mánudagur, júlí 22, 2019

Hvar eru aftur leiðbeiningarnar um hvernig á að bregðast við kjarnorkuvá?

Þau lönd sem eiga kjarnorkuvopn eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Indland, Kína, Norður Kórea, Pakistan og Rússland. Auk þess eru um 150 kjarnorkuvopn í eigu Bandaríkjanna geymd í sex herstöðvum í Evrópu. Þær eru í Belgíu, Þýskalandi, Hollandi, Tyrklandi og tvær á Ítalíu.

Nú eru líkur á að Ísland bætist í þeirra bandalagsríkja NATO sem geyma kjarnorkuvopn fyrir Bandaríkin. Verið er að hefja uppbyggingu fyrir Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli — herinn virðist vera að snúa aftur — og samkvæmt þjóðaröryggisstefnu er opið fyrir „möguleikann á að geyma kjarnorkuvopn á Íslandi ef að NATO krefst þess“, eins og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir bendir á í pistli í dag.

Ég er sammála gagnrýni hennar, hverju orði.

Nú getum við hætt að segja að loftslagsváin sé það eina sem ógni lífi okkar, því það á að gera okkur aftur að skotmarki í kjarnorkustríði.

Efnisorð: