miðvikudagur, september 18, 2019

Kallmanni óar við barnafjöld — og það er (auðvitað) bara alltílæ

Nú er liðinni sólarhringur síðan karlmaður skrifaði pistil í Fréttablaðið þar sem hann segir frá því í nokkrum smáatriðum hvernig hann sér fyrir sér að líf sitt muni breytast við að eignast tvíbura sem væntanlegir eru í heiminn. Sólarhringur og enginn (hvorki á síðu FréttablaðsinsVísis*) hefur tryllst yfir því hve neikvæða mynd hann dregur upp af því að verða tvíburapabbi (endalaus kostnaður og ljótur bíll, „þvílík örlög“). Skrítið, eins og Sóley Tómasdóttir fékk að heyra það þegar hún lýsti reynslu sinni af því að eignast strák.

Það er eins og það gildi ekki sama um þau bæði.


___
* Á DV hafa reyndar tvær konur áminnt pistlahöfundinn og sagt að hann ætti að vera þakklátur fyrir börnin, ekki geti allir átt börn (karlmaður kom honum til varnar). Þær voru kurteisar en helltu ekki svívirðingum yfir pistlahöfund (eða andmælanda). Annað átti við um Sóleyju hér um árið.

Efnisorð: ,