Tungl, máni og himnesk tónlist
Ekki veit ég hvað samsæriskenningafólk gerði um helgina en fjölmiðlar, þ.á m. sjónvarpsstöðvar, minntust þess að fimmtíu ár er síðan mannkynið tyllti (eða tyllti ekki) fæti á tunglinu. Besta dagskrá sjónvarps þessa helgina var á sænsku rásinni SVT2 í gærkvöld, og var endurtekin í dag. Þetta voru sjö upptökur — alls þrír klukkutímar — frá tónleikum þar sem leikin voru lög sem tengjast geimferðum eða tunglinu sjálfu.
Dagskrárliðirnir voru eftirfarandi.
Tónlist úr Star Wars eftir John Williams. Hljómsveit norðurþýska útvarpsins lék undir stjórn Pólverjans Krzysztof Urbański.
Pláneturnar eftir Gustav Holst, sama hljómsveit og áður og enn undir stjórn Krzysztof Urbański.
Tunglskinssónatan eftir Beethoven. Austurríski píanistinn Rudolf Buchbinder spilaði.
Clair de lune (Mánaskin) eftir Debussy, spilað af hinni georgínsku Khatia Buniatishvili.
Verklärte Nacht eftir Arnold Schönberg. Sinfóníuhljómsveit danska útvarpsins spilar undir stjórn Fabio Luisi.
Sungið til mánans eftir Dvořák. Renée Fleming sópran og Fílharmóníuhljómsveit Berlínar undir stjórn Ion Marin.
Að síðustu bæn til mánagyðjunnar. Arían Casta Diva úr óperunni Norma eftir Bellini. Sjálf Maria Callas syngur.
Frumleg dagskrá og einkar vel til fundin.
Dagskrárliðirnir voru eftirfarandi.
Tónlist úr Star Wars eftir John Williams. Hljómsveit norðurþýska útvarpsins lék undir stjórn Pólverjans Krzysztof Urbański.
Pláneturnar eftir Gustav Holst, sama hljómsveit og áður og enn undir stjórn Krzysztof Urbański.
Tunglskinssónatan eftir Beethoven. Austurríski píanistinn Rudolf Buchbinder spilaði.
Clair de lune (Mánaskin) eftir Debussy, spilað af hinni georgínsku Khatia Buniatishvili.
Verklärte Nacht eftir Arnold Schönberg. Sinfóníuhljómsveit danska útvarpsins spilar undir stjórn Fabio Luisi.
Sungið til mánans eftir Dvořák. Renée Fleming sópran og Fílharmóníuhljómsveit Berlínar undir stjórn Ion Marin.
Að síðustu bæn til mánagyðjunnar. Arían Casta Diva úr óperunni Norma eftir Bellini. Sjálf Maria Callas syngur.
Frumleg dagskrá og einkar vel til fundin.
Efnisorð: Fjölmiðlar, menning
<< Home