Þetta var ekki það sem mótmælendur fóru fram á
Það er mér áfall að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skuli hafa sammælst um að setja annan skúnk í embætti forsætisráðherra eftir að þessi með Messíasarkomplexinn hrökklaðist frá völdum.
Forystumenn hinnar ‘nýju’ ríkisstjórnar segja að kosið verði í haust en neita að gefa upp dagsetningu. Segja að það ráðist af því hvernig gangi að klára stór mál. Eða með öðrum orðum: ef stjórnarandstaðan vogar sér að samþykkja ekki allt umyrðalaust (eða þvælast ekki fyrir) því sem ríkisstjórnin ætlar sér þá fresta þeir kosningum út í það óendanlega.
Helvíti er annars hressandi að lesa í morgunsárið að nýi ráðherrann er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar! Í alvöru, datt þeim engin manneskja í hug sem er ekki tengd spillingu?
Ein spurning að lokum. Er Sigurður Ingi hæfur til að taka við forsætisráðuneytinu? Þá á ég við: hefur hann áhuga á miðaldra grjótgörðum?
Forystumenn hinnar ‘nýju’ ríkisstjórnar segja að kosið verði í haust en neita að gefa upp dagsetningu. Segja að það ráðist af því hvernig gangi að klára stór mál. Eða með öðrum orðum: ef stjórnarandstaðan vogar sér að samþykkja ekki allt umyrðalaust (eða þvælast ekki fyrir) því sem ríkisstjórnin ætlar sér þá fresta þeir kosningum út í það óendanlega.
Helvíti er annars hressandi að lesa í morgunsárið að nýi ráðherrann er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar! Í alvöru, datt þeim engin manneskja í hug sem er ekki tengd spillingu?
Ein spurning að lokum. Er Sigurður Ingi hæfur til að taka við forsætisráðuneytinu? Þá á ég við: hefur hann áhuga á miðaldra grjótgörðum?
<< Home