miðvikudagur, mars 25, 2015

Mikilvægi þess að hafa hjartað á réttum stað

Mér var dillað þegar ég heyrði að aðeins fimmtungur lækna vill hafa Landspítalann við Hringbraut. Það er ekki amalegur liðsauki fyrir okkur sem ekki viljum fyrirhugað steypuskrímsli á lóðinni.

Það var reyndar aðeins talað við einn lækni í fréttum og kannski vafasamt að ætla öllum hinum að hafa sömu rök fyrir því að vilja að spítalinn verði annarstaðar. En sá læknir sagði semsagt að samgöngur að Landspítalanum á núverandi stað séu í lamasessi og betra væri að reisa nýja spítalann annarstaðar — hann nefndi við Vífilsstaði. Ekki veit ég með þá staðsetningu (ég er hlynntari Fossvogi) en sannarlega er stutt frá Vífilsstöðum á Keflavíkurveginn og þar með til Keflavíkurflugvallar. Eða á hjartað að slá í Vatnsmýrinni fjarri öllum læknum, og tuttugu mínútna akstur suður í Garðabæ?

Efnisorð: ,