Margvíslegt í mars
Sól tér sortna
Á vorjafndægri var sólmyrkvi og fyrsta skóflustungan var tekin á lóð Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð „og markar þetta tímamót í trúar og menningarsögu norður-Evrópu því þar mun rísa fyrsta höfuðhof álfunnar í hartnær eittþúsund ár“. Það er skemmtilegt útaf fyrir sig, en það er athyglisvert að enginn stjórnmálaflokkur hefur barist gegn þessu, og engar síður eru helgaðar því mikilvæga málefni að úthrópa ásatrúarmenn fyrir að hafa fengið gjafalóð. Ég sagði ekki múkk frekar en aðrir og er þó verulega ósátt við þessa staðsetningu, enda finnst mér vera komið alveg nóg af steinsteypu á og við Öskjuhlíð.
Ég á því bágt með að samgleðjast ásatrúarmönnum enda þótt ég sé að öðru leyti sátt við að þeir hampi þessum menningararfi (annað mál ef þeir fara að troða þessu uppá börn eða skipta sér af löggjöf landsins, en ég held reyndar að á því sé lítil hætta).
GBS/ESB
Þorsteini Pálssyni, þeim orðvara manni, blöskraði svo utanríkisfúsk Gunnars Braga Sveinssonar að hann sagði að það væri engu líkara en „ríkisstjórnin hefði útvistað utanríkismálunum til leikskólans á Grænuborg“.
Brjóstabyltingin
Ungar konur beruðu brjóst sín og sitt sýndist hverjum. Laufey Ólafsdóttir hefur svarað gagnrýni á þennan sjálfsprottna gjörning án upphrópana í ágætri Knúzgrein, en annars er ég hrifnust af afstöðu Þórhildar Þorleifsdóttur sem sagði að það væri of snemmt að hafa skoðun á þessu. Tek einnig undir þessi orð Þórhildar:
Útrétta sáttarhöndin
Ríkisstjórnin ákvað að vera ekkert að semja við stéttarfélög heldur koma í veg fyrir verkföll með því að hóta lögsókn. Þetta er nú aldeilis samningsvilji.
Skoðanabræður Dominique Strauss-Kahn eru víða
Í dag bárust svo fréttir frá Frakklandi þess efnis að öldungadeild franska þingsins hefði komið í veg fyrir að sænska leiðin yrði tekin upp í vændismálum. Það voru ekki góðar fréttir.
Á vorjafndægri var sólmyrkvi og fyrsta skóflustungan var tekin á lóð Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð „og markar þetta tímamót í trúar og menningarsögu norður-Evrópu því þar mun rísa fyrsta höfuðhof álfunnar í hartnær eittþúsund ár“. Það er skemmtilegt útaf fyrir sig, en það er athyglisvert að enginn stjórnmálaflokkur hefur barist gegn þessu, og engar síður eru helgaðar því mikilvæga málefni að úthrópa ásatrúarmenn fyrir að hafa fengið gjafalóð. Ég sagði ekki múkk frekar en aðrir og er þó verulega ósátt við þessa staðsetningu, enda finnst mér vera komið alveg nóg af steinsteypu á og við Öskjuhlíð.
Ég á því bágt með að samgleðjast ásatrúarmönnum enda þótt ég sé að öðru leyti sátt við að þeir hampi þessum menningararfi (annað mál ef þeir fara að troða þessu uppá börn eða skipta sér af löggjöf landsins, en ég held reyndar að á því sé lítil hætta).
GBS/ESB
Þorsteini Pálssyni, þeim orðvara manni, blöskraði svo utanríkisfúsk Gunnars Braga Sveinssonar að hann sagði að það væri engu líkara en „ríkisstjórnin hefði útvistað utanríkismálunum til leikskólans á Grænuborg“.
Brjóstabyltingin
Ungar konur beruðu brjóst sín og sitt sýndist hverjum. Laufey Ólafsdóttir hefur svarað gagnrýni á þennan sjálfsprottna gjörning án upphrópana í ágætri Knúzgrein, en annars er ég hrifnust af afstöðu Þórhildar Þorleifsdóttur sem sagði að það væri of snemmt að hafa skoðun á þessu. Tek einnig undir þessi orð Þórhildar:
„Aftur á móti fannst mér gaman að sjá ungu konurnar ganga saman fram svona sterkar og það er vonandi að þessi jákvæði andi hjá þessum sterku, djörfu, ungu konum verði hvatning til frekari verka. Áfram stelpur!“
Útrétta sáttarhöndin
Ríkisstjórnin ákvað að vera ekkert að semja við stéttarfélög heldur koma í veg fyrir verkföll með því að hóta lögsókn. Þetta er nú aldeilis samningsvilji.
Skoðanabræður Dominique Strauss-Kahn eru víða
Í dag bárust svo fréttir frá Frakklandi þess efnis að öldungadeild franska þingsins hefði komið í veg fyrir að sænska leiðin yrði tekin upp í vændismálum. Það voru ekki góðar fréttir.
Efnisorð: ESB, feminismi, líkamsvirðing, pólitík, sveitastjórnarmál, trú, umhverfismál, Verkalýður, vændi
<< Home