Lof og last
LOF
Lof fær Samfylkingin fyrir að taka sér loksins tak í umhverfismálum og hafna olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
Agnes Löve hefur öðruvísi sýn á elliárin en almennt er ætlast til einsog lesa má í skemmtilegu viðtali.
Guðmundur Andri fær lof fyrir að kæta lesendur sína með því að kalla Davíð Oddsson „smækkunarstjóra Sjálfstæðisflokksins“.
Ronda Rousey er bardagaíþróttakona og „margir vilja sjá hana slást við karlmenn“. Hún telur sig geta unnið alla karlana í sínum þyngdarflokki en ætlar hinsvegar hreint ekki að keppa við karlmenn. Hún segist ekki ætla að taka þátt í slíku því það ætti aldrei að stilla hlutunum upp þannig að því sé fagnað að karlmaður lemji konu. Það er lofsvert af henni að taka þessa afstöðu. Það er gott að hún kemur því á framfæri við aðdáendur sína að það er ekki skemmtiatriði að karlmaður berji konu (sama þótt hún stæði upp sem sigurvegari að lokum) og þarmeð að taka ekki þátt í því að það sé álitið sjálfsagt að karlar gangi í skrokk á konum.
LAST
Ríkisstjórnin. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar. Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Það myndi æra óstöðuga að telja upp allt þeirra pólitíska lastalíf.
Samfylkingarfólkið sem trylltist yfir því að formaðurinn fékk mótframboð. Það gerir varla annað en fæla burt stuðningsmenn Sigríðar Ingibjargar (og jafnvel hana sjálfa) ef það þykir goðgá að hafa aðra skoðun á hver eigi að leiða flokkinn.
Dalvíkurbyggð fyrir að íhuga að leggja landsvæði undir niðurrif og bræðslu úreltra skipa. Haukur Hauksson dregur upp vægast sagt slæma mynd af slíkri starfsemi og hvað hún geti haft í för með sér. Þar á meðal:
Lof fær Samfylkingin fyrir að taka sér loksins tak í umhverfismálum og hafna olíuvinnslu á Drekasvæðinu.
Agnes Löve hefur öðruvísi sýn á elliárin en almennt er ætlast til einsog lesa má í skemmtilegu viðtali.
Guðmundur Andri fær lof fyrir að kæta lesendur sína með því að kalla Davíð Oddsson „smækkunarstjóra Sjálfstæðisflokksins“.
Ronda Rousey er bardagaíþróttakona og „margir vilja sjá hana slást við karlmenn“. Hún telur sig geta unnið alla karlana í sínum þyngdarflokki en ætlar hinsvegar hreint ekki að keppa við karlmenn. Hún segist ekki ætla að taka þátt í slíku því það ætti aldrei að stilla hlutunum upp þannig að því sé fagnað að karlmaður lemji konu. Það er lofsvert af henni að taka þessa afstöðu. Það er gott að hún kemur því á framfæri við aðdáendur sína að það er ekki skemmtiatriði að karlmaður berji konu (sama þótt hún stæði upp sem sigurvegari að lokum) og þarmeð að taka ekki þátt í því að það sé álitið sjálfsagt að karlar gangi í skrokk á konum.
LAST
Ríkisstjórnin. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar. Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna. Það myndi æra óstöðuga að telja upp allt þeirra pólitíska lastalíf.
Samfylkingarfólkið sem trylltist yfir því að formaðurinn fékk mótframboð. Það gerir varla annað en fæla burt stuðningsmenn Sigríðar Ingibjargar (og jafnvel hana sjálfa) ef það þykir goðgá að hafa aðra skoðun á hver eigi að leiða flokkinn.
Dalvíkurbyggð fyrir að íhuga að leggja landsvæði undir niðurrif og bræðslu úreltra skipa. Haukur Hauksson dregur upp vægast sagt slæma mynd af slíkri starfsemi og hvað hún geti haft í för með sér. Þar á meðal:
„Gert er ráð fyrir að hingað komi árlega um það bil 60 úrelt skip til niðurrifs. Það er eins gott að þau haldist á floti meðan þau bíða niðurrifs. Hver ber ábyrgðina á hugsanlegu mengunarslysi ef slíkt gerist? Allur togarafloti Íslendinga telst um 50 skip, svo menn átti sig á magninu. Hvað fylgir þessum skipum þegar þau eru dregin að landi og opnuð? Ómælt magn af botngróðri og sjávardýrum, sveppum og jarðvegspöddum? Hvernig höndla menn það? Þá sleppa rotturnar í land, fegnar frelsinu. Við komu til landsins gerir tollurinn athugasemd við ósoðnar pulsur eða notaða veiðistöng. Hvaða matarúrgangar, mengaður fatnaður og annað slíkt skyldi leynast í yfirgefnu skipi? Skip er ekki bara stál. Hvað með öll spilliefnin, svo sem olíu, glussa, rafgeymasýrur og tugi annarra spilliefna? Í flestum eldri skipum voru innréttingarnar úr asbesti (vegna brunahættu). Hvernig á að höndla það og hvar á að urða öll þessi spilliefni sem eru í tonnum talin og á hvers kostnað?“Haukur á reyndar lof skilið fyrir að vekja athygli á þessu og vara við þessari starfsemi.
Efnisorð: feminismi, karlmenn, málefni aldraðra, ofbeldi, pólitík, umhverfismál
<< Home