel.
Það er líka hægt að skemmta sér vel yfir Hrafnaþingi nú sem endranær. Það spillir þó heldur gleðinni tilhugsunin að til sé fólk sem finnst þessir menn spakir að viti.
Einhvernveginn hallast ég heldur að Guðna Th. og Ríkissjónvarpinu.**
___
* Þátturinn frá í gær er ekki enn kominn á vefsíðu ÍNN (ég mun setja þangað tengil til einföldunar þegar þar að kemur) en er í endursýningu í dag í sjónvarpinu og má eflaust sjá hann næsta sólarhringinn með tímaflakksaðferðinni.
Þátturinn byrjar kl. 18 og heldur áfram kl. 18:30. Það er í þeim hluta sem Hallur birtist og tilvitnuð orð hans hér byrja að streyma fram þegar 17 mínútur eru liðnar. Best er að hlusta til enda, því áður en lýkur upplýsir Hallur um „árásina að utan“. (Sjá einnig hjá Agli Helgasyni.)
** Það gæti annars verið sterkur leikur hjá Ríkisútvarpinu að útskýra fyrir Íslendingum að Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavik Media er ekki starfsmaður Ríkisútvarpsins, og að útgönguviðtalið fræga var ekki Kastljósviðtal. Kannski gæti Guðni Th tekið það að sér; ekki eru aðrir sagnfræðingar sem ég hef talið hér upp líklegir til þess.
Ég sé Hrafnaþingið ekki oft en þá er Guðlaugur Þór Þórðarsson styrkjakóngur og alþingismaður – sem í umróti vikunnar hefur komið fram sem íhugull og rólyndur skynsemismaður í sjónvarpsviðtölum – yfirleitt alltaf við borðendann. Nú var hann fjarri góðu gamni en gestur þáttarins var Björn Jón Bragason (ritstjórinn góðkunni), sem er sagnfræðingur eins og Hallur. Sá síðarnefndi kom þó ekki fyrr en langt var liðið á þáttinn og sjálfur þáttastjórnandinn talaði eins og guð úr vélinni frá Flórída.
Umræðuefni Hrafnaþingsins var auðvitað forsætisráðherraflanið en þátturinn var tekinn upp þegar vantrauststillagan var til umræðu. Mesta furða hvað þátturinn var æsingalaus, svona miðað við venjulega, og menn almennt sammála um að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hafi verið dauðadæmd eftir Panamaskjólsþáttinn á sunnudag. En svo hóf Hallur upp raust sína. Ég hef ekki lengri formála, hér eru nokkur dæmi.
„Í stóra heiminum , þá er búið að draga upp þá mynd í gegnum þessa vitleysu Ríkisútvarpsins, það er búið að draga upp þá mynd að Ísland sé einhver Tortóla glæpamanna og svikara.“
„Ríkisútvarpið glæpavæddi Sigmund Davíð.“
„Ríkisútvarpið er undirförull fjölmiðill“.
Muni fólk ekki eftir rödd Halls og áherslum í tali þá er nauðsynlegt að hlusta á a.m.k. þennan hluta þáttarins.* Í félagsskap þessa manns, og Ingva Hrafns, situr Guðlaugur Þór löngum stundum og unir sér vel.
Það er líka hægt að skemmta sér vel yfir Hrafnaþingi nú sem endranær. Það spillir þó heldur gleðinni tilhugsunin að til sé fólk sem finnst þessir menn spakir að viti.
Einhvernveginn hallast ég heldur að Guðna Th. og Ríkissjónvarpinu.**
___
* Þátturinn frá í gær er ekki enn kominn á vefsíðu ÍNN (ég mun setja þangað tengil til einföldunar þegar þar að kemur) en er í endursýningu í dag í sjónvarpinu og má eflaust sjá hann næsta sólarhringinn með tímaflakksaðferðinni.
Þátturinn byrjar kl. 18 og heldur áfram kl. 18:30. Það er í þeim hluta sem Hallur birtist og tilvitnuð orð hans hér byrja að streyma fram þegar 17 mínútur eru liðnar. Best er að hlusta til enda, því áður en lýkur upplýsir Hallur um „árásina að utan“. (Sjá einnig hjá Agli Helgasyni.)
** Það gæti annars verið sterkur leikur hjá Ríkisútvarpinu að útskýra fyrir Íslendingum að Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavik Media er ekki starfsmaður Ríkisútvarpsins, og að útgönguviðtalið fræga var ekki Kastljósviðtal. Kannski gæti Guðni Th tekið það að sér; ekki eru aðrir sagnfræðingar sem ég hef talið hér upp líklegir til þess.
Efnisorð: Fjölmiðlar, pólitík, Sjónvarpsþættir
<< Home