Langdreginn dauði
Fyrir nokkrum dögum var glaðleg frétt um steypireyði sem synti um í Skjálfandaflóa, ferðamönnum á hvalaskoðunarferð til mikillar ánægju. Steypireyður er stærsta skepna jarðarinnar og er alfriðuð. Það var nú heppilegt fyrir hana. Annars hefðu blessaðir andskotans hvalveiðimennirnir murkað úr henni lífið.
Síðastliðið sumar skrifaði ég pistil um útvarpsþátt þar sem heyra mátti þegar tvær langreyðar voru skotnar. Annar hvalurinn drapst ekki strax og taldist mér til að liðið hefðu um fjórar mínútur þar til hann var skotinn aftur og varð það skot hvalnum að bana. Ég hafði þó óþægilegan grun um að tíminn sem leið á milli skotanna hefði allt eins getað verið lengri því eitthvað var upptakan klippt til fyrir þáttinn.
Grunur minn reyndist á rökum reistur. Viku áður en steypireyðurin gladdi ferðamenn á Skjálfandaflóa var kynnt rannsókn sem gerð var á dauðatíma langreyða hér við land. Rannsóknin leiddi í ljós að
16% hvalanna drapst ekki í fyrsta skoti
Það tekur 8 mínútur að hlaða byssuna aftur og skjóta seinna skotinu
8 hvalir lifðu í styst 6,5 mínútur (sem er furðulegt miðað við 8 mínútna hleðslutíma)
og lengst í 15 mínútur þar til þeir voru skotnir aftur
Fimmtán mínútna dauðastríð — er það ásættanlegt? Ekki að mér finnist rúmlega sex mínútna dauðastríð fínt, ég var satt að segja nokkuð miður mín þegar ég hélt að það væri fjórar mínútur.
En fiskistofustjóri segir niðurstöðuna góða. Hann er reyndar að miða við hvernig Norðmönnum gengur að murka lífið úr hvölum almennt en þeir veiða reyndar hrefnu, ekki stórhveli. Rannsóknir á hrefnum í dauðateygjunum fara fram í sumar hér við land og undir árslok á að halda ráðstefnu þar sem niðurstöðurnar verða kynntar. Ég mun fylgjast með, með óbragð í munni.
Síðastliðið sumar skrifaði ég pistil um útvarpsþátt þar sem heyra mátti þegar tvær langreyðar voru skotnar. Annar hvalurinn drapst ekki strax og taldist mér til að liðið hefðu um fjórar mínútur þar til hann var skotinn aftur og varð það skot hvalnum að bana. Ég hafði þó óþægilegan grun um að tíminn sem leið á milli skotanna hefði allt eins getað verið lengri því eitthvað var upptakan klippt til fyrir þáttinn.
Grunur minn reyndist á rökum reistur. Viku áður en steypireyðurin gladdi ferðamenn á Skjálfandaflóa var kynnt rannsókn sem gerð var á dauðatíma langreyða hér við land. Rannsóknin leiddi í ljós að
16% hvalanna drapst ekki í fyrsta skoti
Það tekur 8 mínútur að hlaða byssuna aftur og skjóta seinna skotinu
8 hvalir lifðu í styst 6,5 mínútur (sem er furðulegt miðað við 8 mínútna hleðslutíma)
og lengst í 15 mínútur þar til þeir voru skotnir aftur
Fimmtán mínútna dauðastríð — er það ásættanlegt? Ekki að mér finnist rúmlega sex mínútna dauðastríð fínt, ég var satt að segja nokkuð miður mín þegar ég hélt að það væri fjórar mínútur.
En fiskistofustjóri segir niðurstöðuna góða. Hann er reyndar að miða við hvernig Norðmönnum gengur að murka lífið úr hvölum almennt en þeir veiða reyndar hrefnu, ekki stórhveli. Rannsóknir á hrefnum í dauðateygjunum fara fram í sumar hér við land og undir árslok á að halda ráðstefnu þar sem niðurstöðurnar verða kynntar. Ég mun fylgjast með, með óbragð í munni.
Efnisorð: dýravernd
<< Home